.:The sense of Didda:.

28 nóvember 2004

Gaman Gaman
Jæja, núna er ég loksins búin að finna heimsins skemmtilegustu síðu!
Búin að bæta við í Linkasafnið...
Hana Huldu og svo Hófí kyssulegu


(var að læra að setja inn myndir... svo ég geri það við hvert tækifæri...) :)

Þar til næst...
...Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!

Didda @ 19:51 | |

26 nóvember 2004



Ég er bara að læra að setja inn myndir :)

Didda @ 22:25 | |

25 nóvember 2004

Hvað er ég eiginlega orðin gömul?!?

Ég fór út í sjoppu áðan... og þegar ég leit inn þá sagði ég: ohh... það er svo mikið af unglingum þarna inni, förum frekar í 11-11.

Oh my god, ég er greinilega að eldast!!!!!

þar til næst...
..Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!h

Didda @ 21:57 | |

22 nóvember 2004

Afrek Sigríðar komið á veraldarvefinn!! úllalla...!! ;)

Didda @ 21:27 | |

21 nóvember 2004

Ohh.. ég er svo mikið nörd!
Ég var að keyra heim úr skólanum um daginn.. alveg á fullu að syngja með útvarpinu
"Bíddu pabbi, bíddu mínbíddu því ég kem til þín.Æ, ég hljóp svo hrattað ég hrasaði og dattBíddu pabbi, bíddu mín". Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég lifði mig inn í sönginn, prófiði bara að syngja með - maður getur ekki annað en gefið sig allan í þetta! og það gerði ég svo sannarlega :)

Síðan, alveg óvart, leit ég eitthvað í kringum mig á ljósunum... og var þess vör að ég var skemmtiefni í beinni fyrir fólkið í næsta bíl! Djööö.....!!!!

Þar til næst...
Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!

Didda @ 01:16 | |

14 nóvember 2004

Skæruliða hjónin í Hraunbænum!

Ég og Úlli (Árni) erum sko enginn lömb að leika við!
Muniði þegar ég var að tala um að ég breytti einu gestastæðinu í blokkinu í okkar eigið einkastæði? Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel. Við höfum bara átt okkar eigið einkastæði .. þar til núna! Í gær og svo aftur í dag eru einhverjir bjánar búnir að vera að nota þetta stæði sem sitt eigið, og það gengur sko ekki þegar skæruliðahjónin (sjáiði illskuna?) eiga hlut í máli, nehei!

Nú hefur brostið á Nágrannastríð! Hver og einn bíll sem hefur og mun leggja í einkastæðið okkar mun fá skilaboð frá okkur. Og þið vitið nú hvernig við erum... engin lömb að leika við! :)

Over and Out!

(Má nú ekki gleyma því að í gær hitti ég hana Mörtu Smörtu.. þá áttu sér sko stað miklir fagnaðarfundir, höfum ekki sést né notið ásta ótrúlega lengi... svo þið getið ímyndað ykkur hvernig við vorum.. höhömm..!)

Didda @ 20:14 | |

Er bara stanslaust partýstand?

Laugavallargengið mínus Þórunn (þetta var nú ekki eins og átti að vera án Tótó) héldu árshátíð. Árshátíðan var haldin heima hjá Örnu og Val.
Fengum við hjónin og Sigrún það verkefni að versla í og búa til salat. Við erum greinilega haldin fullkomnunaráráttu því við keyptum allt það besta og mesta í salat sem ég hef smakkað lengi... ;)

Maturinn smakkaðist dýryndislega og var ýkt góður.. namm namm... eða allt nema hrái kjúllinn, hann var ekkert spes ;)
Herrarnir í hópnum voru svo herralegiur að þeir tóku matinn af borðum (en að sjálfsögðu nenntu þeir ekki að vaska upp) og konurnar þurftu að vaska upp. Nema ég (það kemur líklega engum sem þekkir mig á óvart) og Sigrún var líka letingi.

Verð að viðurkenna að ég man ekki margt, ekki það að ég hafi verið svona afburðar drukkin.. heldur bara afburðar gleymin. Ég man samt eftir fiskadansinum, klapphlaupinu og hauspúðaleiknum og da da ra ramm ba ramm... Shakenmyndunum ógurlegu! Sem ég mæli eindregið með að fólki geri í partýum, taka hrisstumyndir.. ha-ha-ha-ha... Eftir matinn og rúmlega það var ég orðin ansi hrædd um að árshátíðin væri að leysast upp. Við vorum farin að mynda hópa. Tölvuhópur, drykkjuhópur og þettagengurekkihópur... En eftir smá væl frá þettagengurekkihópnum var ásrhátíðin sett að nýju :)

Þegar uppí bæ var komið fannst mér hápunktur kvöldsins þegar við fórum á 11. Þangað fórum við sérstaklega til að fara í fótboltaspilið, og ég sé sko ekki eftir því. Enginn var í spilinu þegar við komum, en eftir nokkra leiki hafði myndast hringur í kringum okkur... úúúú.. og biðlisti um hver fengi að spila við okkur næst, við vorum ekkert smá góð.. nánast ósigrandi. Þar til... já. Ákafur og æstur maður var mjög pirraður á okkur. "Spilið með huganum... ekki bara snúa köllunum endalaust!" Ekkert smá reiður greyjið kallinn. Hann var næstum búinn að rústa okkur... þar til við fórum að spila "með huganum" úúúú... þá bara komumst við á flug. En sökum augnavandamálla urðum við að yfirgefa staðinn og halda leið okkar eitthvert annað.

Gaman samt að segja frá því að Krummi í mínus var dj á 11 og hann var í svo þröngum buxum að maður gat séð (án þess að horfa) hvoru megin "hann" lá... hann var hægra megin! Hefði nú samt ekki farið að horfa á tillann á honum nema vegna þess að Jóhanna var nýbúin að segja mér sögur um buxurnar og tillana á meðlimum mínusar.

Ég mli eindregið með því að þið kíkið á myndirnar frá árshátíðinni, því þær segja meira en mörg orð!

Didda @ 19:06 | |

12 nóvember 2004

Vinsamlegast takið þátt í skoðanakönnuninni hér neðar til hægri ;)

Luv, Didda.

Didda @ 22:11 | |

Á daginn minn hefur....

Um daginn gerðist ég svo djörf að merkja mér eitt gestabílastæðið við blokkina mína. Var orðin óþolinmóð að bíða alltaf eftir að eitthvað ómerkt stæði losnaði. Í dag var mér sent illt auga. Einhver vill Sigríði feiga, oh my gooood! ;)

Í dag brókaði ég Árna. Það er áhugamál mitt - ekki Árna! Og viti menn. Ég er að verða sterk. Svo sterk að ég reif brókina í brókinu... múhahahaha! Kom svona rifhljóð og ég vissi varla hvað væri í gangi.
-Þetta var pottþétt fyndnipartur dagsins! :)

...drifið!

Þar til næst...
...Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!

Didda @ 01:10 | |

10 nóvember 2004

Þú ert sæt, og æðislega heppin að eiga svona æðislega tölvu sem elskar þig, og auðvitað kærasta sem elskar þig ekki jafn mikið. þið eruð bæði æði og ég bið Guð að vera með ykkur.

Reyni svo einhver að segja mér að ég eigi ekki æði pæði bæði systir í heiminum. Svona á maður sko að segja góða nótt, gera það með stæl!

Didda @ 23:58 | |

09 nóvember 2004

Girnó eða vibbi???

Hversu náin geta kærustupar orðið án þess að það sé ógeðslegt?
Það eru þunnir veggir á mínu heimili.
Var að spá hvort við værum ekki orðin einum OF náin.
Er það ekki bara ógeðslegt þegar maður heyrir maka sinn skíta?
Með klósettprumpum og alles?!!!

Þar til mæst
Verið hress - Étið kex - Klukkan sex!

Didda @ 01:17 | |

07 nóvember 2004

Draumur í Dós

Ef þetta er ekki bara tilvalið handa tilvonandi börnunum mínum... þá veit ég ekki hvað!!

Didda @ 18:48 | |

06 nóvember 2004

Bibba alveg band-brjáluð..

Um sjöleitið í gær var Didda tilbúin - reddí steddí og komin í partýstuð!
Úlli (eiginmaðurinn) sá um að ég væri ekki of sein og kom mér á staðinn á alveg met tíma (við rötum sko allt... enda með símaskránna sem ferðafélaga).
Partýið var haldið af einu dömunni í bekknum sem passar ekki alveg inn í (hún er sko ekki með ofurvaxin júgur!), henni Sandy ofur-húsmóður.
Eftir nokkrar klósettferðir og enn fleiri bjóra ákváðum við Sandy aðeins að hressa okkur meira við... ákváðum að staupa okkur aðeins á dry vodka! Ekki nóg með það heldur vildum við gera þetta alvöru og vera ýktar pæjur! Ok, fyrst salt svo vodki og síðan var sprautað slatta af sítrónusafa á eftir... umm...!

Skil ekki alveg hvað við vorum að pæla, en við drifum okkur upp á efri hæðina og vildum ólmar fá hann Sigurð, nágranna Sandy, til að kíkja við. (Það er hér sem Bibba birtist óvænt)
Sigurður er hundgamall blindfullur kall með mun yngri kærustu og þurfti nú Bibba endilega að minnast á það! Á meðan Bibba skapiði sér óvinsældir hjá Sigurði og kærustu hans var Sandy kominn inn á baðherbergi og næstum inní sturtu. Hvað varstu að gera þar?

Eins og margir hafa eflaust heyrt um gerðum við (við er þá bara Bibba og Sandy... vorum greinilega fastar saman á eyrunum þetta kvöld) garðinn frægar í síðasta partýi, redduðum okkur leigubíl fyrir einungis 500 kall. Líkaði Leifa (bílstjóranum - the most sexy taxi drive on eart!) svo vel við atlot okkar að hann gaf okkur nafnspjald, yeah baby!

Við erum svo svakalega fyndnar að við urðum að hringja í hann til að skutla okkur í bæinn aftur núna. Ekki vildi neinn vera með okkur í leigubíl, skil ekki afhverju. En Baldur komst ekki undan, við hreinlega skipuðum honum að koma með okkur!
Lærastrokur og tásur í andlit virtist ætla að verða þema kvöldsins... þar til Sandy tekur óvænt stefnum í átt að öxlunum. Eitthvað þótti henni óþægilegt að svo hún byrjar að klæða hann úr leddaranum... og ekki líður á löngu þar til hann er búinn að hneppa frá skyrtunni og Sandy farin að nudda berar axlirnar, berar loðnar axlirnar!
Honum Leifa okkar þótti þetta nú bara notalegt.
Jæja, við vorum komin á leiðarenda og Baldur ekki lengi að stökkva út og láta okkur kurteislega vita að værum klikkaðar. 500 kall takk, segir Leifi og býst nú við kossi að kveðju! Ekki Sjéns Í Helvíti!
Einhversstaðar þarna á leiðinni varð Bibba eitthvað óróleg. Sandy og Bibba voru að slást um athygli Leifa og Bibba eitthvað hrædd um að Sandy væri að rústa þessu. Svo Bibba spyr: Hvort eru lærastrokur eða tásur í munni betra? Þá svara Leifi: Lærin eru alltaf góð! Múhahahahahaha!!!

Nú ætlar Bibba að vera hörkugella og fá sér í vörina. Engin smá gella þar á ferð! Það tekst svo svakalega vel að Bibba finnur áhrifin hlamma sér á hausinn eins múrstein og ræður ekki neitt við neitt og getur ekki einu sinni staðið. Ekkert smá hörkutól... og ennþá meiri pæja!

Farið var inn á hina og þessa staði og ýmislegt skondið brasað... en þó virðist rúnkið hafa verið gegnum gangandi allt kvöldið. Það var þannig að Sandy valdi stráka og Bibba stökk af stað, dillaði sér rólega og svo hraðar og hraðar fyrir framan þá þar til hún stoppaði snögg og gerðir "rúnkhreyfingu" fyrir framan þá miðja...! Djöfull vorum við fyndnar maður!!!

Gott gott gott...! Nú bendir Sandy mér á Audda í 70 mín. Og viti menn, Bibba stekkur af stað og hlammar sér í sætið við hliðin á honum - nema hvað.. það er ekkert sæti! Svo ég hlamma mér beint á gólfið. Svo fast að feitt rassgatið flest út! Tala eitthvað við hann og missi ýmislegt út úr mér sem ég hefði betur látið ósagt! Je Dúdda Mía!

Úff ég held ég læti þessa ritgerð duga í bili.... en bara í bili... hér verður eflaust einhverju bætt við!

Þar til næst....
Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!

P.s. komnar inn myndir!

Didda @ 23:46 | |

05 nóvember 2004

Subba//ekki subba??

Er ég vaknaði um morguninn...
þá angaði allt húsið af hreingerningarlykt..!
Hvað á nú það að þýða? Ekki var ég að þrífa!
Þetta var alveg skuggalega góð lykt miðað við hvað íbúðin var já.. ekki jafn aðlaðandi.

Haldiði að sápubrúsinn hafi ekki bara dottið á hliðina og lekið út um allt inni í skápnum!!!

Ætli þetta hafi verið óhapp eða einhver sé að benda mér á að ég þurfi að þrífa?!!!!

Teljarinn er nú samt kominn upp í tvöfalda þriggjastafa tölu en samt ber ekkert á því í gestabókinni!

Didda @ 13:13 | |

02 nóvember 2004

Gleði gleði gleði gleði líf mitt er...

Ef þið eruð leið, ekki kát eða pirruð eða eitthvað svoleiðis
þá veit ég ráðið fyrir þig!!
Komdu heim til mín eða hringdu og talaðu við Úlla (Árna) og hann hressir þig.
Hann spjallar við þig á norsku og á endanum geturu ekki annað en verið ótrúlega hress!

Ég var ekki í vondu skapi áðan en samt ekkert ýkt kát.. svona meðal kát
en núna er ég ýkt kát. Fór og spjallaði við Úlla (Árna) og eitt leiddi af öðru og á endanum fór samtalið fram á norsku og ísl-dan-norsk (það var ég sem talaði dan/ísl/norsk) og eftir stutta stund lá ég grenjandi uppi í rúmi, grenjandi úr hlátri.
Norska er það skemmtilegasta sem ég veit um (akkurat núna).
Norska er ódýr og góð þunglyndismeðferð, fyrir þá sem þurfa á að halda.

Til neste gang...
Ha det göy - Spis keks - Klokken seks
(alltaf að læra e-ð nýtt í norskunni!)

Didda @ 23:11 | |

01 nóvember 2004

Hvort ætli ég sé algjör gelgja eða bara roslega tilfinninganæm?

Ég var að horfa á One Tree Hill og ég er ekki frá því að það hafi vottað fyrir tári.
Er greinilega ekki eins mikið hörkutól og ég hélt!

Ég fór og tók mér bensín í dag, sem er kannski ekki frásögu færandi.. nema vegna þess að þessi bensín ferð verður líklegast til þess að ég fer ekki og kaupi bensín í bráð!
Ég dæli bara og dæli bensíni eins og sannur bíldælingur (sem ég jú var.. ekki er) og fer svo inn og borga (sem jú flestir ættu að venja sig á.. ekki af) "Ekki nóg á korti" heyrist frá afgreiðslumanninum. Ég átti nú von á þessu svo ég tek þessu vel (segi ekki að þetta sé einhver vitleysa og reyni ekki að sannfæra manninn um að ég eigi helling af peningum og þykist ekki fullviss um að búðakassinn hans sé bilaður) rétti honum hitt kortið og brosi mínu blíðasta. Þá heyrist í afgreiðslumanninum "Klipptu kortið". HAAAAAAAAAAAAAA???!!!!!! Garga ég upp yfir mig... til búin með ræðuna: "Þetta er ekki rétt. Ekki klippa kortið. Ég skulda ekkert. Kassinn hlítur að vera bilaður. Ég á nóg af peningum, ég skil ekkert í þessu...." En sem betur fer náði ég ekki svo langt því nú heyrist aftur í afgreiðslumanninum: "Ég var bara að stríða þér. Þú ert bara óheppin. Búin að langa að segja þetta síðan ég byrjaði að vinna hér!"
Takk fyrir að reyna þetta á mér, kæri afgreiðslumaður! :)

Þar til næst..
Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex

Didda @ 20:53 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>