.:The sense of Didda:. | |||||||
19 nóvember 2007 Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel….getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins. Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa. Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins. Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur. Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.
12 nóvember 2007 Loksins kom fólk í bæinn sem ég þekkiVúhú!! Að því tilefni var ákveðin að hella í sig óhemju miklu magni áfengis. Ekki það að ég þurfi tilefni til þess. Þessi helgi var náttúrulega bara snilld!! Á föstudaginn fórum við sigrún, sigrún, heiðdís og smári á herpes (pepes) og skemmtum okkur með besta móti. Enduðum allar með herra, nema heiðdís. Sigrún svindlaði náttúrulega aðeins því hún var þegar búin að næla sér í smára.. ![]() ![]() ![]() Ég held það geti samt enginn neitað því að síðasta parið er lang efnilegast.. þó svo ég hafi verið sú eina sem fór án herra heim í hús. Á laugardaginn brunuðum við svo á neskaupstað þar sem við elduðum góðan mat, drukkum ótæpilega, fórum á rokkshow og ball. Þetta er helgi sem seint gleymist. Héldum tískusýningu á ganginum, ormakapphlaup, jumpfit og sumir ákváðu að renna sér niður brekkuna fyrir framan egilsbúð (SJÖ SINNUM) hahaha!!
06 nóvember 2007
|
Didda... Já! Ég er líka gröð!!!!! Gestabók Fræga fólkið Arna Photo Ómissandi Velgefnar Stúlkur spakmæli Hvar er slátrið?!! gamalt og "gott" febrúar 2003 |