.:The sense of Didda:.

23 október 2007

Vegna þess að ég hef "ekkert" að gera þá ákvað ég skrifa eitthvað klukk-blogg, því ég var klukkuð fyrir svona nokkrum mánuðum!!

  1. Þegar ég fer á klósettið finnst mér rosalega gott að tala í símann. Öðrum væntanlega til mikillar gleði og ánægju. Á það meira að segja til að fara sérstaklega á klósettið þegar það er hringt í mig, bara vegna þess að mér finnst það þægilegt. Kannski það sé vegna þess að það virkar slakandi á mig, veit ekki!! Ef ég er ekki að tala við neinn í símann þá á ég það gjarnan til að taka tölvuna með mér, en það verður vanalega til þess að ég er mjög lengi á klósettinu. Þetta er samt ekki í hvert sinn sem ég fer á klósettið, bara svona annað hvert! haha

  2. Ég er ótrúlega myrkfælin. En bara þegar ég er ein. Fæ alltaf smá ónota tilfinningu þegar eitthvað "nýtt" fólk veit hvað ég á heima. En þá aðallega vegna þess að ég er orðin frekar vön því að búa ein. Til dæmis áðan þá sat ég í makindum mínum í tölvunni í "íbúðinni minni" og sá að einhver var að lýsa rauðu ljósi inn um gluggann hjá mér. Það var semsagt svona rauður punktur á ferð og flugi um vegginn hjá mér. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Holy fuckin moly...! Ég er skotmark!!!!!

  3. Ég á það oft til að segja það sem ég á ekki að segja. Mismæla mig, stama, roðna eða segja bara alls ekki neitt þegar ég er í aðstæðum þegar sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að mér að vera. En oftast segi ég bara eitthvað sem ég á alls ekki að segja eða er alls ekki við hæfi. Einu sinni var ég í partýi með vinkonu minni og við erum að ræða við gestgjafann og ég segi: já, ég man eftir því þegar hún þoldi þig ekki! Og benti á vinkonu mína!! Þetta féll ekki alveg í kramið því viðmælandinn vissi ekki að þessi gestgjafi hafi einhverntímann farið í taugarnar á henni. Þarna var vinkona mín ekki lengi að gefa mér smá spark í rassinn og einhvernveginn fannst mér ég verða að redda þessu. Þannig að ég stamaði, roðnaði, mismælti mig og gerði þetta ennþá meira kjánalegt svo ég ákvað að segja bara EKKI NEITT!!

  4. Mér er mjög oft mjöööög illt í maganum. Þá er oft um að gera að prófa að skella sér á klósstið. Ég bjó einu sinni með Sigrúnu vinkonu minni og var þar mjög þunnt í veggjunum. Þegar ég er nýsest niður og átta mig á hverju er við að búast heyrir Sigrún mig garga frekar hátt: HÆKKAÐU Í ÚTVARPINU, NÚÚÚÚÚÚNA!! Seinna fórum við síðan að spá hvort að fólkið í næstu íbúð hefði ekki líka verið með á hreinu hvað væri í gangi!!
    Þetta hefur gerst oftar en einu sinni og hefur Jenny líka fengið að heyra þessa bón frá mér.

  5. Ég hef bara einu sinni farið í sónar. Það var ekki vegna þess að ég var að skoða lítið barna. Það var vegna þess að það var verið að leita að nýrnasteinunum sem aldrei fundust. Ég reyndist vera með sýkingu í nýrunum. Það komst í ljós eftir að ég hafði fyrst verið greind með ristilstíflu - og að læknisráði þá búin að troða mig út af microlax, huggó!! Og því næst verið greind með nýrnasteina. Þá var ég einungis búin að vera sárkvalin í svona rúmlega sólarhring. En jæja, ég var þó allavega með hreinustu þarmana á svæðinu eftir þetta!!
Þetta tók ótrúlega á og ég vona að þú hafir notið vel. Þekkir mig örugglega mikið betur núna og líður ábyggilega vel!

Didda @ 22:28 | |

17 október 2007

Við Merete skrubbum á barinn um helgina. Pepe´s er góður staður og Pepe er orðinn vinur okkar!
Það fyrsta sem Merete segir þegar við komum inn á barinn er: "það eru bara útlendingar hérna!" og það fyrsta og eina sem ég gat sagt var "Merete, þú ert útlendingur!!"

Didda @ 22:59 | |

Stjörnumerkin eftir að kynlífi lýkur....

Hrútur: "Ok , gerum það aftur!?"
Naut: "Ég er svangur / svöng--- pöntum pizzu"
Tvíburi: "Veistu hvar fjarstýringin er?"
Krabbi: "Hvenær giftum við okkur??"
Ljón: "Var ég ekki frábær??"
Meyja: "Ég verð að þvo rúmfötin?"
Vog: "Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka"
Sporðdreki: "Ég ætti kannski að tengjast þér?"

Bogamaður: Ekki hringja í mig-ég hringi í þig. Steingeit: "Áttu nafnspjald?"
Vatnsberi: "Gerum það núna í engum fötum!"
Fiskur: "Hvað sagðist þú annars heita?"


Ég alveg á mörkunum að vera í næsta merki við, bara einn dagur... held ljónið passi betur við mig ;)

Didda @ 22:46 | |

12 október 2007

Mig langar að djamma!!!

Didda @ 00:00 | |

11 október 2007

Ég fór suður á bóginn síðustu helgi í slagtogi með Merete.
Ferðin suður gekk rosalega vel, vorum komin á hæfilegum tíma fyrir mig til að byrja að sulla svo ég gæti verið skidefuld... eins og mér einni er lagið.
Ég gerði fullt af skandölum í borginni sem ég ætla ekki að fara með hér.

Allavega. Á leiðinni suður fórum við að heyra skrítið hljóð í vélinni á Öxi. Við veltum okkur ekki meir upp úr því þar sem við erum kvenmenn. Við komumst síðar að því að hljóðið var vegna þess bílinn var olíulaus!!! Er þetta ekki í verkahring karlanna að ganga úr skugga um að bíllinn sé ökufær áður en lagt er af stað í langferð? Við vorum því búnar að keyra frá Öxi til Reykjavíkur olíulausar!!!!
Í Freysnesi á heimleið er ákveðið að vera samviskusamar og tékka á olíunni. Massar sko! Nema hvað, við komum pinnanum ekki í gatið!! búnar að reyna í svona 10 mín þegar við sjáum að flutningabílstjórinn er að leggja í hann. Þá getum við ekki annað en veifað til hans um aðstoð. Haldiði ekki að hann sé svona lík þrælhuggulegur og við breytumst í læður á breimi! Kynþokkinn tekur pinnan og stingur honum í. Jájá, hann þurfti ekki einu sinni tilhlaup eða neitt, bara small eins og flís við rass.

Restin af ferðinni var soldið erfið þar sem liðið var langt á nótt... það reddaði okkur bara að við þurftum alltaf að vera að þurfa af okkur kjánalegt smástelpuglott og slef af tilhugsun um Kynþokkann.

Þegar við komum heim og farnar að vinna daginn eftir fórum við að rifja ævintýrið upp. Þegar við vorum að tékka olíuna og svona. Nema hvað þá föttuðum við hvað við vorum ótrúlega gáfulegar að tékka olíu um miðja nótt og brasa við að setja pinnan í og svona... og við vorum ekki einu sinni með olíu til áfyllingar EF það hefði vantað á!!!!!! Tilgangurinn með að athuga olíuna var því ekki mikill hahahhaa!!!!

Við og bílar erum eins og olía og vatn!!!! engin samleið!!

En um helgina fór Merete á hundasýningu en Didda var að skoða stráka. Hvort hljómar betur? ;)

Didda @ 23:36 | |

02 október 2007

Jæja, kæru vinir og samstarfsfólk

Ég hef ákveðið að vera sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum. Minn
vinnustaður verður á neyðarhjálparskipi.

Þetta er algjörlega ólaunuð vinna !!!

Ég ætla bara að fylgja hjarta mínu og gera það sem mig lengi hefur dreymt um.
Og þrátt fyrir að ég verði í stríðshjáðum löndum er ég viss um að ég
hef valið rétt.

Ég get varla beðið eftir að leggja af stað, en það verður 26.desember.
Þið getið séð nýja vinnustaðinn á myndinni hér fyrir neðan :-)

Með fyrirfram söknuði,
Sigríður Harpa Benediktsdóttir

Didda @ 16:58 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>