.:The sense of Didda:. | |
27 september 2007 Raunasaga úr sveitinni!Ímyndið ykkur að þið séuð ég og að ég sé að reyna að siða nokkra villinga til meðan ein lítil skotta er að knúsa mig. Það er frekar mikill hávaði í stofunni og ég (þú) á erfitt með að greina hvað stelpan litla er að segja við mig (þig). Ekki er það til að bæta ástandið að hún talar mjög lágt og óskýrt. Eftir að vera búin að hváa nokkuð oft þá enda ég (þú) með að gefa henni svarið sem ég (þú) held hún sé að bíða eftir, ég (þú) segi bara "já" og brosi mínu (þínu) blíðasta. Allt ætlar um koll að keyra sökum hávaðasamra barna... en loksins heyri ég (þú) hvað stelpan segir. Um leið og hún strýkur magann minn (þinn) heyrist í henni "litla barn, litla barn"!!!! Það má lesa úr augum hennar hvað hún er hrikalega spennt yfir litla bumbubúanum mínum (þínum)!!!! Ekki nóg með að ég (þú) hafi verið spurð að þessu.... heldur bíður mín (þín) kynningarpakki frá herbalife í forstofunni þegar ég (þú) kem heim þreytt eftir vinnu!!!! Hvað gerir þú þá?? jú jú, þú (ég) tekur þessu á léttu nótunum, brosir og ferð að sofa. Daginn eftir opnar þú (ég) herbalifeprufupakkann, færð þér sheik og hleypur í vinnuna. Nei þú (ég) ert ekki með barn í maganum!!! ;) Leikskólinn er draumavinnan... Lætur þig (mig) hunskast til að gera eitthvað í þínum (mínum) málum! ;)
09 september 2007 Þá er ég flutt heim í heiðardalinn.Byrjaði fyrsta laugardagskvöldið mitt á stelpukvöldi. Það var horft á landsleikinn, talað um flugvélar, hurða/dyr og eitthvað annað álíka strákalegt eins og að bolta eitthvað niður. Mér var boðið í sleik, sem ég átti engan veginn von á hér á egilsst... en ég hafnaði!!! ótrúlegt en satt! Vildi bara minna ykkur á mig. ![]()
|
Didda... Já! Ég er líka gröð!!!!! Gestabók Fræga fólkið Arna Photo Ómissandi Velgefnar Stúlkur spakmæli Hvar er slátrið?!! gamalt og "gott" febrúar 2003 |