.:The sense of Didda:.

21 maí 2009

Ég var í Kennó
Fór reglulega að læra á Bókó
Stundum datt mér í hug að fara út í Sígó
Eftir þar fékk ég mér alltaf Tyggjó.

Ég átti einu sinni Hund sem fór á Fund
Mig langar að eiga Kisu sem drekkur Mysu
Mig langar líka í Böku og Köku
En mest langar mig í innfæddan ræstitækni!

Didda @ 16:40 | |

28 desember 2007



Gleðileg jól! Ég sendi engin jólakort í ár, frekar en fyrri ár!! En treysti því að þið lítið hingað inn af og til. Vona að þið hafið það sem best nú um jólin og á nýju ári.. eða allavega fram í miðjan febrúar :)

Didda @ 00:22 | |

19 nóvember 2007

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel….getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.

Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.

Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn
svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.


Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.

Didda @ 00:05 | |

12 nóvember 2007

Loksins kom fólk í bæinn sem ég þekkiVúhú!!

Að því tilefni var ákveðin að hella í sig óhemju miklu magni áfengis.
Ekki það að ég þurfi tilefni til þess.


Þessi helgi var náttúrulega bara snilld!!

Á föstudaginn fórum við sigrún, sigrún, heiðdís og smári á herpes (pepes) og skemmtum okkur með besta móti.


Enduðum allar með herra, nema heiðdís.

Sigrún svindlaði náttúrulega aðeins því hún var þegar búin að næla sér í smára..







Ég held það geti samt enginn neitað því að síðasta parið er lang efnilegast.. þó svo ég hafi verið sú eina sem fór án herra heim í hús.

Á laugardaginn brunuðum við svo á neskau
pstað þar sem við elduðum góðan mat, drukkum ótæpilega, fórum á rokkshow og ball.


Þetta er helgi sem seint gleymist.
Héldum tískusýningu á ganginum, ormakapphlaup, jumpfit og sumir ákváðu að renna sér niður brekkuna fyrir framan egilsbúð (SJÖ SINNUM) hahaha!!



Didda @ 22:30 | |

06 nóvember 2007



What Type of Drunk Are You?

You are a Celebrity Drunk. By the time you've finished your first drink, everyone in the room knows your name; but by the end of the night, too many drinks might cost you your fame.
Find Your Character @ BrainFall.com

Didda @ 19:09 | |

23 október 2007

Vegna þess að ég hef "ekkert" að gera þá ákvað ég skrifa eitthvað klukk-blogg, því ég var klukkuð fyrir svona nokkrum mánuðum!!

  1. Þegar ég fer á klósettið finnst mér rosalega gott að tala í símann. Öðrum væntanlega til mikillar gleði og ánægju. Á það meira að segja til að fara sérstaklega á klósettið þegar það er hringt í mig, bara vegna þess að mér finnst það þægilegt. Kannski það sé vegna þess að það virkar slakandi á mig, veit ekki!! Ef ég er ekki að tala við neinn í símann þá á ég það gjarnan til að taka tölvuna með mér, en það verður vanalega til þess að ég er mjög lengi á klósettinu. Þetta er samt ekki í hvert sinn sem ég fer á klósettið, bara svona annað hvert! haha

  2. Ég er ótrúlega myrkfælin. En bara þegar ég er ein. Fæ alltaf smá ónota tilfinningu þegar eitthvað "nýtt" fólk veit hvað ég á heima. En þá aðallega vegna þess að ég er orðin frekar vön því að búa ein. Til dæmis áðan þá sat ég í makindum mínum í tölvunni í "íbúðinni minni" og sá að einhver var að lýsa rauðu ljósi inn um gluggann hjá mér. Það var semsagt svona rauður punktur á ferð og flugi um vegginn hjá mér. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Holy fuckin moly...! Ég er skotmark!!!!!

  3. Ég á það oft til að segja það sem ég á ekki að segja. Mismæla mig, stama, roðna eða segja bara alls ekki neitt þegar ég er í aðstæðum þegar sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að mér að vera. En oftast segi ég bara eitthvað sem ég á alls ekki að segja eða er alls ekki við hæfi. Einu sinni var ég í partýi með vinkonu minni og við erum að ræða við gestgjafann og ég segi: já, ég man eftir því þegar hún þoldi þig ekki! Og benti á vinkonu mína!! Þetta féll ekki alveg í kramið því viðmælandinn vissi ekki að þessi gestgjafi hafi einhverntímann farið í taugarnar á henni. Þarna var vinkona mín ekki lengi að gefa mér smá spark í rassinn og einhvernveginn fannst mér ég verða að redda þessu. Þannig að ég stamaði, roðnaði, mismælti mig og gerði þetta ennþá meira kjánalegt svo ég ákvað að segja bara EKKI NEITT!!

  4. Mér er mjög oft mjöööög illt í maganum. Þá er oft um að gera að prófa að skella sér á klósstið. Ég bjó einu sinni með Sigrúnu vinkonu minni og var þar mjög þunnt í veggjunum. Þegar ég er nýsest niður og átta mig á hverju er við að búast heyrir Sigrún mig garga frekar hátt: HÆKKAÐU Í ÚTVARPINU, NÚÚÚÚÚÚNA!! Seinna fórum við síðan að spá hvort að fólkið í næstu íbúð hefði ekki líka verið með á hreinu hvað væri í gangi!!
    Þetta hefur gerst oftar en einu sinni og hefur Jenny líka fengið að heyra þessa bón frá mér.

  5. Ég hef bara einu sinni farið í sónar. Það var ekki vegna þess að ég var að skoða lítið barna. Það var vegna þess að það var verið að leita að nýrnasteinunum sem aldrei fundust. Ég reyndist vera með sýkingu í nýrunum. Það komst í ljós eftir að ég hafði fyrst verið greind með ristilstíflu - og að læknisráði þá búin að troða mig út af microlax, huggó!! Og því næst verið greind með nýrnasteina. Þá var ég einungis búin að vera sárkvalin í svona rúmlega sólarhring. En jæja, ég var þó allavega með hreinustu þarmana á svæðinu eftir þetta!!
Þetta tók ótrúlega á og ég vona að þú hafir notið vel. Þekkir mig örugglega mikið betur núna og líður ábyggilega vel!

Didda @ 22:28 | |

17 október 2007

Við Merete skrubbum á barinn um helgina. Pepe´s er góður staður og Pepe er orðinn vinur okkar!
Það fyrsta sem Merete segir þegar við komum inn á barinn er: "það eru bara útlendingar hérna!" og það fyrsta og eina sem ég gat sagt var "Merete, þú ert útlendingur!!"

Didda @ 22:59 | |

Stjörnumerkin eftir að kynlífi lýkur....

Hrútur: "Ok , gerum það aftur!?"
Naut: "Ég er svangur / svöng--- pöntum pizzu"
Tvíburi: "Veistu hvar fjarstýringin er?"
Krabbi: "Hvenær giftum við okkur??"
Ljón: "Var ég ekki frábær??"
Meyja: "Ég verð að þvo rúmfötin?"
Vog: "Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka"
Sporðdreki: "Ég ætti kannski að tengjast þér?"

Bogamaður: Ekki hringja í mig-ég hringi í þig. Steingeit: "Áttu nafnspjald?"
Vatnsberi: "Gerum það núna í engum fötum!"
Fiskur: "Hvað sagðist þú annars heita?"


Ég alveg á mörkunum að vera í næsta merki við, bara einn dagur... held ljónið passi betur við mig ;)

Didda @ 22:46 | |

12 október 2007

Mig langar að djamma!!!

Didda @ 00:00 | |

11 október 2007

Ég fór suður á bóginn síðustu helgi í slagtogi með Merete.
Ferðin suður gekk rosalega vel, vorum komin á hæfilegum tíma fyrir mig til að byrja að sulla svo ég gæti verið skidefuld... eins og mér einni er lagið.
Ég gerði fullt af skandölum í borginni sem ég ætla ekki að fara með hér.

Allavega. Á leiðinni suður fórum við að heyra skrítið hljóð í vélinni á Öxi. Við veltum okkur ekki meir upp úr því þar sem við erum kvenmenn. Við komumst síðar að því að hljóðið var vegna þess bílinn var olíulaus!!! Er þetta ekki í verkahring karlanna að ganga úr skugga um að bíllinn sé ökufær áður en lagt er af stað í langferð? Við vorum því búnar að keyra frá Öxi til Reykjavíkur olíulausar!!!!
Í Freysnesi á heimleið er ákveðið að vera samviskusamar og tékka á olíunni. Massar sko! Nema hvað, við komum pinnanum ekki í gatið!! búnar að reyna í svona 10 mín þegar við sjáum að flutningabílstjórinn er að leggja í hann. Þá getum við ekki annað en veifað til hans um aðstoð. Haldiði ekki að hann sé svona lík þrælhuggulegur og við breytumst í læður á breimi! Kynþokkinn tekur pinnan og stingur honum í. Jájá, hann þurfti ekki einu sinni tilhlaup eða neitt, bara small eins og flís við rass.

Restin af ferðinni var soldið erfið þar sem liðið var langt á nótt... það reddaði okkur bara að við þurftum alltaf að vera að þurfa af okkur kjánalegt smástelpuglott og slef af tilhugsun um Kynþokkann.

Þegar við komum heim og farnar að vinna daginn eftir fórum við að rifja ævintýrið upp. Þegar við vorum að tékka olíuna og svona. Nema hvað þá föttuðum við hvað við vorum ótrúlega gáfulegar að tékka olíu um miðja nótt og brasa við að setja pinnan í og svona... og við vorum ekki einu sinni með olíu til áfyllingar EF það hefði vantað á!!!!!! Tilgangurinn með að athuga olíuna var því ekki mikill hahahhaa!!!!

Við og bílar erum eins og olía og vatn!!!! engin samleið!!

En um helgina fór Merete á hundasýningu en Didda var að skoða stráka. Hvort hljómar betur? ;)

Didda @ 23:36 | |

02 október 2007

Jæja, kæru vinir og samstarfsfólk

Ég hef ákveðið að vera sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum. Minn
vinnustaður verður á neyðarhjálparskipi.

Þetta er algjörlega ólaunuð vinna !!!

Ég ætla bara að fylgja hjarta mínu og gera það sem mig lengi hefur dreymt um.
Og þrátt fyrir að ég verði í stríðshjáðum löndum er ég viss um að ég
hef valið rétt.

Ég get varla beðið eftir að leggja af stað, en það verður 26.desember.
Þið getið séð nýja vinnustaðinn á myndinni hér fyrir neðan :-)

Með fyrirfram söknuði,
Sigríður Harpa Benediktsdóttir

Didda @ 16:58 | |

27 september 2007

Raunasaga úr sveitinni!
Ímyndið ykkur að þið séuð ég og að ég sé að reyna að siða nokkra villinga til meðan ein lítil skotta er að knúsa mig. Það er frekar mikill hávaði í stofunni og ég (þú) á erfitt með að greina hvað stelpan litla er að segja við mig (þig). Ekki er það til að bæta ástandið að hún talar mjög lágt og óskýrt. Eftir að vera búin að hváa nokkuð oft þá enda ég (þú) með að gefa henni svarið sem ég (þú) held hún sé að bíða eftir, ég (þú) segi bara "já" og brosi mínu (þínu) blíðasta. Allt ætlar um koll að keyra sökum hávaðasamra barna... en loksins heyri ég (þú) hvað stelpan segir. Um leið og hún strýkur magann minn (þinn) heyrist í henni "litla barn, litla barn"!!!! Það má lesa úr augum hennar hvað hún er hrikalega spennt yfir litla bumbubúanum mínum (þínum)!!!!

Ekki nóg með að ég (þú) hafi verið spurð að þessu.... heldur bíður mín (þín) kynningarpakki frá herbalife í forstofunni þegar ég (þú) kem heim þreytt eftir vinnu!!!!

Hvað gerir þú þá?? jú jú, þú (ég) tekur þessu á léttu nótunum, brosir og ferð að sofa. Daginn eftir opnar þú (ég) herbalifeprufupakkann, færð þér sheik og hleypur í vinnuna.

Nei þú (ég) ert ekki með barn í maganum!!! ;)


Leikskólinn er draumavinnan... Lætur þig (mig) hunskast til að gera eitthvað í þínum (mínum) málum! ;)

Didda @ 23:41 | |

09 september 2007

Þá er ég flutt heim í heiðardalinn.
Byrjaði fyrsta laugardagskvöldið mitt á stelpukvöldi. Það var horft á landsleikinn, talað um flugvélar, hurða/dyr og eitthvað annað álíka strákalegt eins og að bolta eitthvað niður.
Mér var boðið í sleik, sem ég átti engan veginn von á hér á egilsst... en ég hafnaði!!! ótrúlegt en satt!

Vildi bara minna ykkur á mig.

Didda @ 13:57 | |

15 júlí 2007

Það eru víst ágæt rúm á sambýlinu í Mosó.
Ég ætti nú að vita allt um það!!

Didda @ 20:56 | |

24 júní 2007

ykkur að segja þá lennti ég í rifrildi um daginn. sem er kannski ekki frásögufærandi þar sem ég soldið gefin fyrir dramað.. og virðist laða að mér allskonar rugl!!

Allavega. Það skondna við Þetta alls saman er hvað við rifumst um.... allt er nú hægt að rífast um!! Við vorum að rífast um g-bletti!!! Það er greinilega hægt að rífast um allt!!

Didda @ 22:31 | |

18 júní 2007

Ég er á lífi!!

Didda @ 19:57 | |

07 apríl 2007

Hver var að tala um það að maður þroskist með árunum?
...það er nú meira bölvaða ruglið!!!

Það er alveg ótrúlegt hvað ég get verið fyndin stundum. Ég sit hérna ein og velltist um að hlátri, svona næstum!! Einn brandarinn sem mér datt í hug var að breyta öllum linkunum á blogginu. Setja bara linka á fullt af fólki sem ég þekki ekkert. Já, rosa fyndið... ÉG VEIT!!

Þangað til næst.... eggjakast? ;)

Didda @ 13:06 | |

31 mars 2007

Haldiði ekki að lífið sé farið að leika við mig, allt í blóma og ég veit ekki hvað og hvað!
Þegar íbúðin var orðin óheyrilega skítug og draslið farið yfirgnæfa þennan mikla fínleikan sem lýsir heimili mínu best.. þá ákvað ég bara að skella mér til Egilsstaða til foreldra. Hér er ekkert smá hreint, rúmfötin anga af ferskleika en ekki einhverju öðru (já arna, ég skrökvaði... ég var ekkert búin að skipta um á rúminu áður en þú komst! haha).
Annars vilja aðrir meina, ekki ég sjálf nei! að ég hafi þurft að flýja frá borg til þess að geta unnið keppnina Hver gerir minnstan skandal í viku! Ég held ég eigi ekki bara góðan heldur mjög möguleika á að hreppa verðlaunin hvar sem er í heiminum ég er stödd. Ætla sko ekkert að gefast upp og svo eru þeir skandalar sem maður man ekki eftir ekki teknir með!! haha :)

Ég er orðin ansi spennt fyrir afmælisveislu Jóhönnu sem verður haldin 13. apríl á Nasa. Engir aðrir en Peter, Björn og John sem sjá um að halda uppi fjörinu. Ekkert smá veldi á kerlunni. Ég er búin að leggja inn nokkrar fyrirspurnir til fjölda skemmtikrafta fyrir aldarfjórðungsfögnuð minn. Laddi er búinn að svara, hann er bara nokkuð vongóður á að vera laus þann 21 júlí! Aldrei að vita nema ég fái einhverja fleiri til að skemmta. Annars er ég nokkuð kát með hann Ladda, veit ekki um nema tvo sem gengu út af sýningu sem hann hélt sjálfum sér til heiðurs í vetur. En það eru einmitt þeir einu sem ég veit að fóru á þessu sýningu... hehe!! En hvað um það, Hemmi Gunn er líka heitur fyrir mér. Aldrei að vita nema það verði 2 fyrir 1 :)

Annars bið ég ykkur vel að lifa.

Didda @ 13:47 | |

26 mars 2007

Ég ákvað að blogga því fólk er farið að segja að ég sé léleg í því, sem er ekki satt. Ég hef bara í öðru að snúast... hmm ;)

Allavega, þá þoli ég ekki fólk. Fólk er fífl eins og segir í hávamálum og ég get ekki fundið neitt betra orð yfir sumt fólk en fífl.

Mér finnst algjörlega fáránlegt þegar fólk baktalar og baknagar. Og hvað þá þegar það eru kennarar, bankamenn, vinir, forsetar eða aðrir sem eiga að kunna að halda kjafti. Sem betur fer er ég ekkert að þessu ;)

Rétt áður en ég segi gott og pósta þessu bloggi þá vil ég minna ykkur á hugsa ykkur oftar en tvisvar um áður en þið ákveðið að treysta fólki. Þó þú haldir þú getir treyst því er ekki endilega víst þú getir það.

Sem betur fer er ég eiginlega búin að ná þessum pirringi úr mér og komin á gott skrið. Arna er komin í heimsókn og ég fékk risaknús í alla nótt (greinilegt að einhver var að dreyma eitthvað klúrt!!).

En annars hef ég það mjög fínt og ég get ekki sagt annað en að lífið sé bara einn stóóóór sleeeikur ;)

Didda @ 13:09 | |

14 janúar 2007

Stelpur er stelpum verstar.

Eins gott að ég er sjálfkynhneigð og sjálfri mér nóg.

Didda @ 19:44 | |

26 desember 2006


Gleðileg jól allir!! :)

Didda @ 14:09 | |

27 nóvember 2006

Þegar maður uppgvötar allt í einu að maður er persóna í einni bíómynd, hvað gerir maður þá?
Ég nefnilega komst að því um helgina að ég er aðalpersónan í leikriti eða leikþátt!
Stundum heyrir maður af einhverju og hugsar "þetta getur nú bara gerst í bíómynd" nei, ég er að segja ykkur, það er rangt, allt getur gerst.

Um helgin hefur verið ansi viðburðarrík. Föstudagskvöldið endar þannig að maður (strákur) sem vinkona mín þekkir fær hjartaáfall! Ekki að það sé ekki nógu slæmt að maðurinn fái hjartaáfall í sófanum við hliðin á mér.... heldur er ég sögð aðalorsök hjartaáfallsins! Jæja, ég veit ég er allt það sem allir vilja eiga og allir þrá. En fyrr má nú aldeilis vera. Passið ykkur á mér!!

Í morgun var ég svo sofandi. Ég vaknaði svo við að kærastinn var að kyssa mig. Ég er svo þreytt að ég næ varla að opna augun, fyrir utan það að ég er náttúrulega kolkreisí og frekar steikt í hausnum. Nema hva, ég veit alveg hvað er að gerast... veit hver er að kyssa mig og geri mér fulla grein fyrir því en ég bara næ ekki hausnum á jónínu vinkonu minni út úr hausnum á mér. Þetta var eins og í teikni mynd.. ég þurfti að reisa mig upp og nudda augun til þess að ná þessari mynd úr hausnum á mér. Hef aldrei upplifað annað eins og vona svo sannarlega að það gerist ekki aftur. Eftir að jónína var hætt að kyssa mig hélt ég áfram að kyssa kærastann.... framhaldið er ritskoðað.

Didda @ 01:08 | |

06 nóvember 2006

Ég var að ljúka einu símtali sem hljóðaði einhvernveginn svona:

Hlussa: Hæ! Ég verð að segja þér að það gerðist eitt alvarlegt.
Viðmælandi: Ha? Hvað?
Hlussa: Það tengist hvorki barninu þínu né bílnum þínum...
Viðmælandi: Hvað segiru, hvað gerðist?
Hlussa: Já sko... ég braut sófann þinn!!!


NÚ ER ÞAÐ BARA MEGRUN Á MORGUN.... en núna ætla ég að halda áfram að glápa á vídjó og borða snakk og nammi, vona bara að ég brjóti ekki rúmið líka!!!

Didda @ 22:52 | |

26 október 2006

Þetta eru síðustu 9 leitarorð sem slegin voru inn og síðan mín birtist í niðurstöðunum.diddaalveg
  1. didda
  2. alveg
  3. kúka
  4. stórt
  5. nakin
  6. brjóst
  7. typpi
  8. kynlíf
Já.... Didda í hnotskurn!!! Er óendanlega stolt af þessum niðurstöðum en mun í framtíðinni reyna að nota hentugri og gáfulegri orð um það sem ég skrifa hér í framtíðinni.

Didda @ 23:40 | |

16 október 2006

Ég er búin að setja inn
myndir
frá óvissuferðinni sem var síðastliðinn föstudag

Myndirnar eru ritskoðaðar...
en heppnir útvaldir fá að sjá smá nekt.. hahaha!!



Síðan eru myndir frá laugardagskveldinu einnig væntanlegar
þar fórum við Marta og Birna heldur betur á kostum!!


Didda @ 14:10 | |

14 október 2006

Í gær fór ég í sund á Icelandair Hotel með bekknum mínum. Eftir að ég hafði gert garðinn frægann, sýnt ógleymanlega takta og reynt við baðvörðinn... þá neyddist ég til þess að fara þangað aftur í morgun því ég gleymdi ÖLLU sunddótinu mínu. Það eina sem baðvörðurinn gat sagt var: Neihh, ert þú komin aftur? Svo glotti hann út í annað og kleip mig í rassinn.

Ég þarf kannski ekki að taka það fram að ég ætla ekki aftur í sund þarna :)

Didda @ 14:57 | |

11 október 2006

Ég fékk bréf í dag sem hljóðar svo:

Didda!!
Þú ert algjör stuðbolti og til í allt (örugglega líka til í að koma nakin fram). Þú mættir vera öruggari og jákvæðari í þinn eigin garð því þú ert frábær eins og þú ert. Þú ert kær þínum heimaslóðum og vita það allir sem þig þekkja að þar líður þér best. Fólkið þitt og vinir eru heppnir að eiga þig að því þú hugsar vel um alla sem þér þykir vænt um.
Þegar afmælisdagurinn 21. júlí er skoðaður má meðal annars sjá um þig skrifað: "þú ert kjörkuð, aðsópsmikil og hefur bjóðandi framkomu. Þú ert mjög skarpskyggn og gefin fyrir að skilgreina allt til hlítar og lætur sjaldan blekkjast. Heppilegustu tómstundir þínar eru íþróttir og ferðalög".
Ekki höfum við farið í ferðalög saman en það ætti að vera á hreinu að þú værir fyrsta manneskjan til að pakka niður og koma með. Hvað þá til að hvetja hina að koma með líka og halda stuðinu uppi í ferðalaginu. Hlakka til að fara með þér í ferðalag í framtíðinni.

Kveðja, XXX ég elska þig.

Þið sem þekkið mig best getið kannski sagt mér hvort þetta á við mig. Ég er efins með sumt, en fyrsta setningin vekur gleði mína og fær mig til þess að vilja vera í návist vina minna... NAKIN!

Didda @ 10:30 | |

09 október 2006


Litli prins!


Þetta er fallegi sonur Þórunnar og Sibba
Til hamingju með fallega strákinn!

Didda @ 20:20 | |

08 október 2006

Ég vil óska Freydísi til hamingju með afmælið um daginn, litla barnið orðið stórt!!

Síðan vil ég óska nýbökuðu foreldrunum, Þórunni og Sibba, til hamingju með litla prinsinn!!

Hann er stór og myndarlegur og algjört krútt, hlakka til að sjá fleiri myndir!
Hann hefur, að mér hefur heyrst, hlotið nafnið Nýólfur... hehe ;)

Didda @ 21:50 | |

06 október 2006

Núna hljóta tilboðin að streyma inn til mín. Núna býð ég ekki einungis einum heppnum út að borða... heldur hef ég ákveðið að bæta tilboðið og bjóða einum heppnum að horfa á vídjó með mér.
Hljómar spennandi? I KNOOOOW!!!!

Það er samt ekki eins og ég sé svona frábær í að skipuleggja góð deit, nei alls ekki! Heldur sér internetið mér alfarið fyrir hugmyndum og þess slags. Borgar sig að taka þátt í hinum og þessum leikjum, komin með frítt út að borða fyrir 2 OG 2 fyrir 1 af dvd á vídjóleigu einni í bænum.


JÆJA, HVER BÝÐUR SIG FRAM?

p.s. ég hef aldrei aldrei aldrei aldrei lesið þetta og er alls alls alls alls ekki desperate! haha :)

Didda @ 09:32 | |

04 október 2006


Ég hef alltaf vitað að ég er kolrugluð og hálf geðveik... en það eruð bara þið hin sem eruð í afneitun og teljið mig fullkomlega heilbrigða.

Hér er ég komin til að afvegaleiða ykkur og telja ykkur trú um hið sanna. Didda er KLIKKUÐ.
Allavega þá er netið búið að vera eitthvað mikið bilað hjá mér undanfarna viku og meira (síminn er skíta fyrirtæki takk og amen!) og í dag þá var mér sagt að netið yrði komið í lag þegar ég kæmi heim. Þegar ég svo kom heim var ég alveg að skíta á mig og vegna þess að ég var búin að ákveða að ég hefði enga trúa á símanum (sem er skítafyrirtæki) og hélt sko ekki að netið væri komið í lag. Nema hvað ég var alveg að kúka í buxurnar, eins og fyrr segir... En hvað er þá til bragðs að taka? Jú, auðvitað sest ég bara á tojlettið með tölvuna eins og ekkert sé. Einungis til heiðurs símanum því síminn er skítafyrirtæki. Netið er semsagt komið í lag og ég er að hugsa um að standa upp og sturta niður.


Didda @ 18:36 | |

01 október 2006

Í gær var sko djammið sem er búið að vera í planinu heillengi....
ég hafði mit til og tók með mér 2 bjóra og 1 hvítvísflösku.
bjórarnir kláruðust en flaskan er ennþá óátekin.


Ef miðbærinn er Grafarholt og skemmtistaðurinn Rúmið mitt... Þá fór ég í bæinn!!!

Didda @ 19:22 | |

27 september 2006

Hver vill komá dei-eit? - Hver vill komá dei-eit?

Ég vann, ég vann, ég vann, ég vann!!!!
Jibbí jei jei jibbí jibbí jó! Jibbí jei jei jibbí jibbí jó! Jibbí jei jei jibbí jibbí jó!
Ég vann, ég vann, ég vann, ég vann!!!!

Vann út að borða fyrir 2 á verði fyrir 1 á Papinos Pizza. Svo ef ÞÚ vilt bjóða mér á deit þá er ég mjög mjög ódýr og þú þarft einungis að borga fyrir sjálfan þig ;)

-----------------------
Ég vænti þess að ég þurfi ekki að taka það fram að tilboðið gildir einungis fyrir karlmenn.

Didda @ 08:50 | |

22 september 2006

Ég læstist einu sinni inni í Alþingishúsinu.

Var síðan bara beðin pent um að koma mér út... út um bakdyrnar!!!

Vildi bara deila þessu með ykkur.
Ykkur að segja þá var ég allsgáð.



P.s. leitin ógurlega sem hefur fengið nafnið Karlmaður handa Diddu stendur ennþá yfir. Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa samband við Örnu, en hún hefur tekið að sé að kanna úthald áhugasamra áður en lengra verður haldið. (Hún fær sko að vinna upp fyrir fyrri mistök!) ;)

Didda @ 01:14 | |

20 september 2006

Þar sem þið virðist hafa gaman af því að heyra klaufasögur af mér þá hef ég ákveðið að bæta einni við í safnið.
Eins og þið flest vitið þá var ég að flytja inn í eina alveg afskaplega fallega splunku nýja íbúð Jibbí!! Allavega, ég er voða ánægð með mig fyrsta daginn minn í íbúðinni... komin með nýtt rúm og sjálfboðaliða sem var vel til þess fallinn að máta rúmið með mér. Þar sem þetta var nýtt rúm þá ætlaði ég ekkert að vera að tvínóna neitt við þetta og skellti mér bara snemma í bólið (já eða við) svaf vel og allt gekk eins og í sögu.

Daginn eftir kynnist í nýja nágrannanum mínum. Ungur herramaður sem virtist bara alveg ágætur. Hann talar eitthvað við mig og ég við hann og þannig gengur það áfram í smá stund. Svo kemur að því að ég ákveð að fara að hypja mig inn í hús. Heyrist þá ekki í kauða: Heyrðu, meðan ég man... Í gær þegar ég fór út að reykja þá sá ég að þegar maður stendur út á svölum þá blasir rúmið þitt við mér!!!!!! Ég reyni að vera voðalega afslöppuð en það eina sem ég næ að hugsa er: FOKK!!!!! Svo bætir hann við: Já, ég held þú verðir að fá þér gardínur... annars á ég allavega aldrei eftir að ná strákunum inn af svölunum. Ég reyni ennþá að vera voða afslöppuð og eins og mér finnist þetta voða fyndið og gæti ekki verið meira sama. En það eina sem ég get hugsað er: FOKKINGS FOKK!!!!

Þess má geta að gardínurnar voru komnar upp fyrir kvöldið.

Didda @ 08:39 | |

04 september 2006

Vegna fjölda áskorana þá hef ég ákveðið að setja svosem eina færslu hér inn á þetta blogg, í dag allavega :)
Það er úr miklu að velja þegar um kjána og vitleysing eins og mig er um að ræða. Fjöldinn allur af skandelans sögum sem flest hverjar stíga ekki í vitið eða eru bara alls ekki prenthæfar.

Eins og þegar ég ákvað að bregða mér af bæ og skella mér upp í Rauðholt til systur minnar hennar Þórunnar í sumar. Ég var ekki einu sinni komin út í Eiða þegar ég sé helvítis hjólkoppinn af bílnum mínum skjótast af og rúlla þarna á götunni. "Andskotinn" hugsaði ég með mér, stöðvaði bílinn og fór út að leita. Sökum leti þá nennti ég ekki að leita lengi því mér var skítkalt og auðvitað húðlöt. Ákvað því að koppinn skildi ég finna seinna og hélt ferð minni áfram útí sveit. Ekki stoppaði ég svo á baka leiðinni til þess að leita að koppnum, nei ég nennti því sko ekki. Samviskan nagaði mig og ég var orðin frekar pirruð út í mig að hafa glatað þessum kopp, bara vegna letinnar í sjálfri mér.
Það er ekki fyrr en nokkrum dögum (já ef ekki vikum) seinna að ég fatta að ég er ekki með hjólkoppa á bílnum mínum!!!!!!

Síðasti dagurinn í vinnunni minni var á föstudaginn síðasta. Ég hafði svona með öðru verið pínu spennt að loksins hætta og geta farið suður og byrjað í skólanum. Á leikskólanum hefur t.d. bara verið eitt starfsmannaklósett svo það lá við að það væri biðröð á klósettið, þar til í síðustu viku þegar bætt var við öðru starfsmanna klósetti á öðrum stað í húsinu. Ég hafði nú lítið spáð í þessum klósettleysi eða nýja klósettinu... Þar til á föstudaginn síðasta!! Þegar ég var komin heim og búin að meðtaka það að ég væri hætt að vinna hjá fallegu fallegu fallegu börnunum mínum þá kom áfallið: ÉG VAR EKKI EINU SINNI BÚIN AÐ PRÓFA NÝJA KLÓSETTIÐ!! Eins og ég hafi einhverntíman hugsað svona áður!!!

Já, ekki er öll vitleysan eins!!!!

Didda @ 21:52 | |

06 ágúst 2006



Fannst við hæfi að skella einni fallegri mynd af fallegum systrum
...bara rétt til að lífga upp á bloggið ;)

Didda @ 13:38 | |

05 ágúst 2006

Á bloggi þessu er ég með tengda vefsíðu sem sýnir mér öll þau leitarorð sem fólk slær inn og fær upp mína síðu. Meðal þeirra leitarorða sem hefur leitt fólk leiðina að blogginu mínu eru...

  • rúnkaði honum
  • g blettur
  • stinn brjóst
  • selja blíðu
  • rúnka
  • kynlífsfíkill

og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir!!! Þetta ætti ef til vill að opna augu mín fyrir því að ég þarf að fara að finna mér nýtt áhugamál. haha!

Ég fór fyrir svona rúmum mánuði í bílferð með Örnu og Val til Reykjavíkur.. þegar við vorum búin að vera á ferðinni í nokkra klukkutíma segi ég við þau skötuhjú: Hafið þið veitt því athygli að allan þann tíma sem við höfum verið á ferðinni hefur umræðuefnið snúist um kynlíf eða tengst því á einhvern hátt!! Þegar við vorum búin að fatta það hættum við (örugglega meðvitað) að tala um kynlíf... og ekki að undra að ég skildi hafa sofnað rétt eftir það og sofið alla leiðina í bæinn! :)

Um daginn í vinnunni (reyndar ekki um daginn þar sem ég er nýbyrjuð að vinna aftur eftir 2 vikna sumarfrí!!) þá varð ég allt í einu vör við það að ég varð ekkert vör lengur við börnin, þau voru eitthvað svo stillt! Eða það hélt ég. Ég rölti á svæðið þar sem börnin héldu til og fer að fylgjast með leiknum sem þau eru í, sem þeim virtist finnast mjög spennandi! Ég þurfti ekki að horfa lengi þegar ég sá að þetta var leikur sem þau höfðu lært af sjónvarpinu.
Leikurinn var þannig að eitt barn (allt strákar) var með boltann og allir hinir strákarnir stóðu í röð aðeins frá. Þegar sá með boltann var tilbúinn girtu hinir strákarnir niður um sig og átti sá með boltann að reyna að hitta boltanum annað hvort á milli rasskinnanna eða í typpin á þeim!!
Góður leikur!!! Mig langaði dálítið að sjá hvernig þessi leikur myndi fara... en lét skynsemina ráða að lokum og stöðvaði leikinn!!

Hvaðan ætli þeir hafi lært þennan leik? hmm...!! :)

Takk fyrir mig. Góða skemmtun um helgina. Hugsið um mig. Og skiljið eftir komment handa mér! :)

Didda @ 22:52 | |

21 júlí 2006

ÉG Á AFMÆLI Í DAG.
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæi ég Didda
Ég á afmæli í dag.
Í afmælisgjöf óska ég mér kærasta.
Þar sem þetta er það eina vil.
Verið svo væn að gefa mér eitthvað af óskalistanum!
Hahahaha...!!
Vinsamlegast sendið pakkana heim til mömmu og pabba.

Didda @ 00:25 | |

27 júní 2006

Mér fannst ég svo fyndin þegar ég skrifaði síðasta blogg... en greinilega engum öðrum ;)

Nýjasta kjaftasagan... didda preggó?!!! eða er það kannski engin kjaftasaga? hmm..!!

Didda @ 17:42 | |

22 júní 2006

Hér eftir verður hægt að nálgast skrif mín á Barnaland.is / umræður / meðgangan / annað

Didda @ 23:33 | |

18 júní 2006

Um daginn þá fór ég á barinn, sem er kannski ekki frásögufærandi... Nema ég ákvað að kaupa mér þann drykk sem ég er hvað sjúkust í þessa mánuðina.. vodka í cranberry, þökk sé Naríu! Ég er í einhverjum hrókasamræðum við ungan mann og gleymi mér um stund.. þar til ungi maðurinn segir við mig: Þú átt sko aldrei eftir að drekka þetta! Ég hélt nú annað og skildi ekkert í unga manninum, hvað var hann eiginlega að rugla. Ungi maðurinn var nú næstum farinn að hlægja af mér og var sko ekki að kaupa þessa vitleysu í mér. Ég fyrir tilviljun lít á barkonuna ... SEM ER AÐ HELLA KAMPAVÍNI í glasið hjá mér. Vodka í cranberry og vodka í kampavín, jújú það er aaaaalveg það sama!! Þetta var alveg ódrekkandi en það er nú allt í lagi. Barkonan var svo elskuleg að gefa mér afslátt... já, hún gaf mér 100 kr. í afslátt!!! hahahaha, það er aldeilsins örlætið þar á bænum!! Unga manninum var örlítið hlýrra til mín en barkonunni og gaf mér nóg að drekka í staðinn fyrir hundrað kallinn. Ég fór allavega sátt heim og man það hér eftir að mér finnst gammel dansk vont!!

Ég verð að viðurkenna að ég er orðin ansi léleg í myndatökunum. Kannski vegna þess að ég er ekki með sálufélagann með mér.... Naría, þér mun líka vel í sveitinni ;)
Ég tók samt nokkrar myndir um helgina og setti þær inn á myndasíðuna (ritskoðað auðvitað)!!

Didda @ 21:59 | |

17 júní 2006

Gleðilegan 17. júní!
Ef ég er þekkt fyrir eitthvað þá hlítur það að vera hversu mikla skandala ég geri. Ég er vön að gera svo ótrúlega margt sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki gert.... en samt fæ ég yfirleitt ekki neinn mikin móral, hugsa frekar bara: Æ, hún Bibba!!!
Allavega... í gær þá gerði ég nákvæmlega ekkert af mér. Auðvitað gerði ég ýmislegt sem ég hefði mátt sleppa, en allt mjög smávægilegt miðað við að þetta er ég. Bibba lét semsagt ekki sjá sig í gær. Nema hvað að í dag líður mér alveg hrikalega illa. Ég bara veit ekki afhverju!!

En ein spurning: Lít ég í alvöru út fyrir að vera svona rosalega samkynhneigð?!!
Í gær voru 2 stelpur að gefa mér auga en ENGINN strákur!!!! Soldið lessuleg, hmm..!!

Didda @ 14:26 | |

10 júní 2006

Ég fór á fótboltaleik í dag með Erlu og Grími.
Einhvern tíman á meðan leiknum stóð segi ég Erlu frá því þegar Grímur var að spurja mig hvort hann væri ekki með stórt typpi. Pínu skondin saga það. Nema hvað.... haldiði ekki að krakkinn hafi heyrt til mín og byrjaði að segja háum rómi: Ég er með stórt typpi!! Ég er með stórt typpi!! Alveg á besta stað í bænum. Þeir byrja greinilega ungir að spá í þessu.

Didda @ 17:23 | |

06 júní 2006

Upprifjun...!
Ég var að rifja það upp að um daginn þá var ég úti á lífinu. Hitti þar mann einn sem ég kannaðist eilítið við og hann gaf sig á tal við mig og leitaði á mig. Þar sem þessi maður er ekki mikið fyrir augað og þar fyrir utan nokkrum tugum eldri en ég, þá hafði ég ekki hug á að kynnast honum betur - hvorki andlega né líkamlega. Fór ég þá undan í flæmingi og hörfaði eilítið á meðan hann brosti til mín, blikkaði og klappaði mér á rasskinn.
Maðurinn hefur eitthvað orðið var við að ég vildi lítið við hann hafa og sagði við mig: Ekki segja nei, prófaðu og ákveddu þig svo!

Ég lét ekki blekkjast. Ég er ennþá staðráðin í því að útlitið skipti sköpum. Læt sko ekki gabba mig svona. Þessi maður hefur greinilega ekki efast um færni sína í að eðlast og talið að eftir að ég myndi prófað þá væri ekki aftur snúið. Einu sinni smakkað... og það verður ekki bakkað!! Ef það gildir um þennan mann... þá get ég loksins farið að þakka fyrir að ég vil bara súkkulaði brúna og sykursæta karlmenn nálægt mér. Haha ;)

Didda @ 21:26 | |

05 júní 2006

Helgin gekk mjög smurt og sællega fyrir sig. Ég fékk samt að heyra það að ég ætti ekki að drekka, eins og ég hafi ekki vitað það fyrir!!! hmm..
Finnst samt fáránlegt þegar fólk er að segja manni að maður eigi ekki að drekka þegar maður er að drekka... eins og flestir vita þá varð ég við þetta þeim mun ákafari í að drekka frá mér allt vit og segja einhverja vitleysu. Ég get þá allavega alltaf kennt Bibbu um ef það fellur í slæman farveg, haha ;)
Plús það að þetta voru gamlar konur sem eiga fullt af börnum (alltaf að kynnast fleirum þannig). Ég get allavega réttlætt drykkju mína með því að á meðan ég hef engin börn til þess að fæða og klæða... þá hef ég ekkert annað við peninginn að gera nema eyða honum í áfengi og meira áfengi!!

Við skulum enda þetta blogg á orðunum:

Meiri bjór fyrir Did...Bibbu!!

Didda @ 22:22 | |

04 júní 2006

Ég er búin að setja inn nýjar myndir frá helginni.
Skellti mér á ball á Eskifirði með Í svörtum fötum.
Það var alveg ágætt.
Ótrúlegt samt hvað er endalaust mikið af smá krökkum á böllum hér fyrir austan, eða er maður kannski bara að eldast?

picturetrail.com/didda-litla

Didda @ 23:52 | |

31 maí 2006

Ég elska sumarið. Ég elska sólina. Ég elska að geta farið út og hlaupið nakin í stuttbuxum.

Mér finnst ekki jafn gaman að horfa á trilljón brjóst í The L-word með pabba mínum!!! En samt finnst mér gaman að horfa á brjóst og the l word, bara ekki með pabba :)

Didda @ 16:46 | |

28 maí 2006

Ég hef lengi vitað að ég sé rosalega falleg og myndarleg. Fljótlega eftir að ég uppgvötaði hversu falleg og myndarleg ég er þá gerði ég mér grein fyrir því að þessari ótakmörkuðu fegurð myndu fylgja ýmsir ókostir. Til dæmis að fólk myndi horfa á eftir mér þegar það mætir mér á götu, klipið í rassinn á mér í tíma og ótíma, blístrað, flautað, kallað og jafn vel beðin um að sitja fyrir á myndum. Ég var sumsé undirbúin undir næstum allt. Í dag var ég samt ekki undirbúin undir það sem átti eftir að eiga sér stað. Ég held það hafi dottið af mér allar dauðar þegar ég rölti um kaupfélagið og var farin að finnast maðurinn fyrir aftan mig vera búinn að fylgjast ansi vel með mér. Ég átti von á hverju sem er... en ekki því að hann væri að taka mig upp á vídjóvél!!!
Þessir karlmenn... ráða bara ekki við sig þegar ég er annars vegar!!

Kaupfélagið.... þar sem ævintýrin gerast!!

Didda @ 17:40 | |

27 maí 2006

Í dag er ég búin að sjá tvö lítil börn sem stelpur frá egilsstöðum eiga. Einhvern veginn þá virðast flestar stelpur sem ég þekki eiga börn, óléttar eða í barneigna hugleiðingum. Er þetta eitthvert æðið sem gengur yfir... eða er maður kominn á aldur?

Þá fór ég að hugsa... ætli ég sé brengluð eða bara soldið á eftir.
Ég á ekki barn, er ekki ólétt (svo ég viti, haha) og langar bara alls ekki í barn þessa stundina. Ég á ekki heimili, heldur er búslóðin í bílskúrnum og bý ég hjá mömmu og pabba í sumar og vantar íbúð fyrir veturinn. Ég á ekki kærasta og hef ekki fundið neinn efnilegann. Ég á enga peninga og ég virðist ekki getað ræktað þá í blómapotti. Ég veit ekki hvað ég vil gera í framtíðinni og get ekki ákveðið hvað ég vil læra eða gera... þó ég sé alltaf að læra. Ég veit ekki hvar ég vil vera því ég vil alltaf vera þar sem ég er ekki.
Nú hyggst ég hækka meðal aldurinn og finna mér kall sem á börn og hús og peninga og getur ákveðið hvað ég vil, hvenær ég vil það og hvernig. En hann ætla ég að finna í danmörku og hann má heita Lars, Hans, Pers og Sven. Í danmörku ætla ég svo að drekka bjór frá morgni til kvölds og hafa það gott (því þið vitið hvað bjórinn fer vel í mig) og láta karlinn skeina og skipta á, því þetta er jú hans börn!!

Didda @ 15:45 | |

Didda...

Já! Ég er líka gröð!!!!!

Gestabók
Diddumyndir
Sendu mér póst
Sendu mér sms
MySpace
MSN

online

Fræga fólkið

Arna Photo
Birna
Brynja
Dagný
Einar Ben
Erla
Freydís sys
Gugga
Gúmmítúttur
Heiða
Heiðdís
Helga & co.
Hófí
Húsóliðið
Jóhanna
Kata
Lára
Lilja
Lísa
Nanna
Sigga Fanney
Sigga Hulda
Sigrún
Sigrún Sverris
Valur
Þóra
Þórunn sys
Þórunn önnur

Ómissandi

Velgefnar Stúlkur
B2.is
Skólinn
Mogginn

spakmæli

Hvar er slátrið?!!

gamalt og "gott"

febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
febrúar 2004
apríl 2004
maí 2004
júlí 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júní 2007
júlí 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
maí 2009

body>