.:The sense of Didda:. | |
28 september 2005 Maður er alltaf í einhverjum átökum. Heilsuátaki, grenningarátaki, lærdómsátaki, peningaátaki og fleira og fleira. Átök eru ágæt en hægt er að gera þau skemmtileg með ýmsum leiðum, t.d. ef nokkrir taka sig saman og hafa keppni!Ég á líka margar vinkonur sem eru einhleypar, og já ég er það víst sjálf líka! Ég þoli ekki líf einsetumannsins og langar kærasta. Veit að flestar ef ekki allar þessar einhelypu vinkonur mínar hugsa eins! Þess vegna legg ég fram þá hugmynd að við förum í deit-átak! Átakið er semsagt þannig að allir þáttakendur leggja ákveðna upphæð í pott og svo er skellt sér út á lífið... síðan er bara keppni hver nær sér fyrst í eitthvað bitastætt! Þetta er ekki alveg úthugsað en ég geri ráð fyrir að þetta verði mjög spennandi... sérstaklega þegar maður hugsar um að þetta átak snýst um bera karlmenn og peninga! Hverjir eru með??? Erla, Sigrún, Hófí, María, Jónína, Jóhanna, Sigga Fanney, Helga, Brynja, Guffa, Marta, Þórunn Á., Eva María.... skráið ykkur í keppnina kellingar --ein í rrrrruglinu!
27 september 2005 Soldið skondið en fróðlegt ástarpróf, prófið! ;)
25 september 2005 Góð byrjun á annars ágætu kvöldi! :)
24 september 2005 Mig dreymdi í nótt......að það væri verið að elta mig. Rétt áður en ég vaknaði var reynt að nauðga mér. Þegar ég svo vaknaði hugsaði ég með mér: "var einhver að reyna að nauðga mér í nótt". Ótrúlegt hvað svona draumar geta ruglað mann í rýminu. Ég meira að segja fann til í bakinu þar sem einn nauðgaranna sparkaði í mig. Ég held ég sé alveg kolrugluð. Ég var ekki viss um að þetta væri draumur fyrr en ég gerði mér grein fyrir því að ég var enn í sokkum. Ég var nefnilega berfætt í draumnum! Er þvílít ánægð að mér var kalt á tánum í gær og ákvað að sofa í sokkum. Annars væri ég enn í vafa. ...og kannski á leið að kæra!
create your own visited country map or write about it on the open travel guide
21 september 2005 Sjúka fjölskyldanÁ tvem dögum hafa þrír af sjö fjölskyldumeðlimum slasað sig! Ég slösuð á nýra, pabbi liggur á sjúkrahúsi og Einar slsaður á hendi. Mamma, Þórunn, Freydís, Helga (og fylgifiskar) farið vel með ykkur... veriði bara heima undir sæng. Ekki gera neitt sem er ekki bráðnauðsynlgt. Ekki elda, pantið heimsent! ;)
20 september 2005 Drama drama drama....Dagurinn byrjaði ekki vel... hann byrjaði eins og kvöldið endaði, þegar ég loksins sofnaði! Sárveinaði af kvölum. Ristilstífla átti það að vera... svo þið getið ímyndað ykkur hvað gerðist næst!!! Jújú, laxerinn stunginn upp í boruna og beðið átaka. Þurfti ekki að bíða lengi og ég gæfi mikið fyrir að geta séð svipinn á Sigrúnu þegar ég öskraði innan af klóssti: "SIIIIIIIIGRÚÚÚÚÚN!!!!!! KVEIKTU Á ÚTVARPINU, NÚNA!! HÆKKA HÆKKA!!" Sprengingarnar dundu yfir og ég er ekki vafa um að þær hafi heyrst yfir í næstu íbúð! Girnó! :) Eftir að vera búin að gráta mjög mikið að kvölum í gær ákvað ég að fara til læknis! Það ætlaði þó aldrei að ganga þar sem ég lá sárkvalin á gólfinu og ætlaði aldrei að geta staðið upp... en komst þó! Lækninum leist ekkert á blikuna og sendi mig með hraði upp á bráðavakt, oh my!!! Hann taldi það næstum öruggt að ég væri með nýrnasteina kast! Samt fannst honum ekkert athugavert við það að ég mynda keyra sjálf upp á bráðavakt, heppin að ég sé á lífi eftir þessa skelfilegu ökuferð! ;) Þegar á bráðavaktina var komið beið ég og beið og beið og beið eftir að komast að... Var orðin heldur betur pirruð þegar að gamlar feitar konur sem komu á eftir mér voru sendar inn á undan mér. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu er greinilega vant því að sjá fólk kveljast, því þau kipptu sér ekkert upp við það þó ég væri komin hálfa leið niður á gólf og óhljóðin bárust út um alla biðstofun. Kvölin var svo mikil að þegar foreldrar með alblóðugt barn komu hlaupandi inn langaði mér mest til þess að standa upp og öskra: "ÉG ER NÆST, ÉG ER NÆST!" en ég hélt aftur að mér... Loks var kallað á mig og ég beðin um að pissa í glas og mæla mig með rassmæli!!!! Æði gæði! Eftir rassmælinguna beið ég í óratíma eftir að læknirinn léti sjá sig. Loksins þegar hann kom strauk hann mér út um allt og var það algjör töfra lækning, ha ha :) Svo sagði hann: "Ætla aðeins að hugsa málið, kem eftir smá stund". Allt í lagi, ég leggst niður og meira að segja sofna! Þegar ég vakna er þessi smá stund hans ekki enn liðin! Endar með því að ég fer fram og athuga hvort þau hafi nokkuð gleymt mér, enda nærri dauða en lífi. Var þá send beint upp í ómskoðun þar sem mér leið pínu eins og ég væri ólétt.. úúúúúú ;) En nei úr þessari ómskoðum kom nákvæmlega ekkert í ljós, jú reyndar það að ég er ekki með nýrnasteina! Eftir að læknarnir voru búnir að þukla vel á mér og smyrja mig alla út í einhverju geli er ég bara send aftur niður á biðstofu, jei jei! Loksins loksins loksins er biðin á enda og komið er í ljós að ég er með sýkingu í nýra! Ligg nú heima uppdópuð af sýkla- og verkjarlyfjum... já lífið er ekki alltaf yndislegt ;) Hugleiðing dagsins: Ætli læknar fái aldrei standpínu að störfum?! Ég er ekki að segja að ég sé rosalega kynæsandi, sem ég reyndar er!! En ég meina þegar þeir eru nú komnir næstum upp á brjóst og niður að því "heilaga" þá er nú voðinn vís, eða mynduð þið ekki halda það? ;) Ég var víst "klukkuð".. takk Sigrún ;) Ég var nú samt ekkert að fatta hvað það er að vera klukkaður en.. þá á ég víst að skrifa 5 tilgangslausar upplýsingar um mig, vær så god!
Ég er líka nýbúin að komast að því að ég er þokkalega mikill spennufíkill... og geri næstum hvað sem er fyrir smá spennu... crazy crazy ;) Nú "klukka" ég Örnu og Lilju - - "klukk-klukk"
18 september 2005 Þegar ég vaknaði í morgun.....og fór fram tók á móti mér þessi ógeðslegasta lykt sem ég hef á ævi minni fundið!!! Ég gekk hnusandi út um allt, en lyktin virtist vera búin að ná að dreifa sér alltstaðar svo það var erfitt að greina hvaðan hún kom.. þannig að ég ákvað að þessi skítafýla (sem lyktaði verr en versti skítur) hlyti að koma innan úr herbergi Sigrúnar! Ég kunn nú ekki við að ráðast inn í herbergið hennar í leit af ólyktinni, ef ske kynni að hún væri nú ekki ein þarna inni! Ég held inni í mér andanum og reyni að ímynda mér að þetta sé einhver sú besta lykt sem völ er á. Mér gengur ekki vel í ímyndunarleik mínum og kúgast mjög þegar ég reyni að drekkar jógúrtið mitt... Haldiði að ég komi ekki auga á viðbjóðinn sem liggur í ruslinu!!! Jújú, þarna er það.. silungsflak! Og ekki nóg með það að það sé silungsflak í ruslinu... heldur er ruslið ekki inni í skáp heldur frammi á gólfinu!!!! Sökina á Sigrún, því ég kem ekki nálægt neinu því sem heitir fiskur með roði! Núna sit ég inni í herbergi með lokaða hurð og galopin glugga og bíð eftir að Sigrún vakni svo hún geti farið út með viðbjóðinn! Didda í skítafýlu! Fór í ansi hreint skemmtilegt matarboð á föstudaginn þar sem ég og Sigrún sáum um matinn! Alveg satt sko! Ég var (og er) þvílíkt sátt með mig... handþeytti alvöru súkkulaði köku sem bragðaðist hreint út sagt unaðslega vel!! :) Allavega hef ég sett myndirnar sem teknar voru á netið, enjoy!
17 september 2005 Ég er nú meiri sóðinn!Hvað er eiginlega þetta hvíta á milli brjóstanna á mér?!! (klikkið á myndina til að stækka)
13 september 2005 Klikkunin er greinilega í blóðinu!í dagfór ég með bróður mínum í heimsókn til ömmu. Þetta var ein sú fyndnasta heimsókn sem ég hef farið í lengi. Ekki leið á löngu þar til bróðir minn var farinn að spurja ömmu mína hvort hún væri ekki abbó út í allar konurnar sem afi okkar hittir á hverjum degi í eldriborgara föndri.. og spyr svo "hvað myndir þú gera ef afi myndi kyssa aðra konu?". Ræddum við um daginn og veginn og gömul vinahjón ömmu og afa... þá segir bróðir minn "amma, helduru að þau geri það ennþá?". Ég hélt ég yrði ekki eldri og hló og hló, og hlæ ennþá! Kom mér þó skemmtilega á óvart hvað amma kom sér vel út úr þessu og tók bara þátt í þessu.. hún sagði t.d. "ég er alveg fullviss um að þau geri það ennþá, noti spólur og svoleiðis". Já, held þessi stutta heimsókn hafi gert daginn betri! :)
11 september 2005 Fékk áðan sms frá vinkonu minni sem hljóðaði svo: "var að muna að við fórum næstum í sleik á klostinu á vegó".Ég veit ekkert um hvað hún er að tala, hún hlítur að hafa sent þetta í vitlaust númer!! Eftir kvöldið í gær held ég að það sé í lagi þó ég segi í örugglega 100 skipti, "nú er ég hætt að drekka". Þetta var meiri vitleysan! Bibba & Sandy komnar með blogg.... verður örugglega spennandi að fylgjast með því... nú báðar á lausu svo ekkert sem getur stöðvað þær í vitleysunni, jú nema skynsemin.. en skynsemin er e-ð lítil þegar þær koma saman :)
08 september 2005 umræðan hér að neðan hefur gengur út í öfgar og ég segi henni hér með lokið... áður en ég æli.Takk fyrir mig.
06 september 2005 ég auglýsi hér með eftir aðdáanda/um og ósiðlegum tilboðum!áhugasamir vinsamlegast hafið samband við mig.
04 september 2005 allur er varinn Gú-GúSíðasta daginn á Mallorca þurftum við að vera búin að pakka öllu dótinu okkar og skila af okkur herberginu kl. 12.00 en fórum ekki út á flugvöll fyrr en 19.30... þess vegna var öllum íslendingunum á hótelinu, sem ekki voru margir, boðið uppá herbergi sem allir höfðu aðgang að. Allt í lagi með það nema að tveir af ferðafélögum mínum fara inn í þetta herbergi að gera númer 2.. haha. Þegar ferðafélagar mínir tveir koma aftur segja þeir okkur hinum tvem ferðafélugunum frá því að inni í herberginu voru allskonar sprautur og nálar og svona. Þá fór nú hrollur um mig og vildi ég nú ólm láta starfsmenn vita af þessu, fannst þetta heldur óhugnalegt.. Starfsmönnunum var svo slétt sama en eftir að ég var búnin að búa til nýtt orð á ensku yfir sprautu og leika leikrit þar sem ég sprautaði eiturefnum í handlegginn á mér ákvað maðurinn að fara á vettvang. Ég sit úti í garði og njósna um manninn þar sem hann gengur inn og út úr herberginu og finnst mér þetta afar dularfullt, fílaði mig doldið sem Dick Tracy! Allt virðist vera í fullum gangi og ég ákvað að yfirgefa njósnstaðinn minn og gera e-ð annað.... en þá kallar þessi ágæti hótelstarfsmaður á mig og segir: Varstu að tala um þessar ilmvatnsprufur?!!! Þarna hélt maðurinn á skál með helling af ilmvatnsprufum í! Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri! og það eina sem ég gat stamað upp úr mér var: She thought this were needles og benti á ferðafélga minn... ha ha, kenndi henni bara um þetta! :) Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri og ég á örugglega alltaf eftir að fara að hlægja þegar ég hugsa um þetta! Bara snilld ;) Og hvað má maður læra af þessari reynslu... jú, hvað sem gerist þá er allavega búin að skapa skemmtilegt ævintýri sem alltaf má hlægja af... og að næst þegar maður heldur að eitthvað sé sprauta, þá má maður gleyma því... þetta er bara ilmvatn ;)
|
Didda... Já! Ég er líka gröð!!!!! Gestabók Fræga fólkið Arna Photo Ómissandi Velgefnar Stúlkur spakmæli Hvar er slátrið?!! gamalt og "gott" febrúar 2003 |