.:The sense of Didda:.

31 janúar 2005

Frá því ég setti færsluna á undan inn...
Er búið að segja við mig: Þið eruð skrítin (þá ég og Árni)
Þið eruð vangefin (ég og Árni aftur)
Þú ert klikkuð.
Þú ert ekki heilbrigð.

Kannski ég ætti að fara að athuga þetta með mig...!
En mér finnst þetta bara fyndið ;)

Hvað er gaman við það að vera alveg venjuleg... þekki nokkra þannig, ekki marga, og þau eru bara ekkert skemmtileg :)

Þar til næst.... 11-11 rúlar!!!!!

Didda @ 19:44 | |


The 11-11 Wonder Woman.. Til þjónustu reiðubúin! Posted by Hello

Didda @ 19:08 | |


Árni heldur að það sé töff að vinna í 11-11 og þess vegna vildi hann líka!!! :) Posted by Hello

Didda @ 19:07 | |

30 janúar 2005

Eins og þið hafið kannski tekið eftir er ég haldin einhverri fortíðar þrá, mikið væri það nú gott að vera aftur orðin 10 ára.

Ég myndi nú samt vilja hafa hann árna hjá mér... verst að hann væri þá 8 ára!!! Guð minn góður hvað ég er klikkuð... get ekki einu sinni fundið mér mann á mínum aldri, djöfull hlít ég að vera barnaleg ;) ... Já, eða Árni bara kallalegur... hehe

Didda @ 21:26 | |

Fortíðardraugar Sigríðar...
Ég man eftir því endur fyrir löngu... ég hef trúlega verið svona 4-5 ára þegar ég og Sigrún sitjum inni í dótakompunni hennar og erum að leika okkur. Sigrún situr fyrir aftan mig og vekur því athygli hvað ég var með hrikalega ójafnt hár. Ég tek það fram að Sigrún heldur því enn þann dag í dag fram að hárið á mér hafi verið alveg hrri-ka-lega ójafnt!

Ekki þurfti Sigrún að eyða mörgum orðum í sannfæringu og er ég ekki lengi að samþykja það að hún klippi mig, bara aðeins að jafna þetta, gera það fínna!
Sigrún klippir og klippir og alltaf aðeins meira og aðeins meira, því einhvern veginn nær hún ekki að klippa það beint (hmm...!!!)
Þegar Sigrún er búin að munda skærin í dálitla stund verður hún loksins ánægð með útkomuna... eða þá að hún neyðist til þess að vera ánægð, því það var ekkert meira að klippa!!!!

Ég var nú ekkert lítið ánægð með mína. Ekkert smá stolt af nýju greiðslunni! Næst á dagskrá er að fara út á svalir og sýna alþjóð... gleymi því aldrei þegar við köllum í Þórunni og Jóhönnu til að sýna. Þórunn verður ekkert smá abbó og hleypur heim og klagar í pabba! Hvað átti það nú að þýða?!!!

Pabbi varð það reiður, búið að klippa síða fína hárið af litlu fallegu dóttur hans.. hann var svo reiður að hann fór heim til Sigrúnar og skammaði pabba hennar fyrir að skamma ekki Sigrúni!!!!! Og var það í fyrsta og eina skiptið sem Sigrún var rasskelld! Engin smá áhrif sem pabbi minn hefur á fólk, hehe :)
Ekki nóg með það að Þórunn skildi klaga í pabba, heldur var hún svo abbó af nýju klippingunni minni að hún klippir af sér toppinn!!!

Ég leit út eins og strákur og Þórunni hefur trúlega fundist það mjög töff... allavega fékk hún líka að vera eins og strákur!!
Þó ég væri mjög ánægð með mig... endist sú ánægja ekki mjög lengi! Við fjölskyldan fórum í sumarbústa á Illugastaði ásamt frændfólki okkar... Við krakkarnir vorum úti að leika okkur og kynntumst fleirri krökkum, nema það að þessir nýju vinir trúðu því ekki að við værum stelpur!!! Við áttum að kippa niðrum okkur og sýna á okkur það allra heilagasta, annars myndu þau ekki trúa okkur!

Mín skoðun: Aldrei – Aldrei klippa litlu stelpurnar ykkar stutt hærðar... nema þið viljið að þær fari að bera sig að neðan mjög ungar!

Didda @ 19:33 | |

26 janúar 2005

Á Egilsstöðum góðu heldur kvenfélagið Bláklukka árlega jólabingó fyrir almúgan.
Á yngri árum var þetta toppurinn á tilverunni, svona rétt fyrir jólin, og var bingóið mikið tilhlökkunarefni mörgum vikum fyrir bingóið. En eftir því sem árin liðu og ég varð eldri varð þetta minna og minna spennandi, skil nú ekki afhverju.

Það er ekki alveg að tilgangslausu sem ég er að segja ykkur þetta, því akkurat þegar ég var búin að missa allan áhuga á jólabingói bláklukkunnar er Freydís litla sys komin á bingóaldurinn.

Það var eitt kvöld að ég sat að snæðingi ásamt fjölskyldu minni að ég er beðin að fara með Freydísi á jólabingó bláklukkunnar. Nei er svarið og aftur nei. Eftir þræting við foreldra og fílu í Freydísi læt ég undan, en dreg þó Sigrúni með.. því ekki nenni ég ein með nokkrum litlum stelpum.
Við systur, Sigrún og vinkonur systur sitjum spenntar og hlustum eftir tölum. B 15, Bjarni 15. I 27, Ingólfur 27.

Bingó! Jújú, ég fæ bingó! Sendi að sjálfsögðu Freydísi upp á svið þar sem ég nenni því ekki :) Ég var nú samt ekki sú eina sem fékk bongó (damn!) þannig að það þurfti að draga... ég sit með fingur krossaða og vona að ég fá nú eitthvað gott. Freydís dregur hæsta spilið og ég vinn vinninginn, víííííhaaa!

En gleðin var nú fljót að renna af mér! Til hamingju, þú hefur unnið 20 kíló af rauðum íslenskum kartöflum frá Móanesi (eða hvaðan sem það nú var)!!! Ég hélt ég yrði ekki eldri!
Þetta var samt brjálæðislega fyndið og hef ég ákveðið að fara á sem flest bingó sem ég get hér eftir! Hverjir eru með í Bingó Vinabæ á miðvikudaginn?!! :)

Við systurnar og Sigrún áttum mjög bágt með okkur og hlóum og hlóum og hlóum og hlóum og....
Mesta baslið var svo að koma helv.. kartöflunum út, því 20 kíló af kartöflum eru sko ekkert létt! :) Og þurftum við svo að bíða fyrir utan með kartöflunum okkar eftir að við yrðum sótta, því við vorum bíllausar!!! Auðvitað skilur maður bílinn eftir heima þegar maður fær óvænt skrilljón kartöflur gefins! :)

Ekki nóg með það að ég hafi unnið kartöflur í bongói... heldur var ég búin að vinna allan daginn uppi í Vallanesi að pakka inn kartöflum!!!! Líf mitt var ein kartafla þennan daginn :)

Þar til næst...
....Verið hress- Borðið Kartöflur - Í öll mál!

Didda @ 19:51 | |

25 janúar 2005

Ein ónefnd vinkona mín hefur verið að blogga um nokkra mjög skemmtileg og spaugileg atvik sem hafa gerst í hennar lífi...
Þá fór ég að hugsa, gerði ég ekkert fyndið þegar ég var lítil eða var bara svona hrikalega lítið að gera á Egilsstöðum.
Þá mundi ég eftir einu ansi mögnuði atviki sem átti sér stað þegar ég var búin með eina önn í menntaskóla.
Við systurnar höfðum verið að vinna saman á kvöldvakt í söluskálanum og klukkan var því orðin miðnætti og rúmlega það þegar heim kom. Eitthvað vorum við systurnar ekki á þeim buxunum að fara að sofa, svo við ákváðum að líta yfir til Sigrúnar. Þar sem klukkan var jú orðin ansi margt kunnum við ekki við að hringja (það var lítið um gsm á þessum tíma) af hættu við vekja foreldra hennar. Fjölskylda Sigrúnar er ekki þeirri tækni gædd að hafa dyrabjöllum svo við systurnar gátum rétt ímyndað okkur hvað við þyrftum að banka hátt til þess að Sigrún myndi verða þess vör.
En við dóum nú ekki ráðalausar. Sigrún á heima í 2 hæða húsi og út úr herbergi hennar liggja feikimiklar svalir. Aha! Þar kom það, við prílum bara upp svalirnar, hvað annað?!!
Jæja, ég fór upp á handriðið á neðri svölunum og byrjaði að príla, stóð uppi á hausnum á Þórunni og reyndi að klifra upp ásamt því sem þórunn ýtti og ýtti af öllum kröftum. Ég vil skjóta því inn í að á þessum tíma var ég örugglega 30 kílóum léttari og u.þ.b. 1 cm minni. Þið getið rétt ímyndað ykkur lætin sem í kjölfarið fylgdu. Ég hékk þarna í svölum uppi á annari hæð spriklandi að reyna að koma mér upp og Þórunn að hamast við að ýta mér upp! Svo ekki sé minnst á hláturköstin!
Miðað við þessi ósköp og óhljóð er varla hægt að gera ráð fyrir öðru en þessi skarkali og læti hafi heyrst inn. Og viti menn... kemur ekki Sigrún... “hjálp, ég er föst” kallaði ég, því ég hafði fest mig á milli spýtnana í handriðinu! Sigrún var alveg lafmóð og stjörf af hræðslu, tilbúin með vínflösku í hendinni til þess að rota þennan svakalega innbrjótsþjóf! Litlu munaði að Sigrún hafði hringt á lögguna því hún átti von á hverju sem er... enda EIN heima!

Við hefðum semsagt ekkert þurft að standa í þessum veseni í hálftíma því foreldrar hennar voru hvort eð ekki heima!!!

Ég hefði gjarnan viljað sjá þetta... en við komumst víst aldrei að því hvort Þórhallur og Sibba hafi setið við gluggann þetta kvöld!

Þar til næst...
...verið hress - borðið kornflex - klukkan sex!

Didda @ 10:38 | |

Endilega takið þetta próf ... ég er alveg á mörkunum en rétt slapp! Munaði engu að ég væri algjör KarlKona!!!

Didda @ 09:28 | |

22 janúar 2005


Guacamole slagur!!
 Posted by Hello

Didda @ 20:29 | |

Nú held ég sé kominn tími til blogga.

Ég var búin að ákveða að nú væri kominn tími á verkfall, búin að blogga í næstum 2 ár og hef ekki fengið krónu fyrir það?

Það eru nú margir sem eru verri pennar en ég og hafa fengið mikið meira borgað eftir mun minni reynslutíma.
Það er ekkert annað en ósanngjarnt!

Hér með auglýsi ég eftir góðri manneksju, eða manneskjum, sem eru til í að sponsora mig.

Ég þarf ekkert mikið – Bara smá fyrir bjór og öðrum nauðsynjum!

Síðan síðast hefur ansi margt gerst.. Það sem mér var mikið fagnaðarefni var þegar Rósa dó!

Þetta byrjaði allt með því að ég leyfði Maríu að fá varasalfa hjá mér (hvað var ég að hugsa?!!). Nei nei nei, við vorum ekki í neinu keleríi, þetta er allt úr frá varasalvanum. Það leið ekki nema einn dagur þar til ég var komin með þessar líka svakalegu hlussu á vinstri kanti efri vararinnar. Þessi blessaða hlussa fékk nafnið Rósa.

Í skólanum komst Rósa af því að hún átti systir. Þessi systir hennar dvaldi á vinstri kanti neðri varar Maríu. Sú hlaut nafnið Geira.
Mér til mikils ama en Rósu til gleði var Rósa miklu miklu stærri og feitari en Geira. Veit ekki hvort það tengist e-ð holdafari beranna... en það er nú önnur saga.

Ég reyndi hvað ég gat til að binda enda á líf Rósu, en allt kom fyrir ekki. Hún hló bara af mér og gerði mig auma í vörinni og gerði hvað hún gat til að stækka og stækka og þroskast og þroskast. Er ekki frá því að hún hafi verið orðin kynþroska, þessi “elska”.

Ég var farin að stappa niður fótum og berja hausinn í vegginn þegar ég allt í einu mundi... Kardimommudropar... það á víst að vera frunsubani húsmæðranna.
Þá rann það upp fyrir mér... sénsinn að ég eigi kardimommudropa! Ég var á leið upp stigann að banka upp á hjá nágrönnunum þegar ég ákvað nú að prófa vanilludropa, sakar ekki að reyna!!

Vanilludroparnir gerðu það sem þeim er sögð listin ein og angaði ég það sem eftir var dagsins og næsta dag af bökunarlykt, fólk hefur eflaust spurt sig hvort ég væri farin að staupa mig á vanilludropum, því að baka það er sko ekki fyrir kynþokkafullar konu og letihauga! Rósa reyndi hvað hún gat að bjarga lífi sínu, en ég og vanilludroparnir höfðum betur... múhahaha!!

Rósa ætlar samt ekki að láta alveg undan því hún hefur skilið eftir sig stórt sár, sem er þó að gróa, og ef hún fær sínu fram mun hún eflaust skila eftir ör í leiðinni.

Rósa, mér finnst þú ekki skemmtileg. Viltu hætta núna, það er komið nóg!

Didda @ 19:50 | |

17 janúar 2005

Afrakstur dagsins - kvöldsins og morgunsins...
Haldiði að stelpan hafi ekki bara gengið berserksgangs og losað sig við gamla og löngu útgrónna fylgdarfélaga.
Jú, eftir um það bil tveggja mánaða meðgöngu, ef ekki meira, ákvað ég að segja skilið við karlmennskuna í mér og raka feldinn!
Er ekki frá því að mér sé bara kalt á leggjunum eftir þessa svaðilför. Þarna fóru ódýrustu gammósíur sem ég hef átt...!

Morgninum var eytt í skólanum - ekkert meir um það að segja ;)

Deginum var eytt í dugnað! Ég las hvorki meira né minna en heila 17 blaðsíður af heimavinnunni!

Kvöldinu mun eytt með tölvunni og sjónvarpinu mínu, þar sem úlfurinn beri hefur mikilvægari málefnum að sinna... (Whaaaat!?!! Hvað á það að þýða og hvað er mikilvægari en Diddan sjálf?!!) :)

Þar til næst...
...Verið hress - borðið kex - klukkan sex!

Didda @ 21:56 | |

16 janúar 2005

Hvað lærði ég í gær?
Aldrei senda eiginmanninn út á vídjóleigu að taka mynd nema vera búin að velja að minnsta kosti eina mynd og tvær til þrjár til vara!!

Senti úlfinn minn út á leigu í gær og myndin sem ég vildi var ekki inni.. Jújú, hann hringir og spyr hvað ég vilji í staðin. En því miður hef ég bara enga í huga svo ég bið bara um "stelpumynd", þar sem ég er nú að fara að horfa ein.

Beri úlfurinn stendur sig með eindæmum. Kemur heim með frábæra stelpumynd. 13 going on 30 er algjör stelpumynd. Kæmi mér ekki á óvart þó elsku bestu Freydísi þætti myndin of stelpuleg :)

Myndin hefði verið frábær ef ég væri 13. En hún var nú samt sem áður mjög fyndin!!! Mæli nú samt ekki með henni.
Árni fær samt stórt hrós fyrir að velja frábæra stelpumynd! :)

Þar til næst...
...Verið hress - borðið kex - klukkan sex!

Didda @ 19:32 | |

15 janúar 2005

Nýi bloggari vikunnar!
Ég býð Maríu velkomna á lista fræga og fallega fólksins hér við hliðina!


Velkomin um borð í lestina óendanlegu!!! ;)


Didda @ 23:28 | |

Afmælisbarn dagsins í dag...
I dag er det Sigrúns Fodselsdag.
HURRA HURRA HURRA!
Hun sikkert sig en gave faar!
Som hun har ønsket sig i aar, med dejlig chokolade og kager til.
Og når hun hjem fra skole gaar.
HURRA HURRA HURRA!
Så skal hun hjem og holde fest, for dem som kommer med som gaest.
For dejlig chokolade og kager til.

Fór í Afmælispartý til Sigrúnar í gær þar var stuð og mikið gaman.
Ég fór nú reyndar snemma heim úr bænum... en þrátt fyrir það var þetta ansi viðburðaríkur tími!

Ég lærði til dæmis hvernig maður heilsar og heilsar ekki fólki og gerir lítið úr því í leiðinni... eða reynir það að minnsta kosti. Fannst nú samt stúlkan sem sýndi þessar listir gera mest lítið úr sér en örðum :)
Ég fékk allt í allt þrjár viðreynslur, sem er meira en ég hef fengið í langan tíma (var ekki metið 13 viðreynslur á kvöldi?!!!).
Sá fyrsti var feitur og stór. Einn sá feitasti og stærsti sem ég hef séð í langan tíma! Kyssti mig á kinn og spurði hvort ég væri nú ekki að fara að koma!!!
Næsti var frekar hallærislegur gaur sem trúlega var ekki eldri en 16!
Sá þriðji spurði mig bara hreint út hvort hann mætti ekki koma heim með mér, fyrst ég væri nú hvort eð á leið heim!!

Hvað er málið með unga herra í dag? Þar sem ég er nú hálfgift kona veit ég lítið um svona mál... en þurfa menn ekkert að leggja sig fram við að ná í stelpur... eða var ég bara svona svakalega óheppin með viðreynslur? :)

Þar til næst...
...Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!

Didda @ 19:36 | |

14 janúar 2005

The sense of Yoga
Við stöllurnar (Eg, María, Erla og Linda) skelltum okkur í yoga!
Já, þú last rétt...!

Þetta byrjaði þokkalega, salurinn fylltist af fólkið af öllum stærðum og gerðum.. Ég er samt ekki frá því að við höfum lækkað meðalaldurinn í salnum um töluvert mörg ár!!
Tíminn byrjaði og um leið byrjaði aftasta röðin að flissa. Við skulum anda á óma. Anda inn og "óóóóóóóómmmmmm" það var bara fyndið og átti ég, ásamt vinkonum mínum erfitt með mig, munaði litlu að ég hefði látið allt flakka og sprungið úr hlátri... en nei, það er bara MARÍA gerir svoleiðis! :)
Mér leið eins og ég væri ótrúlega góð, komst í engisprettuna, höfrunginn, fiskinn og náði meira að segja að grípa um ristina á mér (meira en sumir... múhahaha).
Ég meira að segja komst í axlastöðu, ég bara nennti því ekki!!!

Við skulum anda inn um nedið og út um munninn... inn og HVISSSSSSS heyrist í gamla kallinum í stuttu buxunum þarna í fremstu röð og lá við að aftasta röðin léti lífið af völdum flissis!! (fliss um fliss frá flissi til flissis?!!).
Ekki nóg með að kallinn í fresmtu röðinni væri með geysilega kraftmikla og hljóðfagra fráöndun, heldur var kona, örugglega konan hans, alveg að fá það. Ahh ahhh ahhh... heyrðist ótt og títt í konunni sem virtist leggja sig alla fram við stunurnar! Og ég vildi svo sannarlega að ég hefði fengið jafn mikið út úr þessu Yoga og hún ;)

Það sem ég átti í mestu basli við, fyrir utan að reyna að flissa ekki, var að halda augunum lokuðum! Ég var alltaf aðeins að kíkja á hina.. oftast sá ég þó bara nærur!! Konan fyrir framan mig var í ansi gegnsæum buxum... en það var allt í lagi, nærurnar voru stórar og hlífðu vel.. svo mér varð ekkert of meint af!

En í heildina lærði ég mikið. Yoga er ekki bara fyrir grænmetisætur og aðra sérvitringa. Yoga er fyrir húmorista og aðra sem vilja rækta líkama og sál á auðveldan og góðan hátt

Ég er húmoristi og vill rækta líkama minn og sál og sem auðveldastan og góðan hátt!!

Heyr heyr fyrir Yoga!

Didda @ 13:26 | |

09 janúar 2005

funny
Víha Víha! Ég er Mr. Funny! ;)

Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla

Didda @ 16:20 | |

Eins og kannski sést...
Þá hef ég ekki mikið að gera um þessar mundir.
Búin að pússa og þrífa ALLA íbúðina og gera allt sem góða húsmæður eiga að gera, s.s. elda og þrífa og elda og þrífa og vaska upp.
En eins og þið kannski vitið þá var ég lítið meira en korter að þrífa íbúðina... segi svona, en ekki mjög lengi allavega ;)

Hef ég mér til dundurs fundið ýmsa (mis) skemmtilega leiki á netinu mér til dundurs...
Ef þér leiðist þá á ég ráð við óráði hverju!
  • Ég og félagi minn Mr. Bean skemmtum okkur svaka vel saman. Farðu í games, kapallinn er draumur í dós og er hann nr. 1 á vinsældarlistanum.
  • Britney Spears er sæt og það er Jennifer Lopez líka..... Þetta er...uhh... fróðlegur leikur! Endilega prófið! Finnst samt þessi skemmtilegastur af svona leikjum ;)
Mynd dagsins:



Þar til næst...
...Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!!!

Didda @ 01:10 | |

08 janúar 2005

Ég held ég sé að verða craaaazy
Var bara að leika mér og fann þetta!
Þetta er greinilega eitthvað fullorðins... athugið að þið þurfið að klæða hana úr áður en þið klæðið hana í!

Didda @ 19:36 | |

07 janúar 2005

Ef þér leiðist....
Þá getur þú klætt Jesús í föt

Mér fannst það allavega mjög gaman ;)


Didda @ 22:50 | |

06 janúar 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!!!
Í fyrri nótt dreymdi mig Rúnu Gömlu Kjerúlf á einhverju svakalegu hözzleríi. Það var svosem ekkert leiðinlegur draumur þar sem ýmislegt fyndið fór fram, en ekki drauma draumurinn.
Í nótt dreymdi mig að Heiða bekkjarsystir mín væri að stela af mér þvottavélinni. Þessi draumur reyndi mikið á þar sem ég fékk enga hvíld... var allan drauminn að reyna að ná þvottavélinni aftur! Djöfull var ég orðin þreytt á helv.. lygunum í henni Heiðu, alltaf náði hún að leika á mig!!

Svo er ég komin með frunsu, djöfull byrjar árið ekki vel draumalega og frunsulega séð! :(

Þar til næst...
..Verið hress - Borðið kex - Klukkan sex!

Didda @ 11:59 | |

05 janúar 2005

Fór heim í frí – Komin heim úr fríi
Ég hef ekki bloggað síðan á síðasta ári, je dúdda mía!

Ferðin frá Reykjavík og austur til Egilsstaða var sú alskrautlegasta sem ég hef farið á allri minni lífstíð! Svona leit ferðin út, ef hún hefði verið skráð á blað...

Vaknað kl. 07.00 við þann vonda draum að við hjón áttum eftir að pakka niður og ganga frá íbúðinni... og leggja átti í hann kl. 08.00
Ferðinni seinkaði um klukkutíma því fararstjórum seinkaði... við hvað er óvitað.
Í fyrstu leit allt vel út. ...Þar til eiginmaðurinn spyr spurningu dagsins: „Hvenær haldiði svo að við verðum komin til Akureyrar?“ Þá svara farastjórarnir: „Jahh, ætli við verðum ekki komin þangað um 6 leytið.“ WHAAAAAAAAAT???!!!!
Ekki verðum við 9 fokkings tíma og helvítis leiðinni. “Ég dey, ég dey, ég dey.....” var meðal þeirra hugsana sem um minn huga flugu. Ég hélt ég myndi láta lífið.
Ég sat í minni ömurlegu fýlu og lét það svo sannarlega bitna á eiginmanninum í tíma og ótíma þegar fararstjórarnir sáu ekki til. Fyrsta stopp!! Ég ný sofnuð, loksins loksins.
Nei nei. Ég fór út og inn í e-ð hús... sem ég sá að var ekki sjoppa... en einhvernveginn fór ég inn í von um að geta keypt kók... stupid Didda stupid. Við vorum sumsé komin á skógræktar skrifstofuna (eða e-ð) á Hvanneyri! Jei jei! Ég var ekki lengi að koma mér út í bíl aftur.... þar sem eiginmaðurinn lét til sín heyra, sagði mér að hætta þessari fýlu og eitthvað meira.. ekkert smá sexy svona reiður.. hehe
Jæja, þá tók við einhver bíltúr! Jájá, allt gott og blessað með það svosem... og stór massa hambó í næstu sjoppu ;)
Síðan var keyrt... en ekki langt... því þá fórum við í heimsókn! Come on! Ég var að missa vitið.... en var samt jákvæð og bjartsýn eftir skammarræðu eiginmansins. :)
Man voða lítið þar við vorum bara allt í einu komin til Akureyrar.. veit ekki hvort Árni hefur sett eitthvað í kókið mitt eða barið mig í hausinn eða hvort ég hafi bara sofnað...

Hæ Hó Akureyri. Þar var skipt um bíl... beint upp í bíl til Þórunnar. Fararstjórarnir ætluðu að gista þar.. að gera ...eitthvað.
Leiðin milli Akureyrar og Egilsstaða leið eins og það hefði verið troðið sinnepi upp í rassinn á okkur! Enda Þórunn ekki amalegur ferðafélagi ;)

Heim var komið eftir 14 tíma ferðalag!!!

Guð sé lof að það gerði brjálað veður, ég var orðin hrædd um að ég yrði að matreiða skötu með mömmu og sys ofan í Erlu og samsveitunga hennar. Guð sé lof að það var ófært!

Neeeenni ekki meir, ég bara neeeennni ekki meir (sungið við hvaða lag sem er).

Didda @ 23:13 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>