.:The sense of Didda:.

29 nóvember 2003

Ég gleymdi að segja ykkur eitt um daginn (ég sem deili öllum með ykkur... hvernig get ég gleymt?!!)
Ég fékk sent Idol til danmerkur og við vorum að horfa... kemur þá ekki Ronni vinur minn og spyr bara eiginlega strax að því hvort Simmi sé bróðir minn!!!
Whuuut? Sagði honum nú bara að hann væri vinur bróður míns, en hvernig í skollanum datt honum í hug að við værum systkini??

Didda @ 19:10 | |

Home sweet Home

Ég er komin heim, heim!

Ég var með alveg hrikalega mikinn farangur... svo mikinn að góði maðurinn sem hjálpaði mér með töskurnar úr lestinni og alveg upp að tjekk-inn-borðinu spurði mig hvort ég væri að smygla kærastanum mínum með mér...!
En þökk sé honum að ég náði vélinni, annars væri ég örugglega ennþá að reyna að drösslast með 3 töskur + 2 á bakinu úr lestinni og upp rúllustigann!
Pælið í því... það voru milljóns íslendingar í lestinni og ekki einn þeirra bauðst til að hjálpa lítilli hjálparlausri ungri stúlku með helling af stórum, þungum og úttroðnum töskum að koma þeim út úr lestinni, neibb... það var útlendingur, örugglega ameríkani... hann var með svo skemmtilegan hreim :)
Ekki það samt að ég hafi ekki verið búin að plana það hvernig ég ætti að koma töskunum sjálf... hefði bara tekið meiri tíma.
Maðurinn semsagt bjargaði mér alveg og ég þakkaði honum fyrir með einum stórum kossi (koss – handaband, hver er munurinn?)

Ekki beið svo gott eftir mér... haldiði ekki bara að ég hafi þurft að borga 1000 kall danskar fyrir yfirvigt.... og hún gaf mér afslátt (eða hún þóttist gera það)!
Piss! Það er greinilega ekki gert ráð fyrir því að ein manneskja ferðist með 49 kíló! :)

Þegar ég lennti á keflavíkurflugvelli mánudaginn þann 24. nóvember 2003 þá sá ég bara hvítt, já, það var snjór! Snjó hafði ég ekki séð síðan í fyrravetur!
Snjór er víst ekkert svo svakalega algengur í danmörku, þau fá kannski mesta lagi svona 10cm lag af snjó.... ef þau eru heppin!
Þegar ég var búin að bíða í hálftíma eða meira eftir töskunum og var búin að búa mig undir að stíga á íslenska jörð.... nei nei, kemur ekki bara einhver kona upp að mér og segir:
“Ert þú ein á ferð?”
“já” sagði ég náttúrulega...
“já, þá vil ég fá að renna töksunum þínum hérna í gegn!”
Hvað er málið? Er öllu ungu fólki sem eitt á ferð látið setja töskurnar sínar í gegnum skoðunartæki? Mér finnst þetta alveg fáááááránlegt! Þurfti að fara að rífa allt dótið mitt upp af vagninum bara til þess að raða því aftur á! (munið, 49 kíló!) En skiptir ekki, þau fundu ekki hassið!

Haha..!

Þegar út kom biðu þar mín minn kæri faðir og mín uppáhalds systir sem tóku þar á móti mér með opnum örmum (en ekki hvað?).

Þegar inn í borgina kom lá leiðin beint í allskonar heimsóknir.. hitti ömmu og ömmu & afa... og svo um kvöldið var haldið í skemmtiferð (ekki það að það sé ekki gaman hjá ömmu og afa, bara.....), leiðinni var haldið til Einars og hans fjölskyldu. Eftir svona hálftíma akstur um hafnarfjörðinn þá var ákveðið að hringja bara í Einar og spurja hann hvar í andsk... hann býr. Þá komust við að því að við vorum búin að vera að keyra hring eftir hring í kringum húsið hans, við erum frá Egilsstöðum! Það er ekki hægt að villast þar!
Ooooo.... ég á fallegustu litlu frændur sem fyrir finnast! :)

Fór í heimsókn til Sigrúnar (þar sem hinn helmingurinn af laugavallargenginu var) og ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum þegar ég var búin að rífa tölvuna í fangið á mér og komin á netið (nei, Didda, getur það verið?) og farin að spjalla við Muhammed, vin minn frá Uldum...!
Gestgjafa + Jóhönnu + Örnu fannst það nú ekki alveg ganga að ég ætlaði bara að sitja og spjalla við krakkana sem ég væri búin að eyða seinustu 3 mánuðum með en vanrækja þær, sem ég var ekki búin að hitta seinustu 3 mánuði.. (úbbs!)

Daginn eftir íslandskomu var bara brunað beint heim til Egilsstaða, og ég streittist bara ekkert á móti, ótrúlegt en satt! Egilsstaðir eru bara alveg ótrúlega heillandi þegar maður hefur ekki hitt þá lengi... reyndar held ég að Egilsstaðir hafi aldrei litið jafn vel út, eru bara í sínu allra besta formi! :)
Annars hefur tími minn hér í sveitasælunni aðallega farið í að gera ekki rassgat, slæpast eitthvað, dunda mér við að þrífa húsið og elda kjúkling og lesa bækur (Didda að lesa, whuuuuuut?!!!) og bara láta mér líða eins og prinsessu (sem og ég er, að sjálfsögðu!)

Það sem ég ætla að gera hér í sveitasælunni er að....

....hey, vissuði að ef þið gleymið klósetthreinsisápu í klósettinu í svona hálftíma eða meira þá festist liturinn af klósetthreinsiefninu í klósettskálinni!
Þetta lærði ég í dag og þetta hefði ég ekki lært í Uldum, því þar eru klósettin (næstum) aldrei þrifin og klósetthreinsirinn er glær á litinn en ekki blár.
Svo þökk sé því að ég kom heim, því annars hefði ég kannski aldrei komist að því að klósetthreinsiefni getur litað klósettskálina ef maður gleymir klósetthreinsiefninu í skálinni í hálftíma eða meira....!

Eitt er ég búin að gera sem er einstaklega skemmtilegt... það var að skoða myndir af mér og mínum frá því ég var lítil, sko vódjómyndir...! :)
Ég var nú alveg ótrúlega fallegt barn (ohhh....).
Horfði á 6 ára afmælið mitt og það er bara ótrúlegt hvað allir eru ekkert eins og þeir eru í dag! ...eða kannski ekki svo ótrúlegt!

Didda @ 19:08 | |

23 nóvember 2003

Oooo... gleymdi ad segja eitt. Thad er bara adeins meira en klukkutími thar til ég stíg fót á ííííslenska jord!!!

Á samt auuuudvitad eftir ad sakna uldum og allara krakkanna ag alls thess skemmtilega sem hefur sked og líka skólans og kennaranna smá! :)

Didda @ 11:05 | |

Sit i tolvustofunni i BRANDBJERG og eg bara hreinlega eeeeeelska thettalyklabord! Thetta er hreinn unadur...!

Er sumse i heimsokn hja Siggunni... i gær var bad taste party og allir alveg hriklaega ljotir... og herbergisfelaginn hennar Siggu med eindæmum ljot (allavegana vann hun verdlaunin fyrir ad vera ljótust!).

Teitid var gott, en fljotlega endudum vid i okkar eigin teiti... Idolteiti! og hofdum bara nokkud gaman af... eg samt endadi sofandi aaaansi snemma en sigga var spenntari og helt augunum opnum til klukkan 4...
tha la leidin upp i rum og oní sovepose... thad var pínu fyndid thegar sigga tók ótrúlega ljótu hárgreídsluna úr hárinu á sér... ad hún var enntha, thó allar teygjur og onnur hjálpartæki og á brott!

Vorum vaktar upp kl. 09.30 vid ad kennari nokkur var ad banka á hurdina og vildiendilega fá siggu í eldhúsid... svo var thad morgunmatur og nú erum vid svo hér... í tolvustofunni (kemur kannski ekki á óvart ad ég sé í komin í tolvuna... talvan er minn besti vinur!)

Idol heldur áfram eftir stutta stund... svo best ad drífa siiiiiig...! :)

Didda @ 10:54 | |

21 nóvember 2003

STRASBOURG ...eða hvernig sem það er skrifað!

Já, ferðin til Strasbourg var nokkuð skítsæmileg.. sátum í óvenju þröngri rútu í 14 klukkutíma, þannig að maður var orðinn svona passlega þreyttur og pirraður.
Keyrðum fram hjá allskonar fallegum hótelum sem virkuðu afar vel á mig og ég hreinlega gat ekki beðið eftir að komast inn á hótel og henda mér í rúmið...
...en svo reyndist hótelið okkar ekki vera jafn girnilegt og þau sem við vorum búin að keyra fram hjá, damn! Þetta hótel minnti íkyggilega mikið á hótelið sem ég var á þegar ég fór til London, og þá varð ég einmitt fyrir sömu vonbrigðunum... ég bjóst við betra! Í herberginu voru kjojur!!!!! og í hvert sinn sem Habba (sem lá fyrir ofan mig) hreyfði sig ískraði svo svakalega mikið í rúminu að ég hélt að það mydi hrynja í sundur og hún þjótast beint ofan á mig!
Skærir litir einkenndu eiginlega þetta hótel, hvítur veggur og svo eldrauð og gul mynd, minnti pínu á leikskóla. En allavegana, þetta hótel virkaði. Enda var það mest notað til þess einungis að sofa í því :)
Ég sá margt stórt og fallegt í þessari ekki svo stóru borg, mestur tíminn var þó notaður í að skoða í búðir (sem er ekki það skemmtilegasta sem ég veit), fórum í EU parlament... sem er held ég þinghús fyrir evrópusambandið, en ég er ekki viss. Fannst það ekkert voðalega skemmtilegt það sem ég nennti ekki að einbeita mér við að skilja hvað þessir blessuðu þingmenn voru að segja (Didda ER löt).
Sva var það búðarráp (igen!) og ég og Marie vorum örugglega leiðinlegustu versularskoðunarfélagar sem hægt er að finna! ...fórum íka snemma heim!
S'iðasta daginn fór ég með Mette, Bodil og Marie upp í alveg hellings háan kirkjuturn, komin með geggjað stinnan og góðan rass núna... hann lítur afar vel út (hmm..) og ég skil bara ekkert í því að það sé aldrei klipið í hann! :)

Ferðin til Danmerkur aftur var mikið slæmri, rútan virtist hafa skroppið saman og ég virtist hafa gleymt listinni að sofa í bíl! Ég sofna alltaf í strætónum á milli Vejle og Uldum en þegar ég loksins vildi sofna þá gat ég það ekki, hversu ógeðslega óþolandi típískt er það?!!!!

Didda @ 23:34 | |

Á morgun er ég svo að fara í heimsókn til hennar Siggu minnar og það verður pottþétt alvg óendalega gaman... veei veii :D

Didda @ 18:52 | |

14-13-12-11-10-........3 DAGAR ÞAR TIL ÉG KEM HEEEEIM!!! ;)

Didda @ 18:45 | |

Dagurinn er algörlega ónýtur og ég alveg að missa mig í miðurleika...
....en mér kom nú samt allavegana bros á vör þegar ég las það sem stendur í gestabókinni minni!

Þetta bjargaði alveg næstum því alveg deginum!!! :)

Didda @ 13:52 | |

15 nóvember 2003

15 DAGAR ÞAR TIL ÉG KEM TIL ÍSLANDS!! :)

Didda @ 19:16 | |

Hóhæhíhahihehéháhuhú...!

Ég er að fara til Frakklands klukkan sex í fyrramálið...! Er ekki alveg komin í rétta ferðastuðið, en vona bara að það komi :)
Það var pínu djamm í gær og ég féll á "áfengisbindindinu" mínu, eða féll ekki.. ég ákvað að leyfa mér 1-2, og viti menn... 1-2 dugðu mér fínt og ég hafði það bara nokkuð gott... keypti mér einnota myndavél í gær til að nota í Frakklandi, en neibb, ég tók hana með niður á bara... tók nokkrar myndir og lagði svo myndavélina á borðið.... kom svo síðar að myndavélinni á barborðinu og það var ein mynd eftir á henni! Frááááábæææærrrt! Bara eins gott að þetta séu skemmtilega myndir :) 27 mynda myndavél búin og ég veit ekkert hvað er á henni. Ég reyndar tók tvær ansi eftirminnilegar myndir... ein af gólfinu þegar ég þrumaði myndavélinni í gólfið og ein af borðinu þegar ég og Marie áttum í einhverjum slagsmálum um myndavélina... hmm.. get ekki beðið eftir að framkalla :)

Annars... ég verð út úr símaveröldinni og tölvuheiminum þar til á næsta föstudag (fuck, hvernig á ég að fara að því að lifa það af?!!!) þannig að ég bið bara að heilsa ykkur í bili.. en læt ykkur sem ég elska mest og elska mig mest vita að þið megið samt hringja áður en ég fer til frakklands... því ég á ekki inneign...!

Ohh.. ég hata að vera ekki með inneign! Yndislega búiðin í yndislega bænum mínum var búin með allar innistæðurnar... daaaaaaaaaaaamn!!!! :)

Annars, góðar stundir!! ;)

Didda @ 19:15 | |

13 nóvember 2003

Þetta er það sem ég ætla að hafa bak við eyrað þegar ég drekk næst!!! Þá held ég að ég geti drukkið bara talsvert mikið þar til það er tími til að stoppa :)

Þórunn systir er alltaf að komast meira og meira að því hversu andskoti myndarleg ég er! Hún er búin að lita á sér hárið og litli frændi okkar sagði við hana "Hvað gerðiru við hárið á þér? þú ert alveg eins og Didda".
Þórunn mín, þetta finnst mér nú fullgróft! Nú veist ég afhverju þú vilt ekki fá mig heim :)

Annars sitjum við Birta bara hér í tölvustofunni og njótum þess að geta hlustað á íslenska listann.... gaman að geta komist smá til íslands í huganum :)

Didda @ 20:39 | |

Meira slúður sem örugglega ENGINN hefur gaman af... en hverjir haldiði að hafi verið að labba SAMAN út úr tölvustofunni?
ííííííí... ég elska þegar svona skeður!!!

Varla að ég tími að koma heim ef allt er að fara að ske núna!! :)

Didda @ 20:22 | |

Held að homminn í skólanum (Braddi) sé bara búinn að næla sér í gæja! Við Birta sáum þá sitja aleina inni í store skolestuen... þar sem að yfirleitt enginn er nema þegar eitthvað er um að vera!
Er rómantík í loftinu??? Það væri nú synd ef það er einhver rómantík.. því mér líkar svo helvíti vel við Thorbjørn en ekki við Bradda!
Væri nú samt óneitanlega ansi mjög gaman og skemmtilegt ef leiðir þeirra liggja upp í sama rúm á sama tíma! En það verður nú samt að gerast á meðan ég er enn hér :)

Didda @ 20:05 | |

Þetta er sú sem vildi Sigrúnu, Jóhönnu og Þórunni dauðar fyrir ekki svo löngu (hefði örugglega ekki verið ýkja erfitt fyrir hana!).En annars er þetta alveg stórmagnaður persónuleiki og mér líkar vel við hana.
Línudans? Er hægt að hafa það fyrir áhugamál? Hver í andsk.. stundar línudans?
Spurningin er bara: Ætli hún eigi í alvörunni humar? Og hvar í andskotanum ætli maður geti reddað sér einum slíkum, hehe :)


Mig langar í HUMAR fyrir gæludýr!!

Didda @ 19:48 | |

Þó ég hafi ekki hugsað mér hingað til að fara að læra kennarann... þá held ég að ég hafi það sem til þarf, ég nefninlega fékk mér brauð með endalausum sardínum í kvöldmatinn! ...og það fyndna er... að ég borða ekki einu sinni sardínur!!
Svona er maturinn æðislegur hér í danaveldi, svo góður að það eina sem ég hafði lyst á voru sardínur.. ummmmmmmm...! hehe :)

Sigrún, annars mæli ég með því að þú farir að spjalla við fyrrum kennara Vignis og komist af einhverjum svæsnum sögum um hann, svona fyrst þú ert nú í starfskynningu í gamla skólanum hans :)

Ég er búin að vera ótrúlega duglega í dag! Klukkan svona aðeins meira en 11 í morgun þá stakk ég af úr tíma og "gleymdi" mér aðeins á msn þangað til matartíminn kom (úbbs!). En hvað get ég sagt, Heiðdís er bara svo skemmtileg :)
Svo eftir hádegi kláraði ég mine smukke "hjemmesko" og fékk svo leyfi til að láta mig hverfa vegna slæmrar heilsu.. en auðvitað hljóp ég beint upp í tölvustofu! Hvað annað? ;)

Svend gekk upp að mér áðan þar sem ég sat í makindum mínum við tölvuna (að sjálfsögðu!) og sagði: "You spend too much time up here, young lady!"
Hvað er þetta? Það er ekki mér að kenna að ég á svona ótrúlega mikið af nördum fyrir vini sem eru alltaf á netinu til að spjalla við!! :)
Og ef enginn af (nörda)vinum mínum er á netinu, þá get ég alltaf farið hingað, því þetta er náttúrulega bara broslegt.. og það er alltaf gott að brosa! :D

Ég mundi samt eitt við þessi Vignisskrifa áðan... Sigrún mín, hvar er ljóðið mitt? ertu ekki að verða búin að hreinskrifa það? ;)

Didda @ 19:30 | |

17 DAGAR!!
Þá er það ákveðið, aðeins 17 dagar þar til Didda gefur skít í DK og skrukklast aftur heim til Íslands og svo til fallegasta bæjar í heimi! :)

Didda @ 13:31 | |

12 nóvember 2003

Gleði fréttir...!

Didda loksins líklega vonandi kannski fljótlega á leið til Íslands...!
Bara sakna Egilsstaða svo afskaplega mikið :)

Didda @ 10:53 | |

Hefur þú einhverntíman lennt í því að einhver ákveðin manneskja er að gagrýna þig fyrir eitthvað... og svo loksins þegar þú hættir að gera það sem fer svona all svakalega í taugarnar á henni... Þá fer þessi ákveðna manneskja að gera nákvæmlega það sama og þú gerðir? Nota sömu frasa og þú og eiginlega bara haga þér eins og þú?
Þetta kom fyrir mig... Hvað er að fólki?
Er eins og þessi ákv hafi verið að bíða eftir að ég loksins hætti svo að þessi manneskja gæti stolið frá mér...

En... hvað kennir þetta okkur? ...Jújú, ég er æði..! En við vissum það nú öll fyrir :)

Didda @ 10:52 | |

Hun a afmæli i dag, til hamngju med afmælid elsku Helga systir!

Didda @ 09:38 | |

11 nóvember 2003

Djöfull er það óþægilegt þegar maður finnur að einhver manneskja vill ólm losna við mann. Ég sit hérn í tölvustofunni og það er stelpa búin að vera að væflast hérna í kringum mig alveg heillengi... alltaf að rúlla stólnum til mín og kíkja hvað ég er að gera... hún er pottþétt að bíða eftir tölvunni. Hún er örugglega að athuga hvort ég sé að gera eitthvað merkilegt eða bara leika mér eitthvað. Getur hún ekki bara sagt: "Didda, hvað ertu að gera?" í stað þess að vera alltaf að laumast eitthvað til að kíkja hjá mér! Ohh.. þessir útlendingar! ;)

Djöfullsins, andskotans, helvítis.... ég hélt að ég væri sú eina sem myndi detta þetta í hug, en nei nei... það er einhver pjása útlöndum búin að gera þetta - og henni mistókst! Damn..!
Afhverju í ósköpunum var ég ekki búin að sjá þetta fyrr? Akkurat þegar ég er nýbúin að raka af mér hárið þá sé ég þetta... hversu típískt er það?!!!

Didda @ 21:12 | |

Úff, ég var að uppgvöta það í dag að ég er ekki búin að segja ykkur frá áfengiðsbindindinu mínu!
Ég er semsagt hætt að drekka áfengi.. og get þá loksins sagt með hreinni samvisku "Jeg drikker ikke alkohol!"
Það eru liðnar RÚMAR tvær vikur síðan ég hef smakkað svo mikið sem einn lítinn sopa af áfengi!

Engin smá sjálfsagi sem ég er búin að byggja upp með mér. Franskur matur í kvöld og barinn opin svo hægt sé að kaupa sér drykkjarvín... en ég sit bara uppi í tölvustofu og get ekki beðið eftir að fá franskan mat og VATN :)

Didda @ 16:48 | |

10 nóvember 2003

Ég er farin að sjá ofsjónir! Ég sver það! Ég er að verða biluð!

Ég var í strætó, á leiðinni frá Vejle til Uldum þegar ég allt í einu sá Árna. Ég leit að sjálfsögðu við og góndi eins og ég veit ekki hvað...
Nei, þetta var ekki Árni.. þetta var bara maður í nákvæmlega eins jakka og Árni á og með nákvæmlega eins húfu! Svona hávaxinn maður og dökkur yfirlitum...

Þetta er ótrúlegt! Ég sat bara í makindum mínum í strætónum með honum Þorbirni... og átti í eilífu stríði við augun á mér.. þegar ég sá Árna...!
Hvað er þetta furðulegt, sé bara manninn sem ég sakna hvað mest út um allt og hvar sem er!

Maður fer greinilega að sjá ofsjónir og verður bilaður á því að sakna einhvers of mikið.

Og hvað lærir maður af þessu? Jújú, aldrei eiga heima í öðru landi og kærastinn þinn! :) Góður og gildu málsháttur! (bara að ég hefði heyrt þennan málshátt áður)

Didda @ 20:33 | |

Í seinustu viku eftir að ég var búin að fá styrkinn minn góð var ég eitthvað að gæla við þá hugsun að fara til Norge.. og dömpa bara Dorte sem var búin að vera svo elskuleg að bjóða mér heim til sín um helgin (úbbs).
Nefndi þetta eitthvað við hann pabba.. en hann hafði eitthvað lítinn tíma til að tala við mig og sagðist hringja seinna... en þegar karl var ekki búinn að hringja á fimmtudeginum (2 eða 3 dögum seinna) þá hélt ég að foreldrar mínir hefði bara ákveðið að láta þetta mál deyja út... en nei nei nei... fæ ég ekki bara símhringingu frá mömmu um 8 á fimmtudagskveldinu þar sem hún segir það gott að blessað að ég fari til noregs!
Ég var svo kát að ég hoppaði hæð mín þrisvar í loft og byrjaði að leita eftir ódýrum ferðum... þar sem ég er svo ótrúlega nísk þá kom ekkert til greina nema það allra ódýrasta, þó svo að ég yrði að pantaflugfar, gera lestar + strætóplan, pakka niður, tala við milljón fólk og helling meira á klukkutíma og líííka sofa á flugvellinum í kaupmannahöfn, já hvað geri ég ekki til þess að hitta minn elskulega kærasta? Geri bókstaflega allt! :)

Ferðin byrjaði nú þannig að ég var næstum búin að missa af rútunni. Stóð í makindum mínum á stoppistöðinni þegar ég allt í einu þrumaði út úr mér á minni geggjuðu dönsku: "Dorte, stopper bussen her eller på ned på krøen?" og eftir að við vorum búin að pæla í þessum í nokkrar mínútur... sé ég þá ekki bara strætóinn stoppa niðri í bæ... FOOOOOKK!! Hleyp eins og fætur toga og næ strætónum (auðveldlega!) Ég vissi ekki að ég gæti hlaupið svona hratt :)
Svo er mér hleypt út í Tørring, þar sem ég á að bíða eftir næsta strætó sem mun flytja mig til Vejle... Og þvílíkt og annað eins...! Strætóinn var seinn, 2 strákar á mótuhjólum alltaf að keyra endalaust framhjá mér og svo kemur ljótur kall á flutningabíl sem keyrir framhjá, flautar og veifar mér! Ég litla sveitastelpan stend þarna alein á ókunnugum stað alveg að skíta á mig úr hræðslu... þegar loksins helvítis strætóinn kemut, hvílíkur léttir!

Lestar ferð til Kastrup.... óvenju góð miðað við það að ég sat í reykklefa alla leiðina (sem betur fer var lítið um reykingar!)

Nóttin á kastrup... jááá... nóttin á kastrup! Hmm... eyddi henni mest í að vaka, tala við Árna í símann og vaka og jú.. reyna að sofa! Þegar ég kom voru öll góðu plássin upptekin, svo ég var að gjörasvo vel að sofa ekki neitt... svo sá ég einn færa sig og ég bókstaflega hljóp til að ná bekknum :) þannig að ég gat sofið í 2 tíma (til 5)... því þá fylltist flugvöllurinn af fólki sem fannst greinilega ekki girnilegt að horfa á mig slefa á stólinn.

Á flugvellinum í Osló beið mín svo þessi líka fjallmyndarlegi maður... kærastinn minn, að sjálfsögðu! :) Hófust þá hinir ýmsustu ástarleikir... úúúúúúbbs, missti mig aðeins.. við erum ennþá á flugvellinum, nei nei, það var ekki fyrr en síðar sem ástarleikirnir byrjuðu.. hehe :)
Byrjuðum á því að fara heim, ég lagðist upp í rúm og steinrotaðist og lá í roti þar til Árni kom úr vinnunni....

Gerðum alveg helling skemmtilegt um helgina, en þar sem ég er frekar lokuð og hlédræg kona, þá ætla ég ekki að deila öllum smáatriðunum með ykkur! :Þ

Í morgun þegar við vorum komin í lestina út á flugvöll til að ég geti farið aftur til danmerkur... haldiði ekki bara að hann Björgvin Gunnarsson hafi birst þar!!!
Reyndar ekki hann, en sjitt... þetta var bara alveg nákvæmlega eins og hann! Munaði litlu að ég hefði látið Árna kalla í hann... en svo gekk hann bara framhjá... Ekki vissi ég að Björgvin væri orðinn lestarvörðu í Osló.. :)

Núna er ég samt komin "heim" og mig langar bara aftur :(
Árni, elskan mín... viltu kaupa mig í heimsókn fram að jólum? sko... þú borgar far, húsnæði og uppihald (eða það sem á vantar)

Svar óskast sem fyrst!

Didda @ 16:18 | |

02 nóvember 2003

Heyriði lömbin mín.
Þessi drykkja er alveg að fara með mig.
Þetta er orðið vandamál.

Neeeeeei, því er ég ekki sammála!

Ég fékk nefninlega símtal frá honum karli föður mínum... árla dags í gær.
Faðir hljómaði ekki kátur. Það fyrsta sem hann spurði mig var "Ertu á fylleríi?".
Uuuu... Nei, pabbi! Svo var hann bara ekki kátur og sagðist vera búinn að frétta ýmislegt.
Ekki vildi karlinn segja neitt meira en að hann væri "búinn að frétta ýmislegt" og ég yrði að fara að hætta þessari stanslausu drykkju!
Hvað heldur fólk eiginlega að ég sé að gera hérna? Drekka flóaða mjólk og pússla 5000 pússla pússluspil á hverjukvöldi?

En ég er ekkert ALLTAF að drekka, bara stundum!

Einhvernveginn (enn og aftur) fæ ég það á tilfinninguna að ég sé ekki 21 árs... heldur 12 ára!
Minnir mig óneitanlega á "skemmtilegt" 12-ára-atvik sem átti sér stað í sumar eða vor.... já, þá hringdi pabbi út um allan bæ og vakti upp vini mína mjög árla morgun... því hann vildi vita hvar ég væri...!

Enn... þar sem ég er úti í rassgati og ekkert á leiðinni að "komast" heima, þá geri ég bara það sem ég vil... vona bara að pabbi hætti að "frétta ýmislegt"! ;)

Didda @ 20:58 | |

Smá pæling... Hvað er þetta með þeldökka menn og Þórhallsdætur? Það eru 2 svertingjar í skólanum. Annar þeirra girnist Bennu og hinn girnist Jónu, litlu systur Bennu.
Hvað er eiginlega málið með það.... mér finnst þetta doldið mikið fyndið :)

Didda @ 20:19 | |

Gleymdi einu... Hvað er þetta með þeldökka menn og Þórhallsdætur? Ég meina, það eru nú bara 2 "svertingjar" í skólanum... og annar þeirra girnist Bennu... og hinn girnist Jónu, litlu systir Bennu!
Finnst þetta pínku fyndið ;)

Didda @ 20:12 | |

Ég gleymdi að segja frá því að stelpurnar færði mér gjöf..... "I LOVE ICELAND" bangsa sem heitir Jóhann Arnar Didduson... en hann er reyndar alltaf kallaður Árni... þær voru búnar að skýra hann svo löngu nafni að hann bara varð að fá gælunafn :)
Svo komu þær með Rosa Draum, EGILS appelsín, grænan RISA Opal og RISA Tópas! Þannig að núna smjatta ég bara á íslensku nammi... og svo á ég nottla íslenska harðfisk ofan í skúffu (dönunu til mikillar óánægju.... þeir haaaata harðfiskslykt!)

Didda @ 16:32 | |

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli i dag, hann á afmæli hann Grímur Nói. HAAAAANN Á AFMÆLI Í DAAAAAG!! Hann er 1 árs í dag.... ohh nenni ekki meir :)

Síðla kvölds þann 30. október skunduðum við Dorte niður á strætóstöð, ferðinni var heitið til Vejle. Þar röltum við um bæjinn, skruppum á McDonalds og sátum alveg heillengi á strætóstöðinni.... svo fórum við aftur heim!
Ekki tómhentar! Við vorum komnar með tvær feiki fallegar ungar ÍSLENSKAR stúlkur upp á arminn!! Jújú, Arna Rún og Jóhanna voru komnar!
Við komuna urðu mikil fagnaðarlæti, enda langt síðan svo margir meðlimir Laugavallargengisins hafa hist í einu (eða hvað?).
Síðan var ferðinni heitið rakleiðist til Uldum Højskole, þar var mjög kátt á hjalla og flestir (ef ekki allir... nema við) voru orðnir ansi vel drukknir...

Fyrir hádegi á föstudeginum var bara eins og hver annar föstudagur hjá mér... en eftir hádegi, jahh, þða var næu aldeilis glatt á hjalla! Fékk frí eftir hádegi svo við gátum leikið okkur eins mikið og við vildum!
Fyrst var ferðinni haldið til Brandbjerg Højskole þar sem við hittum hana Siggu!
Því miður var dvölin þar ansi stutt, vegna ótíðra ferða strætóins til skólans... en tíminn var ágætlega nýttur og mikið spjallað! Það var mjög mjög gaman að við gátum allar hist, hefði líka verið gaman að hafa Bennu og Höbbu með... en maður fær víst ekki allt sem maður vill... haha :)

Um kvöldið var svo búið að skipuleggja slökun niðri á bar... sem við stöllur höfðum engan sérstakan áhuga á, svo við vorum bara biðum bara rólegar eftir að slökuninni lyki og spjölluðum við hina sem ekki nenntu í þessa fjöldaslökun!
Svo þegar slökuninni lauk drifum við okkur niður á bar... þar blasti við okkur skrítin sjón, gólfið var þakið dýnum.. svo maður hennti sér bara niður í dýnuhauginn og þar lágum við og spjölluðum við fólkið. Flestir, ef ekki allir, voru eitthvað í glasi.... EN EKKI ÉG!
Jóhanna eignaðist aðdáanda, Arna varð Írafáraðdáandi og vildi ólm heyra Írafár hvað eftir annað (ekki að ég kvarti, mér fannst það geggjað!) og ég eignaðist líka aðdáanda.... en hann var mun ómyndarlegri og leiðinlegri en sá sem Jóhanna fékk!
Við vöknuðum bara frekar snemma á laugardeginum... við fórum í morgunmat, ég sýndi þeim restina af skólanum, smávegis af bænum og svo fórum við til Vejle.
Þegar við komum til Vejle urðum við reyndar fyrir smá vonbrigðum þar sem það var verið að loka flestum búðunum, en við héldum að það væri langur laugardagur, eins og á flestum öðrum stöðum í DK... en svo var víst ekki :/
Við samt röltum bara um "hagkaupin" á svæðinu og þær versluðu einhverjar jólagjafir... og Arna keypti sér stærsta bangsa sem sögur fara af... ekkert smá sætur!!! :)
Ekki leið svo á löngu þar til við þurftum að koma okkur svo stelpurnar myndu ná lestinni.... og kveðjustundin hófst... BUHUHU - BUHUHU - BUHUHU ...!!!

Didda @ 13:52 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>