.:The sense of Didda:.

30 mars 2005

Blogglægð virðist liggja yfir Hraunbænum þessa dagana.
Hvað sem hverju líður þá hreinlega nenni ég ekki að blogga.

Byrjaði í verknáminu í dag og fyrsti dagurinn var svona líka glimrandi góður!!!

Fékk mér pulsu í brauði í dag... en greyjið Jóhanna fékk pulsu á brauði!

Þar til næst... Passið ykkur á nauðgurunum!

Didda @ 22:20 | |

18 mars 2005

Ég fór með ömmu minni að kaupa fermingargjöf handa systur minni í gær... sem er kannski ekki frásögufærandi... NEMA vegna þess að eitt skemmtilegt samtal átti sér stað:
Amma: "Geturu sýnt okkur eitthvað í þessum stíl fyrir fermingarstelpur?"
Afgreiðslukall: "Já. Er það fyrir þig?" Segir kallinn og bendir á mig!

Mikið er ég ungleg og falleg, saklaus og sæt... alveg eins og fermingrstelpa ;)

Didda @ 19:23 | |

17 mars 2005

Vildi bara deila því með ykkur að það eru komnar þrjár persónur úr Leiðarljósi sem eru farin að leika í Law & Order. Eleni Cooper sem er ein lögga, A.C. Mallet sem var lögmaður í þættinum um daginn (þokkafullur að vana) og Harley Cooper sem var einhver kerling í þættinum í gær.

Annar er ég alltaf að sjá það meir og meir að vettvangsnámið hræðir mig alveg ógurlega!

Didda @ 13:29 | |

13 mars 2005


I am 13% loser. What about you? Click here to find out!

Didda @ 21:33 | |

10 mars 2005

Ég er svo pirruð núna að það er ekki einu sinni eðlilegt!
Við vorum að halda "fyrirlestur" um hvernig við viljum hafa drauma leikskólann okkar... Fegursti maður í heimi var búinn að gera geðveikt flott módel fyrir okkur í þrívídd og gera svo svona vódjó þar sem farin var ferð um húsið. Jæja við ætlum að starta tölvunni og svona.. nei nei, heyrist ekki í einhverjum hálfvita: "það er bannað að nota tölvur í þessu!" og þá máttum við að sjálfsögðu ekki sýna þetta!
Hvað er að fólki spyr ég nú bara? Má fólk ekki vinna verkefnin sín vel og gera þetta aðeins öðruvísi en allir aðrir? Ég var ekkert smá pirruð og næstum því reið... svo ég sagði varla orð það sem eftir var tímans!

Nú á eflaust einhver eftir að segja: ertu vitlaus að setja þetta á bloggið!!!
En mér er alveg sama! Ef fólk getur ekki tekið því að þau eru hálfvitar þá ættu þau bara að halda kjafti næst!

Kveðja, Didda skapvonda ;)

Didda @ 16:26 | |

Didda @ 01:02 | |

08 mars 2005


Æææææ.... þetta er bara sætt!!!! Posted by Hello

Didda @ 22:52 | |


Heitasta parið í bænum! Posted by Hello

Didda @ 22:51 | |

Það er sko ekki hægt að segja að ég og María séum ekki húmoristar. En ef einhver reynir það er sá hinn sama algjörlega húmorlaus og örugglega gamall kall!

Eins og þið vitið, sem lesið bloggið mitt reglulega, þá lofaði ég Erlu að koma með eitt stykki karlmann þegar ég kæmi frá útlöndum. Hvað væri ég nú eiginlega ef ég stæði ekki loforð mitt?
Erla hefur verið okkur Maríu mjög góð (grrr...!!!) og þess vegna fannst okkur hún eiga það skilið að við gerðum eitthvað virkilega fallegt fyrir hana.

Karlmaður skildi það vera! Og skildi hann nafnið Lúlli bera. Var hann blásinn upp við hátíðlega athöfn í Ljósuvík í dag. Klæddur í notaðar, en hreinar, naríur af eiginmanni Maríu og drifinn af stað út í bíl. Eftir mikið rifrildi á milli Maríu og Lúlla um hvort þeirra fengi nú að vera frammí vann Lúlli og var hann spenntur mér við hlið í lúxus vagninum póló. Brunað var beinustu leið út í sjoppu þar sem María (sem alls ekki var sátt við að sitja aftur í) fékk sér pullu. Það var orðin einhver spenna á milli Maríu og Lúlla... ekki nóg með að Lúlli fékk framsætið heldur fékk hann alla athygli afgreiðslukonunnar! María var ekki sátt, en hresstist þó öll upp þegar hún leit við og sá kyssulegar varir hans, umm!
Það var sko enginn tími fyrir kossa og kelerí því við vorum á leið í skólann. Þegar upp í skóla var kominn var Lúlli alveg orðinn vel spenntur yfir að hitta ástina sína. Leiddum við hann svo á milli okkar upp á þriðju hæð skólans, Lúlli var bara orðin rjóður af allir athyglinni sem hann fékk... enda bara á nærbuxunum!
Það var ást við fyrstu sýn, það var ást við fyrstu sýn! Þegar Lúlli og Erla sáust í fyrsta skipti roðnuðu þau og voru bæði alveg eins og epli... æj, þetta var svo sætt!
Bekknum fannst þetta hið besta skemmtiatriði og er ég ekki í vafa um hverjir verða skemmtikraftar á næstu árshátíð! Kennarinn var samt ekki alveg að fatta þennan húmor (er hún húmorslaus eða?!!!) og sagði: Ég er greinilega sú eina sem er ekki að fatta þetta, viljið þið útskýra þetta fyrir mér?

Í pásunni og eftir tímann fékk nýja parið mikla athygli, en bara góða.. enda með myndarlegra pari sem ég hef séð! Eftir skóla brugði þau á leik fyrir ljósmyndara og er myndirnar hægt að sjá hér!

Að lokun vil ég bara óska Erlu og Lúlla til hamingju með hvort annað, lifið heil!!!

Didda @ 22:22 | |

07 mars 2005

Smá Auglýsing
Hér með auglýsi ég eftir peysu/skyrtu/lang-erma-bol sem er ónýt eða ljót eða ekki í tísku eða ónothæf eða bara druslupeysu sem er hætt að nota. Peysan á helst að vera hvít eða ljós. Þessa peysu/skyrtu/lang-erma-bol hef ég hugsað mér að mála svo þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hún líti illa út. Mig vantar þetta bara svo ég geti fullkomnað verkefnið mitt í myndmennt! :)

Þið vitið auðvitað að ég elska ykkur og ég er meira en til í að borga ykkur (í blíðu) ef þið viljið gefa mér :)

Didda @ 15:48 | |

01 mars 2005

Stóra stundin að renna upp...
Ég er bara rétt að fatta það að ég er að fara til útlanda eftir nokkra klukkutíma. Það hefur alltaf verið svo langt í þetta... en núna er það bara á morgun!! Skrítið.

Ég verð nú að viðurkenna það að ég er meira en hálfgert nörd, er eiginlega fullgert! Þið getið séð ástæðuna hér! :)
Ég var lögð í svakalegt einelti í skólanum i dag, hehe. Endaði með því að ég sagði greyjið stelpunni að slaka á og láta mig í friði... henni fannst það mjög fyndið!
"The wild side of Didda" var sú setning sem ég hef heyrt oftast í dag.. ef ég væri ekki svona góð stúlka þá væri ég búin að slá hana í hausinn... (með exi!) tíhíhí ;)

Ég er nú þegar komin með nokkur atriði á innkaupalistann sem ég á að versla úti fyrir vini og vandamenn:
Jónína vill fá almennilegt gervityppi sem drífur, hún vill það "röff".
Erla vill fá uppblásinn karlmann, þó hún hafi ekki not fyrir hann þessa stundina.
Jóhanna vill fá snyrtidót, þó hún eigi nóg af því.
Þórunn vill að ég hugsi til hennar þegar ég sé e-ð fallegt, glætan... ég kaupi það þá fyrir mig ;)
Sigrún vill að ég geri mér grein fyrir því að ég verði að kaupa e-ð falleg handa henn, glætan... þú komst ekki með neitt handa mér! :)
María vill fá Barnalandsbókina og að sjálfsögðu karton af caprí eða hvað sem það nú heitir. - ég skal athuga með bókina, en biddu Candy um að gefa þér rettur! :)
Mamma & Pabbi Vilja koníak, auðvitað kaupi ég eina stóra af því!
Amma vill bailys (eða hvernig sem það er skrifað), auðvitað elsku amma... vil endalega koma kvöldkaffi til þín hvenær sem er!!!
Freydís vill fá góða fermingargjöf! :)

Ef það eru fleiri óskir, endilega látið mig vita...!! ;)

Kveð að sinni og við sjáumst hress þegar á klakan er eftur snúið!!!
Útlönd - Here I come!!!

Didda @ 22:45 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>