.:The sense of Didda:. | |
31 mars 2006 sætur að hlusta á kiðlingana sjö
Ég var að finna gamlar myndir ...those were the days... ...ahh good days... Ég vil benda ykkur að kíkja inn á bloggið hjá þórunni systir! www.bondakonan.blogdrive.com Þetta er sláandi!!
30 mars 2006 Þar sem ég var hætt að sjá út um rúðurnar á bílnum mínum þá ákvað ég að þrífa hann.Ég veit ekki hvort ég var meira pirruð yfir því að hafa byrjað að þrífa hann (því ég get nú ekki hætt með hálfþrifinn bíl) eða að ég hafi bara þrifið hann einu sinni áður í vetur! En allavega þá er bíllinn minn hvítur, ekki grár! Ég var búin að steingleyma því!! Hann er líka glansandi en ekki mattur!! Ég er alltaf að komast að einhverju nýju!
27 mars 2006 Komnar inn myndir frá laugardagskveldinu. Það gerðist ýmislegt mis-skemmtilegt Ég og vinkona Maríu þurftum tildæmi að þykjast vera kærustur til þess að reyna að losna við einhvern gaur - hann ætlaði sko að taka okkur báðar heim! Hann var ekki alveg að kaupa það að við værum kærustur... svo maría heimtaði að við myndum kyssast. Já, ok... hann kannski trúði því smá þá en allavega þá fannst honum þetta bara meira spennandi þá! Ég var peningalaus, inneignarlaus, karlmannslaus og allslaus - yndislegt líf!! En ég á bestu vini í heima sem eiga frábæra vini sem lána mér pening svo ég komist heim! Takk Takk! Svo eru sumir sem fíla mig misvel - þeir geta bara farið, ég fer ekki fet!! ;) Tvær fyndnustu myndir sem ég hef séð lengi... haha ![]()
Oh so crazy!! Eins og flestir vita þá verð ég pínu kreisí með víni og til í (næstum) allt! Í nótt fékk ég mér tattoo! Það var pínu sárt og maría blés á til að reyna að minnka kvalirnar Þetta er eitthvað sem ég held ég leggi ekki í aftur.
25 mars 2006 i think i´m in luv! &
24 mars 2006 Nú er það orðið slæmt! Ég fór út í búð með 400 kallinn minn og ætlaði að versla fyrir heimilið. Ég hugsaði ekki alveg nógu langt og eyddi næstum því 200 kalli í tómatsósu. Tómatsósan er vissulega ómissandi með flestum mat.. en það eru kannski ekkert svo rosalega góð kaup þegar maður kemur heim og sér að það eru bara 2 brauðsneiðar eftir og 1 skinkusneið.Matseðill kvöldsins er því svohljóðandi: ostur, tómatsósa, papríka og mjólk. Það þýðir ekki að gráta Björn Bónda, heldur bíta á jaxlinn og leita lausna!! Ég þurfti ekki að gráta lengi, því fljótlega eftir að tárinn fóru að renna fann ég gróðavæna lausn á vandanum! Nú, á morgun er boðið til afmælis á skemmtistað einum í borginni. Ég geri ráð fyrir að þar verði múgur og margmenni (eins og er reyndar ávallt í kringum mig). Ég bjó því til drög að verðskrá fyrir kvöldið. En þetta er allt með fyrirvara um breytingar. Verðskrá:
Að Erlu mati er þetta allt of ódýrt. Hún heldur því statt og stöðugt fram að einnar nætur gaman með mér sé virði 25.000 krónur. En auðvitað er það vegna þess að hún þekkir það af eigin reynslu hversu dásamleg ég er í rúminu. Áhugasamir endilega hafið samband við mig í síma eða gegnum tölvuna. Tímabóknir munu hefjast um leið og þetta verður birt. Með von um ánægjuleg viðskipti á tímabilinu sem er að byrja, Didda.
22 mars 2006 Í dag ætlaði ég mér að klára það sem eftir var af verkefniniu mínu. Á meðan ég er búin að eiga að vera læra er ég búin að mála þrjár myndir, laga til, þvo þvott og horfa á sjónvarpið... Þó ég sé búin að vera ofsalega dugleg þá gerist ekki neitt í verkefninu, hvur skollinn!!Ég gleymdi líka alveg að hugsa um verkefnið og var að hugsa um eitthvað allt allt annað. Ég var að hugsa um það þegar við Sigrún keyrðum alla leið upp í grafarvog til þess eins að fá heftara - og þegar við vorum komnar alla þessa leið þá vantaði hefti í heftarann!! Þegar ég og Þórunn ákváðum að príla upp á svalir hjá Sigrúnu.. með þeim afleiðingum að Sigrún kom dauðhrædd út á svalir með vodka flösku í hendinni. Ekki til að bjóða okkur... nei nei, til að berja okkur með!! Og þegar ég var að fara heim úr skólanum. Opnaði bílinn á planinu, andvarpaði og bölvaði þegar ég sá allt draslið í honum.. ákveð þó að taka saman ruslið og henda því - rosa dugleg! Jæja, þegar ég er búin að henda ruslinu og ætla að koma mér í bílinn þekkti ég mig ekki alveg... Enda búin að vera að taka til í vitlausum bíl!! Ekki er öll vitleysan eins!
17 mars 2006 álfar.... álfar... álfar... mig meira að segja dreymir álfa!Ég er búin að vera með álfa þema á leikskólanum, svo líf mitt hefur snúist um álfa síðustu 7 vikur. Þessa mynd tók ég af einu barni sem er á deildinni sem ég var á. Er þetta kannski álfur? ![]()
14 mars 2006 Það var body-paint-dagur í gær ég fékk æðissla flott tattoo!!
13 mars 2006 Heita vatnið er búið á Egilsstöðum... en samt einhverra hluta vegna fór ég í sturtu!!Hef stundum heyrt að það sé hressandi að fara í kalda sturtu. Herre gud!! Þetta var sko ekki hressandi! Þetta verður ekki prófað aftur. birrrburrrbirrr kakakakaaaalt!! ein létt í lok dagsins: afhverju heitir heita vatnið heita vatnið?
09 mars 2006 Afhverju geta karlmenn ekki klætt sig í buxur áður en þeir koma til dyra?Mín hefði verið ánægjan ef það hefði komið myndarlegur ungur maður á nærunum til dyra. Neibb, þetta var gamall viðbjóðslegur kall sem ásótti mig í Esso í denn. Hann hefur eflaust séð mig út um gluggann og stokkið úr buxunum ... fundist þetta tilvalinn tími til að sýna mér loðnar geirurnar í gegnum gatslitnann nærbolinn. Grrr... scooooo sexy!! Annars auglýsi ég eftir húsnæði næsta vetur og kannski sumar. Þeir sem vilja borga leigu vinsamlegast hafið samband. Didda - ávalt kát!
08 mars 2006 Þá er það komið á hreint.Mig langar ekki að vera leikskólakennari. Ó-Nei!! Ætla nú samt að klára þetta nám, en svo ekki söguna meir!! Fór að hjálpa pabba mínum að lesa af rafmagninu í gærkveldi... og ég var ekki lengi að sjá að sú vinna hentar mér mikið betur en leikskólavinna. Og örugglega betur borguð líka. Og örugglega meiri þakklæti. Jæja, ég allavega veit hvað ég vil ekki - þó ég sé ekki alltaf með það á hreinu hvað ég vil ;)
06 mars 2006 Mig langar í hamingju og heimsreisu - h&h. Þá er bara að kaupa heimsreisuna og hamingjan fylgir með... eða öfugt :)
Ég hata þegar ég fæ ekki það sem ég vil Og ég fæ ekki það sem ég vil Ég er ósátt og verð það þar til ég verð sátt!
05 mars 2006 Hér getið þið sagt mér hvernig persónuleiki ég er!! Endilega gerið! ;)
ÚBBS!! Það duttu allir út af msninu mínu svo þeir sem vilja þekkja mig er bent á að tala við mig svo ég geti addað þeim inn aftur :)
01 mars 2006 Öskudagur ![]() Upp er runninn öskudagur Ákaflega skýr og fagur Einn með poka ekki ragur Úti vappar heims um ból Góðan daginn og gleðileg jól Úmbarassa, úmbarassa, Úmbarassa, sa Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassa, sa HEY! ------ Á öskudegi er skilda að vera í búningi... og auðvitað fer ég eftir reglum! Var að sjálfsögðu laaaaaaaaaaang flottust ;) ------ Það er náttúrulega bara snilld þegar 5 ára barn gengur upp að manni og segir háum rómi: Hey þú ógeðslega töff ég er að tala við þig!
segist síðan vera að fara að kúka og biður mig vinsamlegast að skeina sér!
|
Didda... Já! Ég er líka gröð!!!!! Gestabók Fræga fólkið Arna Photo Ómissandi Velgefnar Stúlkur spakmæli Hvar er slátrið?!! gamalt og "gott" febrúar 2003 |