.:The sense of Didda:.

31 maí 2006

Ég elska sumarið. Ég elska sólina. Ég elska að geta farið út og hlaupið nakin í stuttbuxum.

Mér finnst ekki jafn gaman að horfa á trilljón brjóst í The L-word með pabba mínum!!! En samt finnst mér gaman að horfa á brjóst og the l word, bara ekki með pabba :)

Didda @ 16:46 | |

28 maí 2006

Ég hef lengi vitað að ég sé rosalega falleg og myndarleg. Fljótlega eftir að ég uppgvötaði hversu falleg og myndarleg ég er þá gerði ég mér grein fyrir því að þessari ótakmörkuðu fegurð myndu fylgja ýmsir ókostir. Til dæmis að fólk myndi horfa á eftir mér þegar það mætir mér á götu, klipið í rassinn á mér í tíma og ótíma, blístrað, flautað, kallað og jafn vel beðin um að sitja fyrir á myndum. Ég var sumsé undirbúin undir næstum allt. Í dag var ég samt ekki undirbúin undir það sem átti eftir að eiga sér stað. Ég held það hafi dottið af mér allar dauðar þegar ég rölti um kaupfélagið og var farin að finnast maðurinn fyrir aftan mig vera búinn að fylgjast ansi vel með mér. Ég átti von á hverju sem er... en ekki því að hann væri að taka mig upp á vídjóvél!!!
Þessir karlmenn... ráða bara ekki við sig þegar ég er annars vegar!!

Kaupfélagið.... þar sem ævintýrin gerast!!

Didda @ 17:40 | |

27 maí 2006

Í dag er ég búin að sjá tvö lítil börn sem stelpur frá egilsstöðum eiga. Einhvern veginn þá virðast flestar stelpur sem ég þekki eiga börn, óléttar eða í barneigna hugleiðingum. Er þetta eitthvert æðið sem gengur yfir... eða er maður kominn á aldur?

Þá fór ég að hugsa... ætli ég sé brengluð eða bara soldið á eftir.
Ég á ekki barn, er ekki ólétt (svo ég viti, haha) og langar bara alls ekki í barn þessa stundina. Ég á ekki heimili, heldur er búslóðin í bílskúrnum og bý ég hjá mömmu og pabba í sumar og vantar íbúð fyrir veturinn. Ég á ekki kærasta og hef ekki fundið neinn efnilegann. Ég á enga peninga og ég virðist ekki getað ræktað þá í blómapotti. Ég veit ekki hvað ég vil gera í framtíðinni og get ekki ákveðið hvað ég vil læra eða gera... þó ég sé alltaf að læra. Ég veit ekki hvar ég vil vera því ég vil alltaf vera þar sem ég er ekki.
Nú hyggst ég hækka meðal aldurinn og finna mér kall sem á börn og hús og peninga og getur ákveðið hvað ég vil, hvenær ég vil það og hvernig. En hann ætla ég að finna í danmörku og hann má heita Lars, Hans, Pers og Sven. Í danmörku ætla ég svo að drekka bjór frá morgni til kvölds og hafa það gott (því þið vitið hvað bjórinn fer vel í mig) og láta karlinn skeina og skipta á, því þetta er jú hans börn!!

Didda @ 15:45 | |

23 maí 2006

Spádómur
Ég lét spá fyrir mér í bolla á föstudagskvöldið. Hef aldrei séð svona lítið kaffifar í neinum bolla áður...
Spádómurinn hljóðaði svo: Ég sé að þú ert að fara í ferðalag. Þú átt eftir að hitta einhvern í þessu ferðalagi.

Ég verð að viðurkenna að þessi spádómur hljómaði aðeins skýrar á föstudaginn, enda Bibba komin í heimsókn. Ég allavega ætla rétt að vona að ég hitti einhvern þegar ég fer í þetta ferðalega... Yrði einmanalegt alein :)

Didda @ 00:13 | |

22 maí 2006

Er guð til? Hvar?
Ég fæ sting í hjartað og tár í augun.
Samt léttir.

Didda @ 07:56 | |

21 maí 2006

Here's a Quiz for You on QuizYourFriends.com

Didda @ 15:17 | |

Ég fékk email í gær um að ég ætti enn möguleika á að fara til danmerkur í haus. Hélt ég væri alveg búin að klúðra því og búin að sætta mig við það. Núna veit ég ekkert hvað ég á að gera!! Hafiði vitað meiri vandamála konu en mig!!

Það er alltaf verið að koma upp um mig og mína lifnaðarhætti, ömurlegt sko.
Sigrún fór ekki fyrir svo löngu á Hlölla að kaupa sér æti, þetta var um nótt og var liðið nokkuð ölvað. Allavega þá hef ég undanfarið verið með sérstakan díl hjá Hlölla mönnum, förum ekki nánar út í það. Jæja, Sigrún er sumsé komin á Hlölla og kannast eitthvað við afgreiðslumanninn, sigrún er mjög skörp og var fljót að tengja. Segir svo við afgreiðslustrák: Hey! þú þekkir Diddu!! auðvitað var strákurinn ekki lengi að kveikja - enda ekki skrítið miðað kynþokka. Svo þegar báturinn hennar Sigrúnar er til þá segir áfgreiðslustrákurinn: Nei nei, þetta er allt í lagi... Didda tottar mig bara fyrir hann!!!

Skemmtilegt orðspor sem ég hef komið á mig... kannski maður ætti að fara að halda á sér munninum lokuðum. (þá meina ég að almennt halda kjafti) ;)

Annars er ég að hugsa um að hætta í vinnunni... og flýja eitthvað þar sem enginn þekkir mig!! Núna allavega hef ég ákveðið að fara til DK! ha ha ;)

Didda @ 11:06 | |

19 maí 2006

Ég er farin að halda að ég sé ekki að standa mig í leit að ást.
Á meðan ég læt mig dreyma um endaþarmsm... nei ég meina meðan ég sit heima og hekla eru vinkonur mínar strögglast við að finna mann sem hentar mér.

María hefur víst fundið einn sem á víst ákaflega vel við mig. Hann syngur, drekkur og vinnur í kb banka. En kb banki hefur einmitt verið duglegur að sjá mér fyrir ýmislegri þjónustu í vetur. Kannski maður skipti um banka.. fyrst þjónustan er svona góð hjá þeim!

Arna virðist líka vilja koma mér út og dreyfir til mín efnilegum mönnum eins og hún fái borgað fyrir það. Hún er samt með hugan við Egilsstaði en þeir menn hafa oft verið mis karlmannlegir og held ég sé ekkert að fá þaðan. Allavega ekki ennþá.

Ég hef líka verið óvenju oft spurð að því á síðustu dögum hvernig Blámi sé að standa sig á þurftar tímum. Blámi er enn ofan í kassa, stefnir allt í að ég þurfi að fara að taka upp úr kössunum.
Var líka spurð að því í dag hvort ég ætti ekki uppblásinn karlmann. Hann reyndar gaf ég og hefur hann reynst vel. Sá karlmaður gerði líka ekkert gagn þar sem á hann vantaði fimmta útlim. Hann er samt óttalega sætur hann Lúllu, aaaawww!!

Þó ég sé farin að halda að það standi á enninu á mér á lausu en alltaf að leita þá finnst mér einveran ágæt, þar til mér er farið að leiðast. Mér leiðist reyndar frekar oft. Vantar bara vin, má ekki annars skipta um skoðun? ;)

Didda @ 18:08 | |

17 maí 2006

Meira af mér og minni vitleysu...
Ég ákvað áðan að skella mér upp í sveit í heimsókn til þórunnar.. Á leiðinni hitti ég ótal fugla og þar á meðal trilljón gæsir, vini mína!! Þessar gæsir voru í einhverju áhættu flugi þegar ég kem svífandi um á brjálaða bílnum mínum. Verður mér svo um og ó, eins og fyrri daginn, að ég gríp fyrir augun og öskra mig hása. Vissi svo auðvitað ekkert hvað varð um gæsirnar... því ég ók blindandi.. hversu gáfulegt sem það nú er. Ég ek áfram eins og ég eigi lífið að leysa og gengur allt bara prýðis vel... þar til ég slekk á útvarpinu!! Haldiði að ég heyri ekki þetta svakalega skrítna hljóð. Ég skil ekkert í þessu hljóði, enginn í bílnum nema ég og engin rolla eða neitt á veginum. Haldiði ekki að Bibba birtist þá sem snöggvast og fær nett taugaáfall!!! Bibba er eins og þið flest vitið soldið ýkt í hugsun og allri hegðun!! Bibba kippist til, tekur um höfuðið og bítur í neðri vörina. Ónei, ónei! gæsin er föst við bílinn og emjar og veinar. Ónei, ónei! Bibba verður það skelkuð að hún varla þorir út úr bílnum þegar í sveitina er komið... en ákveður að láta ekki eina gæs hræða sig. Hún opnar hurðina og tekur til fótana og hleypur (í orðsins fyllstu merkingu!) nema hvað... hún gleymdi öllu draslinu í bílnum!! Fjandans ólán! Bibba herðir sig upp á hleypur í bílinn og tekur svo sprettinn aftur inn að húsi. Hún lét sig hafa það að kíkja aðeins framan á bílinn... en nei, engin gæs! Þegar líður á kvöldið heyrist undarlega hljóðið aftur... hver andskotinn er þetta, hugsaði ég með mér. Þá hafði ég í einhverjum óvitaskap skipt um stillingu á símanum mínum og þetta dularfulla hljóð var sumsé sms-hljóðið í símanum mínum!!!

Þarna fór nú Bibba alveg með það. Eins gott að ég er ekki Bibba, guð sé lof!!

Didda @ 23:08 | |

15 maí 2006

Vá, bara þrjú blogg þrjá daga í röð!!
Það er ekki vegna þess að ég hafi eitthvað merkilegt að segja, alls ekki. Ég bara hef ekkert að gera. Er ennþá að reyna að skilja hvers vegna ég ákvað að fara austur, man það stundum en gleymi því yfirleitt fljótt aftur. Vinnan reyndar mjög ágæt, allavega ennþá.. haha! Þarf greinilega að fara að finna mér utan-vinnu-hobby. Any ideas? ;)

Kannski ég taki bara tilboðinu hér að neðan... ég hef þá allavega eitthvað skemmtilegt að gera á meðan! hahahaha...!!!

Didda @ 21:13 | |

14 maí 2006

Í dag var ég að keyra með systrum mínum frá jarðböðunum á Mývatni og heim á Egilsstaði þegar við tökum eftir því að kallinn í aftursætinu í bílnum fyrir framan okkur er alltaf að kíkja á okkur. Þetta var farið að vera ansi kjánalegt og fórum við að velta því fyrir okkur hvort hann væri í konuleit. Þetta varð örlítið kjánalegra þegar maðurinn tók upp kíki og til að sjá okkur betur. Ég vissi að ég væri sæt en ekki að ég væri svoooona sæt!!

Svo átti ég samtal við ónefndan karlmann frá egilsstöðum á msn í dag. Þetta er samtalið í grófum dráttum.

didda says:

didda says:
egs í sumar?
Ónefndur says:

Ónefndur says:
já eiginlega
Ónefndur says:
nú, ertu að spá í bólfélaga?
Ónefndur says:
hehe
didda says:

hmm... haha
didda says:
bara forvitin
didda says:
nú, vantar þig bólfélga?
Ónefndur says:
já í sumar
Ónefndur says:
haustið jafnvel líka
Ónefndur says:
vantar þig?
didda says:
það er aldrei að vita
Ónefndur says:
er bara þokkalega góður sko
didda says:
góður?
Ónefndur says:
já góður bólfélagi
didda says:
já þú meinar það
Ónefndur says:
þú hlærð kannski en það er samt staðreynd

Þetta er ekki fyrsta svona samtalið sem við eigum...!
En til að fyrirbyggja allan misskilning þá var boðinu hafnað.

Didda @ 20:32 | |

13 maí 2006

KRABBI 21. júní - 22. júlíAllt annað víkur fyrir þörf krabbans fyrir þægindi. Þess vegna áorkar hann meiru þegar hann er heima hjá sér að vinna. Taktu eftir: vinsældir þínar hjá gagnstæðu kyni eru einstaklega miklar núna. ---
Fyrsta setningin á svo sannarlega við mig. Ég þarf sumsé að fara heim til þess að vera dugleg að vinna. Hef ekki tekið eftir þessum auknu vinsældum... en bíð spennt! (lísa, þá hætti ég kannski að væla) haha...

Annars er ég byrjuð í vinnunni og líkar ágætlega... hef aldrei verið á litlu deildinni þarna svo ég þekkti börnin ekki neitt. Strax komin með litla skugga sem mér líkar vel, enda öll algjörar dúllur... allavega ennþá ;)

Didda @ 13:42 | |

10 maí 2006

Vinna á morgun... jei jei!!
Vælandi krakka gemlingar, hor og skein!! get hreinlega ekki beðið, hehe ;)

ég er búin að vera hérna síðan á laugardag... ég er að vera crrrrrrrrrazy!!!
Verður voanandi betra þegar ég er byrjuð að vinna :)

Er hámarks hraðinn á egilsstöðum virkilega bara 20 km/klst??
Í hvert sinn sem ég fer í bíl, hversu stutt sem það er, þá set ég á mig belti.
Er maður orðinn svona vanafastur eða eru þetta ellimerki?? ;)

Didda @ 21:25 | |

07 maí 2006

Þeir sem hafa setið með mér í bíl þegar ég keyri utan bæjar og í myrkri.. vita kannski að ég er ekki besti bílstjóri í heimi. Ég á það nefnilega til að skrækja, loka augunum og jafnvel sleppa stýrinu og grípa fyrir andlitið þegar fuglar fljúga fram fyrir bílinn.
Í gær var ég einmitt að keyra frá Reykjavík til Akureyrar og síðan seint um kvöldið frá Akureyri til Egilsstaða. Einhversstaðar á leiðinni frá Ak - Egs þá flýgur gæs í veg fyrir bílinn. Ég veit ekki meir fyrr dauð gæs liggur á götunni fyrir aftan bílinn. Þá átti eftirfarandi samtal sér stað:

Freydís: dó hún?
Ég: jaaaá! ég keyrði yfir hana..
Freydís: en sjáðu þetta (og bendir á risa dauðaslettu á rúðunni) afhverju er þá svona á rúðunni?
Ég: ég keyrði yfir hana.... var það ekki?
Freydís: heyrðiru ekki dynkinn þegar hún lennti á rúðunni?
Ég: júúú ég heyrði dynkinn... Ég bara lokaði augunum svo ég sá ekki hvað gerðist eða hvar hún lennti!!!

TRAUSTVEKJANDI!!

Didda @ 13:25 | |

05 maí 2006

Ég er að gera verkefni sem ég á að skila í dag. Ef ég reikna með að hafa verkefnið jafn langt og bekkjarsystir mín sem ég hitti áðan.. þá á ég bara eftir að gera 23 blaðsíður. Af þeim blaðsíðum sem ég er komin með er meiri hlutinn myndir. Ég sé fram á að þetta verði tölvuverð vinna, sérstaklega þar sem ég er ekki með myndir sem munu fylla upp í 23 blaðsíður.

Getur þú nokkuð veitt mér hjálparhönd?

Didda @ 16:55 | |

01 maí 2006

Mig langar að fara heim og horfa á Pee Wee - nenni ekki að læra.

Didda @ 21:04 | |

Ég fór ásamt tveimur skólasystrum á ball með stuðmönnum á broadway í gær. Það er kannski ekki frásögufærandi... nema vegna þess að við ákváðum að skella okkur beint eftir lærdóminn. Þið kannski sáuð mig... ég var þessi þarna í íþróttabuxunum og flíspeysunni!!!

...hösslaði samt út á það, haha!!

Didda @ 14:25 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>