.:The sense of Didda:.

30 október 2004

Ég er á leiðinni í frí - Ég er á leiðinni í frí!!
Ég ætla að skella mér með bróður mínum til Akureyrar... :)
Jónína verður þar líka svo þá verður eflaust gert eitthvað skemmtileg.

Horfi á fyrsta þáttinn af Joey þáttunum í gær. Gæti lofað góðu, var e-ð efins... samt gaman ;)

Jæja, ætla að vekja Úlla minn og skella mér út að sækja nagladekkin mín!

Þar til næst...
Verið hress - borðið kex - klukkan sex!

Didda @ 13:06 | |

29 október 2004

Nú er ég komin með teljara. Jibbí Jei Jibbí. Þökk sé snillingnum í Laugavallagenginu!!!

Didda @ 19:59 | |

25 október 2004

Þetta er þyngsta fall sem ég hef fallið!

Ég var sem sagt að fá fyrstu ritgerðina mína í háskóla til baka.

Mér líður eins og ég hafi fallið niður 12 hæða blokk og lennt á hausnum.
Það er ekkert grín.

Núna væri líklegast best fyrir mig að fara að vinna í engu.
Þarf að skila endubættri ritgerð á föstudaginn.
Veit samt ekki alveg hvernig ég á að bæta það sem er búið að dæma glatað!!!
Meginmálið passar ekki við rannsóknarspurninguna! Þýðir það ekki að ég þarf að skrifa nýtt meginmál? Byrja upp á nýtt á þessa helvítis ritgerð.

Þegar ég kem heim... þá verður sko grenjað! grenjað út í eitt í allan dag og örugglega á morgun líka!

Bless!

Já og í þokkabót þá vaknaði ég með frunsu í morgun! Það hlaut að boða eitthvað slæmt, ég mátti nú vita það!

Didda @ 13:06 | |

24 október 2004

Vel gert Didda!!!

Ég var að koma heim.
Var í bíjói.

Já.
Haldiði að stelpan hafi ekki bara næstum brennt kofan, til kaldra kola!!

Jújú.
Þegar ég kem heim sé ég mér til mikillar skelfingar að það er kveikt á sléttujárninu!

Já.
Það var kveikt!

Og ekki nóg með það.
Það er brunablettu í fína púðanum sem ég vefaði í húsó!!

Þökk sé mér að hafa farið beint heim!
Þökk sé mér ekki að hafa lampann úr samabandi en ekki sléttujárnið.

Góð Didda, Góð!!

....ég bjargaði húsinu og öllum íbúunum frá bruna, frábært! Ég er hetja!! :)

Didda @ 01:58 | |

23 október 2004

I´m Back!!

Netið er komið aftur. Vona að þetta hafi verið einhver asnaleg bilum hjá OgVodafone, því annars skammast ég mín geðveikt fyrir að hafa verið svona dónaleg.
...meira að segja skammaði Úlla (Árna) fyrir að hafa ekki verið dónalegur!!!!

Ég Er ÓtrúLeg!!

En Úlli (Árni) er samt líka soldið skrítinn! Við vorum að horfa á Ron Jeremy myndina... og svo dreymdi hann að hann væri Ron Jeremy!!!

Later!!

Didda @ 17:25 | |

22 október 2004

Þið hafið kannski verið að velta því fyrir ykkur hvort ég hafi dáið. Nei, ég er ekki dáin. En ef internetið heima fer ekki að koma í lag þá gæti ég farið að deyja! Þetta er erfitt líf fyrir fíkil!!!!

//didda komin með fráhvarfseinkenni!

Didda @ 09:59 | |

17 október 2004

Klukkan er 10 og ég var að koma heim.. búin að vera að læra frá því klukkan 10.

Er það heilbrigt?

Alveg búin....

Alveg að sofa...

...sofnuð!

Didda @ 22:07 | |

16 október 2004

Ég elska Árna Johnsen - Ég elska Árna Johnsen - Ég elska Árna Johnsen - Ég elska Árna Johnsen - Ég elska Árna Johnsen - Ég elska Árna Johnsen...!

Jújú, þetta er ekkert grín. Ég elska hann út af lífinu!

Þannig er nefnilega mál með vöxtum að ef Úlli (nýtt gælunafn á manninum mínum.. stytting á Berúlfur) myndir láta afskýra sig Berúlfsnafninu og afneita föðúr sínum (ath. þetta er bara dæmi) og taka upp eftir nafn móður sinnar.. þá héti hann Árni Johnsen!

Þannig að ég elska Árna Johnsen!!!

Didda @ 01:34 | |

13 október 2004

Þar sem mig grunar að flestir þeir sem lesa þessa síðu eru algjörir sveitaplebbar þá ætla ég að deila með ykkur smá lífsreynslusögu...

Þannig er mál með vöxtum að ég var á fyrirlestri í dag. Fyrirlesturinn fjallaði um trúarbrögð og var bara þó nokkuð góður... þar til einn fyrirlesarinn missti algjörlega niður sig buxurnar.
Hún var eitthvað að tala um kirkjusókn og missti svo út úr sér spurningu dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins... "Ég veit nú ekki hvernig þetta er, en úti á dreifbýlinu fara þá allir í kirkju á sunnudögum og bla bla bla..."
Ég hélt ég yrði ekki eldri!! Hvað heldur hún að við séum eiginlega? Heldur hún að við séum eitthvað öðruvísi en annað fólk? Heldur hún virkilega að við séum eins og í fortíð?

Nei, við förum ekkert meira í kirkju en ÞÉTTbýlisbúar. Já, við eigum bíla og kunnum á tölvur!

Hljómaði eins og versta 14 ára gelgja sem hefur aldrei komið út fyrir höfuðborgina..

Kveðja, Ein-að-missa-sig.

Didda @ 15:54 | |

10 október 2004

Ég hef nú aldrei verið talin bráðþroska, frekar andstæðan... Þetta er nú trúlega sönnun fyrir því..!

#1
#2
#3
#4
#5

Didda @ 23:55 | |

Þar sem KANNSKI eru einhverjir að lesa sem þekkja mig ekki, ákvað ég að setja stutta lýsingu af mér hér...

Ég er svolítið skrítin þótt ekki sé ég þroskaheft.
Oft hef ég nú dottið á höfuðið og hefur það sennilega sitt að segja um vitrænar truflanir mínar. Allir í bænum vorkenna mér vegna þessa og er ég orðin svolítið þreytt á því, en nóg um það. Áhugamál mín eru bakstur, þrif og að vaska upp eftir kvöldmatinn.
Ég er oft með bakstur á heilanum og vona ég að þú skiljir það nú.
Ég baka einna helst saltdeig og lummur.
Í lummurnar set ég stundum rúsínur þegar ég er í góðu skapi.

Pæling dagsins:
Afhverju í ósköpunum er rúm á hverfisbarnum? Eða rúm, það er allavegana borð með dýnu. Skil ekki alveg tilganginn þar sem það er engan veginn hægt að liggja upp á þessu (Bibba og Sandy hafa reynt!) og svo er þetta bara ekkert flott í þokkabót!
Búin að setja inn nýjar/GAMLAR myndir á netið :)

Didda @ 23:06 | |

09 október 2004

Í gærkvöld hét ég Bibba, ekki Didda. Didda er eitthvað svo venjulegt.

Fór í bekkjarpartý sem var eiginlega bara soldið skemmtilegt.
Ég fór hamförum í hárinu á Örnu, held hún hafi aldrei verið jafn sæt og hún á alveg örugglega eftir að leita oft til mín í framtíðinni ;)
Fljótlega eftir að ég kom var haldið niður í bæ. Hvað haldaið þið að það kosti að taka leigubíl frá Bústaðavegi og niður í bæ? Við allavegana borguðum ekki mikið. 500 KALL Á MILLI BRJÓSTANNA Á BIBBU! Á leiðinni niður í bæ fékk hann reyndar að hafa tærnar á Maríu út um allt, upp í eyrum og inn í munni...
Bibba er nú alveg kolklikkuð. Hún er ekki í lagi. Hún olli hjónarifrildi og hjónafjaðrafoki. Guð sé lof að ég þekki ekki þessa Bibbu, aldrei að vita hvað hún gæti gert næst!
Vonum bara að rifrildið og hjónafjaðrafokið verði ekki annað en hjónarifrildo og hjónafjaðrafok.
Yfir og út, ætla að gera e-ð.
Myndir eru hér!
(hef samt alveg örugglega pottþétt gleymt einhverju ótrúlega skemmtilegu)

Didda @ 04:10 | |

07 október 2004

Rakst á þessa mynd.. Óli "frændi" hefur pottþétt farið á kostum :)

Je minn, eini! Ég var búin að gleyma velgefnum stúlkum. Þetta er algjör snilld, þó ég segi sjálf frá, mæli með það þið skoðið!! ;)

Didda @ 22:19 | |

06 október 2004

Það er eitt sem mér liggur á hjarta...

Þó svo að mér finnist alveg yndislegt að búa með manninum mínum og í þessari íbúð þá er eitt sem fer svakalega í raugarnar á mér.
Inni á klósetti er ekki neinn klósettrúlluhaldari. Í hvert skipti sem ég fer á klósettið á eftir eiginmanninum þá er klósettrúllan alltaf einhversstaðar lengst í burtu frá klósettinu. Það er eins og maðurinn minn skilji ekki að ég nota klósettpappír í hvert skipti sem ég fer á klósettið... Óþolandi að sitja kannski á klósettinu og þurfa svo kannski að standa upp og teygja sig í klósettpappír!!!!!

Þetta var nú allt og "sumt"! :)

Didda @ 20:10 | |

05 október 2004

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli, hún Freydís
Hún á afmæli í dag!!

:)

Didda @ 23:33 | |

02 október 2004

Je dúdda mía!!
Ég hleypi manninum mínum á djammið - án mín...
og hann fær bara fullt af einhverjum ástarleikjatilboðum!

Honum bent á að fara í kringluna að hitta Þórunni belju því hún sé búin að vera að horfa á hann allt kvöldið!!

Eitt er víst að ég mun aldrei hleypa manninum mínum aftur á tölvuleikjasýningu! -já, þetta var á tölvuleikjasýningu sem hann fékk öll þessi tilboð!!!

Tvennt er víst að hann fær aldrei að fara í kringluna -hann gæti rekist á Þórunni belju.

Þrennt er víst að ég ætla alltaf að hafa það mjög greinilegt að við erum hamingjusamlega gift þegar við förum út að meðal manna. -sem verður ekki oft því ég ætla ekki að láta stela honum, við verðum bara heima!

Didda @ 13:52 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>