.:The sense of Didda:.

28 febrúar 2006

ég óska eftir
kalli, íbúð, peningum, barni, hamingju og utanlandsferð.
sjálf er ég mjög skemmtileg, falleg, góð, þægileg, liðleg og svona mætti lengi halda áfram.
alls ekki frek, ákveðin, skapstór eða pirruð.
didda!

Didda @ 18:44 | |

20 febrúar 2006

4 störf sem ég hef unnið um ævina
1. Leikskólinn Vinaminni - aaaalveg laaaang best
2. Kaupfélag HKB - ágætis afþreying
3. Hraðbúð Esso - Yfir bíldælingur og þjófagómari... haha
4. Gistihúsið Egilsstöðum - fyrsta alvöru vinnan

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
1. Shrek 1 & 2
2. Grease
3. Madagascar
4. Allar myndir - sofna alltaf svo það tekur margar tilraunir að klára heila mynd!!

4 staðir sem ég hef búið á
1. Egilsstaðir - Laugavellir 6
2. Danmörk - Uldum, Højskolebakken 11
3. Reykjavík - Rauðilækur 63
4. Reykjavík - Grýtubakki 8

4 TV þættir sem mér líkar
1. One Tree hill - líf mitt og yndi
2. CSI - Cut, Sexy, Intelligent .... alveg eins og ég
3. Desperate housewifes - ávanabindandi
4. Sex and the city - kláraði alla þættina á 4 dögum!

4 síður sem ég skoða utanvið blogg
1. www.khi.is - þegar ég þykist læra
2. www.mbl.is - þegar ég þykist gera e-ð gáfulegt
3. www.einkamál.is... nei www.einkabanki.is :) - þegar ég þykist hafa peningavit
4. www.b2.is - þegar ég þykist hafa ekkert betra að gera

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
1. Mallorca - í boði mömm o pabba ;)
2. Costa del Sol - útskrifaferð!!!
3. Krít - þangað ætla ég aftur
4. London - fyrsta skipti til útlanda ... í góðra vinahóp

4 matarkyns sem ég held uppá
1. Jólamatur a la Mamma
2. Kjötsúpa
3. KFC
4. Lasagne a la Ég

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna
1. Reykjavík - þú veist hvað ég meina
2. Spánn - sól sól skín á mig...
3. Edinborg - Arna og Didda í demants hugleiðingum....
4. Danmörk - þykjast eiga pening og eyða honum öllum

4 bloggarar sem ég klukka
1. Lilja
2. Lísa
3. Eva María
4. Brynja

Didda @ 21:06 | |

14 febrúar 2006

~Auðunn Ingi inkreddibúls ~

Svona eru menn ótrúlega sætir - alveg eins og Didda frænka!
Það er ekki amalegt að eiga svona fallega fjölskyldu ;)

Didda @ 20:16 | |

11 febrúar 2006

Ég virðist ekki geta einbeitt mér við að vinna verkefnið sem ég ætti að vera að gera. Samt get ég fundið mér ýmislegt að gera sem skiptir nákvæmlega engu máli!

Mér finnst mjög einkennilegt að bær sem á að vera í svona mikilli uppbyggingu hafi ekki upp á neitt að bjóða. Já, að sjálfsögðu er ég að tala um Egilsstaði.
Það er nú ekki langt síðan sem alltaf var talað um bæinn sem svo mikinn fjölskyldu bæ og á sama tíma var ekki nema 1 leikvöllur í bænum og það voru foreldrarnir í hverfinu sem sáu um hann, en þá tek ég ekki með leikvöllinn fyrir utan grunnskólann eða leikskólann. Það mætti halda að bæjarstjórnendum eða skipulagsfólki sé svo mikið í mun að stækka og stækka byggja og byggja að þeir gleymi fólkinu sem hér býr. Nóg um það, ég held það séu núna komnir 2 leikvellir í bænum, frábært alveg!!

Núna er ég stödd hér í bæ og skemmti mér svona konunglega. Þetta er 2000 manna bær og ef maður vogar sér út fyrir dyr þá sér maður kannski mesta lagi 10 manns úti. Hér er nákvæmlega ekkert um að vera. Bærinn á ekki einu sinni félagsheimili þar sem hægt er að halda mannamót og skemmtanir, nei nei. Hef ég heyrt að breyta eigi Valaskjálf í íbúðarhúsnæði. Já, það er vissulega hægt að græða á því. Ný elliblokk í Valaskjálf! Ha ha ha Þar sem ég sé nú ekki fram á að ungt fólk streymi í bæinn. Það verður spennandi þegar öll böll verða haldin niðri á fjörðum, keyrt þangað á rútu í mismunandi færðum og foreldrar sitja sveittir heima og biðja þess að börnin komi heil heim og ekkert komi fyrir á leiðinni.

Ég man þegar ég var lítil þá var líf og fjör á Egilsstöðum. og ég er nokkuð viss um að það var ekki bara vegna þess að ég var lítil. Hér var miklu meira að gera en er núna. Mér er svosem sama þó það sé ekki bíó, þó það væri lúxus, en það sem verra er... hér er ekkert mannlíf! Kaupfélagið og Bónus eru staðirnir þar sem hlutirnir gerast!

Didda @ 21:33 | |

Ég er allavega ánægð!
og ég vona að Tinna Björk geri sér grein fyrir því að hún er búin að gera sig að algeru fífli með stælum, móral og fílusvip!

Langt síðan hún átti að detta út!! "Vona að dómnefndin sé ánægð núna" Hvað er málið með það? Eins og það sé einhver persónuleg árás á hana að hún sé ekki nógu góð í þessa keppni. Je dúdda mía!! Hún gat ekki einu sinni sungið lagið í réttri tónhæð, hólí mólí!
Loksins loksins segi ég nú bara. Hún allavega gat hamið sig smá og haldið kjafti.

Voðalega er ég eitthvað jákvæð :)

Didda @ 01:21 | |

09 febrúar 2006

Adventure man
You scored 65% masculine, 47% athletic, 72% exotic, and 31% refined!
You like a man who doesn't need the crazy muscles to prove he is a 100% man. He is mysterious and his pictures make you want to jump into his head to see what is going on in there...or his pants I suppose. You like a little bad-ass in him and you may like someone like.....Jude Law. But let's face it, the whole point of this was to look at a bunch of hot guys.

Didda @ 00:14 | |

07 febrúar 2006

Ég fékk nýtt debetkort á föstudaginn.
Á laugardaginn týndi ég því svo.

Gruna Maríu sterklega um að hafa rænt því ... vegna þess að hún veit að ég kem hið snarasta að sækja það!!

Mér hefur ekki enn verið boðið á þorrablót í sveitinni. ÞÓRUNN!! En það er kannski allt í lagi, ég geri engan skandal (vonandi) heima hjá mér! ;)

Ef þú hefur séð þetta kort - þá vinsamlegast skilaðu því!

Didda @ 22:11 | |

Það skiptast á skyn og skúrir.

Í gær sagði stelpa nokkur á leikskólanum: Didda, ég hata þig!
Og ég spurði sjálfa mig hvað í ósköpunum ég væri að pæla að læra þetta!!

Í dag sagði önnur stelpa á leikskólanum: Didda, ég elska þig!
Og ég skildi sjálfa mig mjög vel að hafa ákveðið að læra þetta!!

Stundum gaman. Stundum ekki gaman.

Annars er allt nokkuð eðlilegt hjá mér. Ég nenni hvorki að vakna né fara að sofa og enn síður að fara að "vinna" á leikskólanum. Þó þetta sé allt saman alveg ágætt! ;)

37 dagar þar til vettvangsnámi líkur og ég fer suður.
27 virkir dagar þar til vettvangsnámi líkur og ég fer suður.

Didda @ 21:35 | |

05 febrúar 2006

Þá er ég komin aftur heim til egilsstaða en um helgina var ég heima í reykjavík.
Ég afrekaði það að gera margt sem ég ætlaði mér ekki að gera og gera ekki það sem ég ætlaði að gera!!

Ég fór á reunion árgangs '82 frá egilsstaðaskóla og var það voða voða gaman, hef ekki séð marga sem þar voru í mörg mörg ár.

Helgin var allt of fljót að líða og var tíminn að mestu nýttur í að kela, drekka bjór, koma út úr skápnum (og inn aftur) og svo tóku Bibba og Sandy smá tjútt í bænum ... alveg þar til ég stakk hana af, haha!

Get svo ekki beðið eftir að vikurnar sex líði ... því þá verður aftur haldið reykjavíkur þar sem sama prógramm verður endurtekið ;)


myndir frá ríjúníoninu má finna hér!
www.picturetrail.com/didda-litla

Didda @ 19:36 | |

01 febrúar 2006

Hófí, Svava, Erla, Marta - ég vil bara minna ykkur á að þið skrópuðuð í tíma í dag og ég var sú eina sem ekki skrópaði!

María - ég vil bara minna þig á að ég sakna þín og hættu að gera einhver strákapör þegar ég sé ekki til, þú veist þú getur ekki leynt mig neinu!


Í gær fór ég að sofa kl. 21.00 - svoooo mikið hef ég að gera hér fyrir austan! :)

Allir hinir - ég vil bara minna ykkur á að svara spurningunum hér að neðan ;)

Didda @ 16:16 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>