.:The sense of Didda:.

27 september 2006

Hver vill komá dei-eit? - Hver vill komá dei-eit?

Ég vann, ég vann, ég vann, ég vann!!!!
Jibbí jei jei jibbí jibbí jó! Jibbí jei jei jibbí jibbí jó! Jibbí jei jei jibbí jibbí jó!
Ég vann, ég vann, ég vann, ég vann!!!!

Vann út að borða fyrir 2 á verði fyrir 1 á Papinos Pizza. Svo ef ÞÚ vilt bjóða mér á deit þá er ég mjög mjög ódýr og þú þarft einungis að borga fyrir sjálfan þig ;)

-----------------------
Ég vænti þess að ég þurfi ekki að taka það fram að tilboðið gildir einungis fyrir karlmenn.

Didda @ 08:50 | |

22 september 2006

Ég læstist einu sinni inni í Alþingishúsinu.

Var síðan bara beðin pent um að koma mér út... út um bakdyrnar!!!

Vildi bara deila þessu með ykkur.
Ykkur að segja þá var ég allsgáð.



P.s. leitin ógurlega sem hefur fengið nafnið Karlmaður handa Diddu stendur ennþá yfir. Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa samband við Örnu, en hún hefur tekið að sé að kanna úthald áhugasamra áður en lengra verður haldið. (Hún fær sko að vinna upp fyrir fyrri mistök!) ;)

Didda @ 01:14 | |

20 september 2006

Þar sem þið virðist hafa gaman af því að heyra klaufasögur af mér þá hef ég ákveðið að bæta einni við í safnið.
Eins og þið flest vitið þá var ég að flytja inn í eina alveg afskaplega fallega splunku nýja íbúð Jibbí!! Allavega, ég er voða ánægð með mig fyrsta daginn minn í íbúðinni... komin með nýtt rúm og sjálfboðaliða sem var vel til þess fallinn að máta rúmið með mér. Þar sem þetta var nýtt rúm þá ætlaði ég ekkert að vera að tvínóna neitt við þetta og skellti mér bara snemma í bólið (já eða við) svaf vel og allt gekk eins og í sögu.

Daginn eftir kynnist í nýja nágrannanum mínum. Ungur herramaður sem virtist bara alveg ágætur. Hann talar eitthvað við mig og ég við hann og þannig gengur það áfram í smá stund. Svo kemur að því að ég ákveð að fara að hypja mig inn í hús. Heyrist þá ekki í kauða: Heyrðu, meðan ég man... Í gær þegar ég fór út að reykja þá sá ég að þegar maður stendur út á svölum þá blasir rúmið þitt við mér!!!!!! Ég reyni að vera voðalega afslöppuð en það eina sem ég næ að hugsa er: FOKK!!!!! Svo bætir hann við: Já, ég held þú verðir að fá þér gardínur... annars á ég allavega aldrei eftir að ná strákunum inn af svölunum. Ég reyni ennþá að vera voða afslöppuð og eins og mér finnist þetta voða fyndið og gæti ekki verið meira sama. En það eina sem ég get hugsað er: FOKKINGS FOKK!!!!

Þess má geta að gardínurnar voru komnar upp fyrir kvöldið.

Didda @ 08:39 | |

04 september 2006

Vegna fjölda áskorana þá hef ég ákveðið að setja svosem eina færslu hér inn á þetta blogg, í dag allavega :)
Það er úr miklu að velja þegar um kjána og vitleysing eins og mig er um að ræða. Fjöldinn allur af skandelans sögum sem flest hverjar stíga ekki í vitið eða eru bara alls ekki prenthæfar.

Eins og þegar ég ákvað að bregða mér af bæ og skella mér upp í Rauðholt til systur minnar hennar Þórunnar í sumar. Ég var ekki einu sinni komin út í Eiða þegar ég sé helvítis hjólkoppinn af bílnum mínum skjótast af og rúlla þarna á götunni. "Andskotinn" hugsaði ég með mér, stöðvaði bílinn og fór út að leita. Sökum leti þá nennti ég ekki að leita lengi því mér var skítkalt og auðvitað húðlöt. Ákvað því að koppinn skildi ég finna seinna og hélt ferð minni áfram útí sveit. Ekki stoppaði ég svo á baka leiðinni til þess að leita að koppnum, nei ég nennti því sko ekki. Samviskan nagaði mig og ég var orðin frekar pirruð út í mig að hafa glatað þessum kopp, bara vegna letinnar í sjálfri mér.
Það er ekki fyrr en nokkrum dögum (já ef ekki vikum) seinna að ég fatta að ég er ekki með hjólkoppa á bílnum mínum!!!!!!

Síðasti dagurinn í vinnunni minni var á föstudaginn síðasta. Ég hafði svona með öðru verið pínu spennt að loksins hætta og geta farið suður og byrjað í skólanum. Á leikskólanum hefur t.d. bara verið eitt starfsmannaklósett svo það lá við að það væri biðröð á klósettið, þar til í síðustu viku þegar bætt var við öðru starfsmanna klósetti á öðrum stað í húsinu. Ég hafði nú lítið spáð í þessum klósettleysi eða nýja klósettinu... Þar til á föstudaginn síðasta!! Þegar ég var komin heim og búin að meðtaka það að ég væri hætt að vinna hjá fallegu fallegu fallegu börnunum mínum þá kom áfallið: ÉG VAR EKKI EINU SINNI BÚIN AÐ PRÓFA NÝJA KLÓSETTIÐ!! Eins og ég hafi einhverntíman hugsað svona áður!!!

Já, ekki er öll vitleysan eins!!!!

Didda @ 21:52 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>