.:The sense of Didda:. | |||||||||||||||||||||||
30 apríl 2005 Í fréttum er þetta helst... það var keyrt á bílinn minn og hann er illa skaddaður!!allir sluppu heilir en eigandinn situr eftir með aumt hjarta og syrgir.
28 apríl 2005 Ég gleymdi einum parti sögunnar...Þegar við erum nýkomin inn í bæinn og á leið heim hringir pabbi í símann hjá Árna.. Þá hafði pabbi hringt heim til hans og fengið númerið þar!!! Sagan er sko ekki lengi að fara á milli bæja í sveitinni ;) Ég og minn maður höfum verið í hamingjusömu sambandi í þónokkurn tíma. Samband þetta átti sér nokkuð langa forsögu áður en það varð að sambandi. Magar þessar sögur er sprenghlægilegar ... þó þær hafi kannski ekki verið skemmtilegar þá. Það var einu sinni að við Sigrún skelltum okkur á ball. Ballið var eflaust bráðskemmtilegt og ég hef örugglega skemmt mér vel.. en einhversstaðar á milli balls og ballloka snúast leiðir og ég enda uppi í sveit og uppi í rúmi hjá Árna nokkrum Berúlfi (ekkert ósiðlegt)... en förum ekki nánar út í það. Jæja, þegar prinsinn skutlaði mér heim tók ég eftir því að ég var með u.þ.b. 30 missed calls á símanum mínu!!! Fljótlega hringir síminn og það er Sigrún og segir hún mér frá því að hún hafi fengið undarlegt símtal snemma um morguninn... frá pabba mínum!!!! Jújú, þá hafði pabbi minn hringt og verið að leita að mér!!! Sigrún segir að sjálfsögðu: ég veit ekki með sinni sakleysu röddu, en bendir þó á Siggu Fanney. Það líður svo ekki á löngu þar til ég heyri í Siggu og hún segir mér að hún hafi fengið undarlegt símtal snemma morgun frá pabba mínum!!!! Eða öllu heldur mamma hennar því hún var sofandi.. Karl faðir minn bað þá mömmu Siggu að spurja hana hvort hún viti um litlu dóttur hans.. Sigga er svo hreinskilin að hún segir bara: örugglega hjá Árna Berúlfi og því er skilað til pabba..! Ég tek það fram að þarna var ég 20 ára og að verða 21! Finnst það algjör snilld að pabbi hringi út um allan bæ til þess að leita að mér vegna þess að ég kom ekki heim eftir ball. En náttúrulega... ég hefði getað verið mjög drukkin (sem ég er aldrei) og dottið ofan í tjörnina, aldrei að vita! Finnst það fyndið að áður en ég er vöknuð veit fullt fullt af fólki að ég kom ekki heim um nóttina... ætli margir hafi þurft að hugsa eins mikið og pabbi til að fatta hvað væri að ske.. hehe Þennan dag var allt frekar vandræðilegt á milli okkar pabba og hann bað mig vinsamlegast um að láta vita næst þegar ég ákvæði að sofa annars staðar en heima!! Var að rifja þetta upp í gær og finnst þetta bara svooooo fyndið og varð að deila því mér ykkur!!! :)
25 apríl 2005 Uhm... ÆÐI
20 apríl 2005 Ég ætla að breyta aðeins út af vananum og blogga...!Ég er komin með vinnu. Við hjónin erum svo lánsöm að við fengum bæði vinnu við það sem við erum að læra, sem er það sem okkur langaði mest... (Hraðbúð Esso - Nei takk!) einmaðurinn fékk vinnu hjá Onnó og eiginkonan fékk vinnu á Vinaminni, sem er leikskólinn sem ég er á í vettvangsnámi. Þannig að við hjónin verðum í Borg nauðgara og glæpamanna í sumar. Eins gott að Jóhanna fái vinnu í álverinu..! Því annars á María eftir að fá nóg að mér, Jónína á eftir að forðast mig og Hófí fær sér örugglega nýtt símanúmer!!! Neeeeema... ég get náttúrulega splundrað sambandi Maríu og Mannsins hennar og gifst henni (ekki eins og okkur hafi ekki dreymt um hjónaband) þá getur hún ekki fengið nóg af mér! Svo get komið Jónínu saman við einhvern sem ég þekki því þá getur hún ekki forðast mig!! Og auðvitað get ég fundið kall handa Hófí og komið mér í mjúkinn hjá foreldrum hennar... Þá mun ég alltaf komast að nýja símanúmerinu!!! :) Ekki datt mér í hug að ég væri svona úrræðagóð!!! ;) Hilsen, Didda
17 apríl 2005 ![]() Nýja áhugamálið okkar skötuhjúa! ![]()
16 apríl 2005 Jæja jæja... tími kominn á blogg?Vettvangsnámið í fullum gangi og á hu.. tíma minn allan.. Veit ekki alveg hvernig strafsfólkinu á leikskólanum líkar við mig... en það hefur tvisvar komið fyrir að ég hef verið læst inni í skáp! Veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu...
08 apríl 2005 Þetta er snilld! :)
06 apríl 2005 ![]() You are a Go-Go Girl! Yay you! What kind of Sixties Person are you? brought to you by Quizilla Ég skil ekki afhverju ég prumpa svona mikið
02 apríl 2005 Óskilamunir!!!![]() Það var nú tími til kominn að hún Sigríður tæki til hendinni og lagaði til í fataskápnum á heimilinu. Það margt sem þurfti að laga til svo sem, það sem mest kom á óvart var hve allt var þar sem það átti ekki að vera! Konan lagaði og lagaði til og beið eftir einhverju spennandi. Finnur konan þá ekki kvenmannsjakka sem hún kannast ekkert við inni í skáp! Það fyrsta sem henni datt í hug var: "Ég vissi ekki að viðhaldið hans Árna, væri svona mikil kelling!". Ætlaði sko ærlega að taka karlinn í gegn, það gengur nú ekki að hann sé að bera þessi viðhöld í mitt rúm!! Svo kemur karlinn og hann kannast ekki við neitt, eða allavega segist ekki kannast við neitt! Mikið hefur verið spáð í því hver í andsk.. á þennan jakka!!! Ef þú átt hann og hefur saknað hans... þá eeeendilega vitjaðu hans í Hraunbæ 32. Gruna þó sterklega Sif, þetta er soldið hennar stíll!!!
|
Didda... Já! Ég er líka gröð!!!!! Gestabók Fræga fólkið Arna Photo Ómissandi Velgefnar Stúlkur spakmæli Hvar er slátrið?!! gamalt og "gott" febrúar 2003 |