.:The sense of Didda:.

27 júní 2006

Mér fannst ég svo fyndin þegar ég skrifaði síðasta blogg... en greinilega engum öðrum ;)

Nýjasta kjaftasagan... didda preggó?!!! eða er það kannski engin kjaftasaga? hmm..!!

Didda @ 17:42 | |

22 júní 2006

Hér eftir verður hægt að nálgast skrif mín á Barnaland.is / umræður / meðgangan / annað

Didda @ 23:33 | |

18 júní 2006

Um daginn þá fór ég á barinn, sem er kannski ekki frásögufærandi... Nema ég ákvað að kaupa mér þann drykk sem ég er hvað sjúkust í þessa mánuðina.. vodka í cranberry, þökk sé Naríu! Ég er í einhverjum hrókasamræðum við ungan mann og gleymi mér um stund.. þar til ungi maðurinn segir við mig: Þú átt sko aldrei eftir að drekka þetta! Ég hélt nú annað og skildi ekkert í unga manninum, hvað var hann eiginlega að rugla. Ungi maðurinn var nú næstum farinn að hlægja af mér og var sko ekki að kaupa þessa vitleysu í mér. Ég fyrir tilviljun lít á barkonuna ... SEM ER AÐ HELLA KAMPAVÍNI í glasið hjá mér. Vodka í cranberry og vodka í kampavín, jújú það er aaaaalveg það sama!! Þetta var alveg ódrekkandi en það er nú allt í lagi. Barkonan var svo elskuleg að gefa mér afslátt... já, hún gaf mér 100 kr. í afslátt!!! hahahaha, það er aldeilsins örlætið þar á bænum!! Unga manninum var örlítið hlýrra til mín en barkonunni og gaf mér nóg að drekka í staðinn fyrir hundrað kallinn. Ég fór allavega sátt heim og man það hér eftir að mér finnst gammel dansk vont!!

Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi léleg í myndatökunum. Kannski vegna þess að ég er ekki með sálufélagann með mér.... Naría, þér mun líka vel í sveitinni ;)
Ég tók samt nokkrar myndir um helgina og setti þær inn á myndasíðuna (ritskoðað auðvitað)!!

Didda @ 21:59 | |

17 júní 2006

Gleðilegan 17. júní!
Ef ég er þekkt fyrir eitthvað þá hlítur það að vera hversu mikla skandala ég geri. Ég er vön að gera svo ótrúlega margt sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki gert.... en samt fæ ég yfirleitt ekki neinn mikin móral, hugsa frekar bara: Æ, hún Bibba!!!
Allavega... í gær þá gerði ég nákvæmlega ekkert af mér. Auðvitað gerði ég ýmislegt sem ég hefði mátt sleppa, en allt mjög smávægilegt miðað við að þetta er ég. Bibba lét semsagt ekki sjá sig í gær. Nema hvað að í dag líður mér alveg hrikalega illa. Ég bara veit ekki afhverju!!

En ein spurning: Lít ég í alvöru út fyrir að vera svona rosalega samkynhneigð?!!
Í gær voru 2 stelpur að gefa mér auga en ENGINN strákur!!!! Soldið lessuleg, hmm..!!

Didda @ 14:26 | |

10 júní 2006

Ég fór á fótboltaleik í dag með Erlu og Grími.
Einhvern tíman á meðan leiknum stóð segi ég Erlu frá því þegar Grímur var að spurja mig hvort hann væri ekki með stórt typpi. Pínu skondin saga það. Nema hvað.... haldiði ekki að krakkinn hafi heyrt til mín og byrjaði að segja háum rómi: Ég er með stórt typpi!! Ég er með stórt typpi!! Alveg á besta stað í bænum. Þeir byrja greinilega ungir að spá í þessu.

Didda @ 17:23 | |

06 júní 2006

Upprifjun...!
Ég var að rifja það upp að um daginn þá var ég úti á lífinu. Hitti þar mann einn sem ég kannaðist eilítið við og hann gaf sig á tal við mig og leitaði á mig. Þar sem þessi maður er ekki mikið fyrir augað og þar fyrir utan nokkrum tugum eldri en ég, þá hafði ég ekki hug á að kynnast honum betur - hvorki andlega né líkamlega. Fór ég þá undan í flæmingi og hörfaði eilítið á meðan hann brosti til mín, blikkaði og klappaði mér á rasskinn.
Maðurinn hefur eitthvað orðið var við að ég vildi lítið við hann hafa og sagði við mig: Ekki segja nei, prófaðu og ákveddu þig svo!

Ég lét ekki blekkjast. Ég er ennþá staðráðin í því að útlitið skipti sköpum. Læt sko ekki gabba mig svona. Þessi maður hefur greinilega ekki efast um færni sína í að eðlast og talið að eftir að ég myndi prófað þá væri ekki aftur snúið. Einu sinni smakkað... og það verður ekki bakkað!! Ef það gildir um þennan mann... þá get ég loksins farið að þakka fyrir að ég vil bara súkkulaði brúna og sykursæta karlmenn nálægt mér. Haha ;)

Didda @ 21:26 | |

05 júní 2006

Helgin gekk mjög smurt og sællega fyrir sig. Ég fékk samt að heyra það að ég ætti ekki að drekka, eins og ég hafi ekki vitað það fyrir!!! hmm..
Finnst samt fáránlegt þegar fólk er að segja manni að maður eigi ekki að drekka þegar maður er að drekka... eins og flestir vita þá varð ég við þetta þeim mun ákafari í að drekka frá mér allt vit og segja einhverja vitleysu. Ég get þá allavega alltaf kennt Bibbu um ef það fellur í slæman farveg, haha ;)
Plús það að þetta voru gamlar konur sem eiga fullt af börnum (alltaf að kynnast fleirum þannig). Ég get allavega réttlætt drykkju mína með því að á meðan ég hef engin börn til þess að fæða og klæða... þá hef ég ekkert annað við peninginn að gera nema eyða honum í áfengi og meira áfengi!!

Við skulum enda þetta blogg á orðunum:

Meiri bjór fyrir Did...Bibbu!!

Didda @ 22:22 | |

04 júní 2006

Ég er búin að setja inn nýjar myndir frá helginni.
Skellti mér á ball á Eskifirði með Í svörtum fötum.
Það var alveg ágætt.
Ótrúlegt samt hvað er endalaust mikið af smá krökkum á böllum hér fyrir austan, eða er maður kannski bara að eldast?

picturetrail.com/didda-litla

Didda @ 23:52 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>