.:The sense of Didda:.

02 febrúar 2004

Þrátt fyrir að vera ekki búin að hripa niður einn einasta staf á þessu ári.. þá held ég (og vona ég) að engum hafi orðið meint af. Þetta er þó ekki einungis leti því margt hefur á daga mína drifið, svo sem vinna í hraðbúð og ýmislegt fleira sem tengist vinnu í hraðbúð (and that is a lot... hmm).

Ég er nú eiginlega búin að vera í andlegu og líkamlegu sjokki núna undanfarið þar sem fullt af misjafnlega skemmtilegum og óvæntum atburðum hafa átt sér stað í mínu atburðaríka lífi, og sem dæmi má nefna...

...ein besta vinkona mín ákvað að koma út úr skápnum, öllum að óvörum. En það er nú allt í lagi þar sem ég hef enga fordóma fyrir skrítnu fólki.
--Hef reyndar enga ástæðu til þess þar sem ég er stórskrítin sjálf, eða er það ekki?
...ég var hund og húðskömmuð af einhverjum karlskaufa í vinnunni í daginn vegna þess að ég stækkaði ostana.
--Ég bara get ekki minnkað ostinn...!!!!
...kærastinn minn var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn á stóra Sandfelli, í Skriðdalnum og Egilsstöðum öllum, sem er náttúrulega ekki skrítið.
--Þessi kosning kom mér algjörlega af óvörum og ég vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga... svo ég lét mig bara falla í faðm hans.
...ég frétti mér til mikillar undrunar að ég væri algjör tík.
--Didda? Tíka? Ég? Tík? Hvað hélduð þið eiginlega að ég væri?
...einn af mínum bráðskemmtilegu samstarfsmönnum hefur átt í ströngu frá því ég steig fæti mínum inn í hraðbúðina eftir danmerkur ævintýri. Hann situr nú sveittur á hverjum degi og finnur nöfn á litlu sætu ófæddu börnin mín. Útkomurnar eru misjafnar en þetta er þau sem þykja standa upp úr, að mínu mati: Benni Nonni (Benedikt Jón), Benni Nonni Sandfell (af því það er sko svo norskt.. hmm), Nonni Benni (Jón Benedikt), Jóna Berit, Nonni Guji (þið vitið... Benni Guji), en athugið, þetta eru aðeins bestu hugmyndirnar enn sem komið er.
--Hvað heldur fólk eiginlega að ég sé... koma með fullt af glötuðum hugmyndum! Auðvitað féll ég strax fyrir fyrstu tillögunni, Benni Nonni. Er eitthvað sem toppar það?
...alveg frá því ég byrjaði í menntaskóla þá var sagt “þú klárar menntaskólann og svo geturu gert hvað sem þú vilt”. Jæja nú er ein önn síðan ég kláraði menntaskólann og sú önnur nýbyrjuð, hvað haldiði að hafi verið sagt við mig um daginn? “viltu ekki athuga hvort þú getir ekki tekið einhverja aukaáfanga í menntaskólanum?”.
--Afhverju heldur fólk að ég hafi klárað menntaskólann? Jú einmitt, til að vera búin með hann!!!
...ég frétti mér til mikillar undrunar/skelfingar að kærastinn minn væri heitasti piparsveinninn í bænum
--Nema bara að hann er ekki piparsveinn!
...ég hef verið með hræðilegan sjúkdóm núna upp á síðkastið, sem reyndar sem BETUR FER hefur verið að ganga til baka núna upp á síðkastið, ég rek við görsamlega stanslaust!!
--Ég bara get ekkert að þessu gert! *Prrrruuuuump*
...ekki nóg með að kærastinn minn er eftirsóttur af litlum mennstaskóla pjásum, heldur er litla systir mín farin að hræða mig! Hún stóð einhverra hlutavegna í þeirri meiningu að hann væri væri einu ári yngri en hann er... og sagði svo “það er ekkert svo mikið, bara 7 ár, það eru bara 7 ár á milli mömmu og pabba”.
--Je dúdda mía, vona að hún haldi sig nú við sinn aldur. 12 og 19, mér finnst það nú full gróft!
...ég gerðist svo ágeng eftir að hafa unnið í mánuð í hraðbúðinni að ég heimtaði launahækkun.
--og ég fékk hana!

Þetta er nú bara lítið úrtak af miklu sem hefur verið að gerast æi lífi mínu, svo þið skilið kannski afhverju ég hef ekki verið mikið að skrifa...

Nú hins vegar er best að hlíða fyrirmælum móður minnar og laga til í herberginu mínu!
--það er ekki annað hægt að segja en maður fær alltaf að vera pínu yngri en maður er.
Mér finnst samt alltaf jafn gaman að því þegar manni er sagt að fara nú að haga sér eins og fullorðin manneskja (ég meina, ég er nú fullorðin kona) og svo er maður nú samt alltaf “litla barnið”.

Ég skil þetta ekki, búin að hugsa um jákvæðar hugsanir um að herbergið mitt sé nú orðið fínt, en samt er það ennþá á rúi og stúi. Ætli ég verði bara að gera það sjálf, fyrst hugarorkarn er eitthvað að klikka.

Glaðar Stundir, Didda Glaða :)

Nafnlaus @ 14:35 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>