.:The sense of Didda:.

28 september 2004

"Siminn tinn er kominn ur vidgerd. Tad er hægt ad nalgast hann i vesrlun simans Midvangi 13 Egilsst."
Þetta sms var mér að berast... held þa ðsé 1/2 ár eða eitthvað síðan ég keypti mér nýjan síma því það var sagt að það borgaði sig ekki að gera við hinn!!!
Svo hringi ég og spyr hvað sé málið og hvort það sé búið að gera við hann. Loksins, loksins þegar konan fattaði að ég heiti Sigríður Harpa og vantaði að vita um símann minn þá tilkynnti hún mér að það hefði ekki tekið því að gera við hann, ég vissi það nú... Síðan bað hún mig að gjöra svo vel að skila lánssímanum! Loksins, loksins þegar hún var búin að ná því og sætta sig við að ég væri ekki með neinn lánssíma, heldur keypti ég mér síma, þá ætlaði hún varla að trúa því þegar ég sagði að hún mætti henda símanum... Hvað á ég að gera með ónýtan síma?
Kæra afgreiðslukona, ef ég væri þú þá myndi ég ekki vera svona treg, vitlaus og leiðinleg afgreiðslukona!!!

--Bara vinsamleg ábending :)

Didda @ 16:29 | |

27 september 2004

Djöfull er ég pirruð!!
Afhverju í ósköpunum var Dolly rekin úr survivor?!!
Ég hefði svo pottþétt rekið Elizu Pelizu, þoli ekki svona grenjuskjóður!!!

Úff, ég myndi örugglega ekki sóma mér vel í Survivor.. ég er svo frek og hundleiðinleg að ég yrði fljótt látin fjúka... :)

Didda @ 21:53 | |

26 september 2004

Ég tekið þá ákvörðun að skora á keleríis fólkið á hæðinni fyrir ofan. Ég ætla að skora á þau í alvöru stunukeppni. Stunukeppni þar sem ekkert er gefið eftir, allt verður látið flakka.

Þetta gæti endað með því að ég missi viðinguna, en æ Fuck it.. ég geri þetta samt!

Didda @ 23:22 | |

24 september 2004

þetta finnst Diddu fyndið, er ég í lagi?

Didda @ 23:04 | |

Fólkið á efri hæðinni hefur greinilega ekki lesið bloggið!
...Nema.. þau hafi tekið þetta sem áskorun! Guð Minn Góður!

Didda @ 09:10 | |

23 september 2004

Ég gleymdi einu! Ég var að merkja mig og fylgifisk inn á íbúalista Hraunsins og núna eigum við heima á Jarðhæði ekki Kjallara! og Árni heitir Bergúlfur ekki Berúlfur! ;)

Over and Out!

Didda @ 23:48 | |

Þið megið ekki halda að ég sé komin með leið á ykkur.
Nei nei nei, þó svo að mér finnist gaman að búa til heimildaskrár þá þykir mér það ekki svo gaman að ég gleymi ykkur.

Ég er semsagt búin að vera á fullu, stanslaust stuð við heimildaskrágerð - stuð stuð stuð!
Fólkið á efri hæðinn hefur aðeins róast. Úbbs, ætli þau hafi nokkuð séð? :)

Ég fékk áfall áðan, var að taka bensín Í SJÁLFSALA Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI og það kom ekki heimild! What the fuck! og ég að verða bensínlaus! Jæja, náði að taka fyrir 1000 kall en en en hvað varð um alla peningana? Dísess kræst svo á ég alveg helling af peningum (næstum -ekki alveg- of mikið). Þessir sjálfsalar eru greinilega bara rugl, ég er bíldælingur og borga inni!

Eitt sem ég hef alltaf gleymt að segja ykkur. Ég er ólétt og ég á að eiga í næstu viku.
Ætlaði nú reyndar koma ykkur á óvart og láta ykkur vita 10 mínútum fyrir fæðingu, en vika breytir svosem ekki miklu! Og mamma, ef þú ert svo fræg að hafa skoðað þessa síðu, þá þætti mér vænt um ef þú myndir flytja í borg villimannanna og hjálpa mér við uppeldið. Ég er búin að tala við ömmu og afa og það er allt í lagi þó þú búir hjá þeim - það er nóg pláss þar!

Æj á.. barnið að sparka! ;)
(þið þurfið ekkert að gefa mér gjafir, það er allt í lagi þó ég fái bara peninga!)

Didda @ 22:43 | |

20 september 2004

Athyglisverð frétt!

Didda @ 13:24 | |

19 september 2004

Bara svo að þið vitið það þá er fólkið á hæðinni fyrir ofan mig að "geraða"!
Þetta er fastur liður hjá þeim hjónum.. þau fara alltaf að "geraða" klukkan 12 á nóttunni.

Svo við verðum að fara snemma að sofa... ef við ætlum eitthvað að sofna!!

Yfir og út!

Didda @ 23:30 | |

Á nákvæmlega 28 eða 29 dögum erum við skötuhjú búin að stúta næstum því heilum stórum Bónus klósettrúllupakka. Þetta er örugglega meira en þegar við vorum öll systkynin á Laugarvöllum 6. og þá vorum við 7 í fjölskyldu!

Ef að þú kemur í heimsókn til mín og ferð á klóið og kemur að tómri rúllu, þá er sko ekkert hægt að segja við mig. Ég var búin að vera ykkur við! (Skammið frekar eiginmanninn!) :)

Annars tók ég eftir svolitlu sniðugu, ef þið kíkið á þetta þá getið séð næstum því öll heimilstækin sem leynast á mínu litla, en snotra, heimili.
Það eru svo margir sem eru að safna hinu og þessu stelli, oftast eitthvað voða fínt og flott. Ég hins vegar ætla mér að eiga alla Bónuslínuna! Ég er nú líka komin ansi langt, vantar bara kaffikönnuna... en ég held ég láti þessaR sem ég á duga. Ég á sko 2(!) kaffikönnur, pressu og expresso, og ég drekk ekki einu sinni kaffi!!!

Enn og aftur kemur það í ljós að.... Didda ER skrítin! ;)

Didda @ 18:20 | |

Helgin.




Helgin búin.

Vá, ég í rauninni þyrfti ekkert að vera að skrifa mér. Ég er EKKERT búin að gera um helgina, ekki baun í bala.
Eða jú, kannski baun. Var að passa Grím Nóa á föstudagskvöldið. Ohh, hann er svo mikið krútt. Ég var ekkert smá kát bara við það að hann vildi leika við mig og Árna... og ekki bara það heldur brosti hann helling og talaði líka! Honum þótti greinilega rosalega gaman að vera hjá Diddu frænku. Ég er greinilega ekkert SVO slæm.


Á laugardaginn fór ég svo í partý, 73 ára afmælisveislu hjá afa mínum! ;)
Síðan má næstum segja að dagurinn hafi verið búinn.

Didda @ 16:55 | |

15 september 2004

Jæja, er ekki komin tími til að vekja þetta blogg upp til lífsins? þar sem ég er nú komin með internetið - í skólanum og HEIMA!
Síðan síðast hefur hellingur gerst...

Ég er semsagt hætt í Haðbúðinni, draumar geta ræst!
Fljótlega eftir að draumurinn rættist flutti ég suður á boginn og bý þar með Berúlfinum mínum.
Það hefur nú ekki allt verið sæla síðan ég lagði Egilsstaði undir fót... fyrsta skiptið sem ég ákvað að vera heimilisleg og elda mat fyrir bóndan þá sprengdi ég öryggið fyrir eldavélina!
Ég tók því náttúrulega bara eins og sannur kvenmaður og hóf að skipta um öryggi, ekkert mál fyrir Diddu Ben!
en þá kom nú babb í bátinn, það var ekki til neitt öryggi sem passaði, FOKK!
Þannig að þá var bara hringt í pabba, "Pabbi, hvað á ég að gera?" sagði ég með grátstafinn í kverkunum. Pabbi minn er náttúrulega ýkt klár kall og vissi stax hvað gera skildi, hringjum bara í Svavar!
Jæja, Svavar kallinn gat svo ekki komið fyrr en um 10!! og maturinn á hellunni og allt í voða! Hvað gerir góð húsmóðir þá? Jújú, hún eldar bara í örbylgjuofninum! :)

Ekki nóg með það, heldur bilar þvottavélin líka! Er eitthvað fleira sem gæti farið úrskeiðis á einum degi?
Ég gat nú ekki bara staðið aðgerðarlaus og horft á þvottavélina bilaða.
Þannig að ég tók bara að gera við. Losaði síuna og hvað haldiði að hafi gerst? Júbb, allt skítuga vatnið úr vélinni gusaði yfir mig alla og út um allt gólf! Náði loks að setja tappann á (sem ég átti víst aldrei að taka alveg af!!) og þrífa upp.

Það endaði með því að við hjónin ákváðum að bara vaska upp fötin okkar (jeij!).

Svo kom rafvirkinn, fagnaðarlætin voru álýsanleg, og reddaði örygginu fyrir okkur.. og þegar kom að því að líta á þvottavélina þá virtist hún komin í lag... hvaða hva?
"Ekki segja mér að þvottavélin og eldavélin séu á sama öryggi!" æpti ég næstum upp yfir mig!
Jújú, ég hefði semsagt ekkert þurft að vera að þrífa síuna og hefði þá sloppið við að bleyta allt þvottahúsið!

Fleiri skemmtileg "gullkorn" hafa líka gerst...
Ég hef villst á leiðinni í skólan - þetta er bein leið alla leiðina!
Ég datt úr rúminu - og fékk marblett!
Fékk þrifæði - hverjum hefði dottið það í hug?!!
Ákvað að skipta við OGvodafone - hvílík mistök!

Og svo er ég búin að eignast fullt af nýjum vinum í skólanum svo loksins loksins eruð þið laus við stanslausar hringingar frá mér.. hehe

Jæja. Leiðarljós, ritgerð og eiginmaður bíða eftir mér með óþreyju.
Góðar stundir :)

P.s. búin að setja inn nýjar myndir og gestabókin virkar!! :)

Didda @ 11:03 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>